Haustmótið heldur áfram!

Eftir hlé sem gert var á haustmóti félagsins vegna Evrópumóts skákfélaga og svo Íslandsmóts skákfélaga sem var háð um nýliðna helgi, tökum við nú til við mótið á nýjan leik. Fimm umferðum af sjö er lokið og verða tvær síðustu umferðirnar tefldar á næstu dögum. Sjötta umferðin er á dagskrá á miðvikudag 18. október og hefst kl. 18. 
Stöðuna á mótinu má finna á chess-results, en mjög jafnt er á toppnum að tveimur umferðum óloknum. 
Þeir Andri Freyr Björgvinsson, Arnar Smári Signýjarson og Sigurður Eiríksson hafa náð í fjóra vinninga í fimm skákum, Eymundur Eymundsson hefur þrjá og hálfan og Markús Orri Óskarsson, Hreinn Hrafnsson og Gabríel Freyr Björnsson hafa þrjá vinninga. Einhver af þessum mun hampa meistaratitlinum að mótinu loknu. 

Í sjöttu umferð tefla þessir saman:
Eymundur og Sigurður (þessi skák er þegar tefld og lauk með sigri Eymundar).
Gabríel og Andri
Markús og Arnar Smári
Hreinn og Valur Darri
Natan og Sigþór
Stefán og Goði
Damian og Jökull Máni
Helgi Valur situr hjá.

Lokaumferðin verður svo tefld á sunnudag.


Durrës; góð úrslit í fimmtu umferð.

Í fimmtu umferð mættum við liði sem skrráð er í Lúxemburg; með tvo sterka alþóðlega meistara innarborðs. Þrír liðsmanna í dag skráðir sem þjóðverjar. Þeir ærri á öllum borðum og því ljóst að við yrðum að taka á honum stóra okkar (og hann er býsna stór!). 

Skákirnar fóru nokkuð rólega af stað og stöðurnar tóku ekki strax á sig skýra mynd. Sérstaklega voru töflin á öðru og þriðja borði flækjuleg og óvíst um úrslit. Fljótlega eftir að 30-leikja markinu var náð (þá má semja), datt hinsvegar allt í dúnalogn og jafntefli samið í þessum tveimur skákum. Fyrsti púnktur Halldórs Brynjars og áfranmhald á góðri frammistöðu Andra Freys sem þurfti að klóra sig fram úr óvenjulegur afbrigði í Benköbragði (sem hann beitti með svörtu) og andstæðingur hans virtist nokkuð vel heima í. 

Góð úrslit þetta, enda andstæðingarnir einum 2-300 stigum hærri en okkar menn. Kannski hafa þeir viljað treysta á að þetta ynnnist á hinum borðunum, en því var ekki að heilsa. Mikael tefldi af mikilli dirfsku á fjórða borði, kannski full djarflega að smekk þess sem þetta ritar, gegn einhverkonar hollensku sulli andstæðingsins, en skákin hófst með 1.c4 b6 og svo kom f7-f5 skömmu seinna hjá svörtum. Mikki fórnaði manni fyrir þrjú peð og umtalsverða pressu, en kóngur hans var ekki vel varinn og mótspil andstæðingsins dugði til vinnings. Þá voru þeir komnir í forystu og svona heldur líklegra að við myndum tapa viðureigninni. 

Áskell var þó með traust tafl á fimmta borði sem kom upp úr nimzoindverskri vörn hans. Eins og títt er fékk hvítur biskupaparið en vissi ekkert hvernig hann átti að nýta það og skipti hægt og rólega upp í heldur verri stöðu. Fullkomin var úrvinnslan ekki hjá aldursforsetanum en þó nægilega vöndu' til að fá heilan vinning.

Á sjötta borði beitti Haraldur stýrimaður hliðarafbrigði gegn franskri vörn lúxemborgarans sem vandaði sig greinilega mikið í framhaldinu. Halli fékk rúma og þægilega stöðu en svartur undirbjó gegnumbort eftir c-línunni sem leit ekki vel út fyrir okkar mann. Í sviptingum í lokin þar sem tíminn var naumur (einkum hjá Halla) ætlaði lúxarinn að koma með óverjandi sleggju, en missti af snjallri drottningarfórn hvíts sem hótaði máti. Þurfti hann ekki að kemba hærurnar eftir þetta.  

Er þá ósagt frá viðureigninni á efsta borði þar sem Rúnar Sigurpálsson stýrði svörtu mönnunum gegn IM upp á 2532 stig. Upp kom drottningarbragð og aðeins þrengri staða á svartan sem tefldi þó vörnina skínandi vel. Endatafl með hrókum og öflugum hvítum riddara gegn aðeins lakari biskupi svarts. Rúnar virtist lengi vel ætla að klóra í jafntefli, en hafði lítið mótspil. Á endan brustu varnirnar og hvítur náði að sigla sigrí í höfn. 

Engu að síður frábær úrslit og sveitin þegar búin að toppa árangurinn í fyrra. Við bíðum spenntir eftir lokaumferðunum tveimur.

 


Naumur sigur gegn Írum

Smá krankleiki hefur verið að herja á suma liðsmenn okkar sem hafði einhver áhrif á liðsuppstillingu í gær og dag. Menn þó óðum að ná sér.

Andstæðingarnir í dag Gonzaga frá Írlandi, svipaðir okkur að styrkleika skv. stigum. 

Á fyrsta borði beitti Rúnar enska leiknum upp kom heldur óvenjulegt afbrigði, líklega sérútbúið af andstæðingnum. Möguleikarnir virtust vega nokkuð jafnt í upphafi miðtaflsins, en smám saman fékk Rúnar þægilegri stöðu.

Halldór Brynjar á öðru borði kom skákheiminum á óvart með því að beita EKKI Najdorf-afbrigðinu í sikileyjarvörn, en lék g7-g6 í öðrum leik. Byrjunin fór snemma út af alfaraslóðum, þótt afbrigðið sæe ekki alveg óþekkt; Capablanca beitti því t.a.m. til að sigra Lasker á alþjóðlega mótinu í New Yort árið 1924! Halldór brá reyndar út af leið Capa strax í fimmta leik en fékk engu að síður sómatafl.

Á þriðja borði mátti Stefán glíma við franska vörn og beitti fremur meinlausu afbrgiði, enda náði andstæðingur hans að jafna taflið auðveldlega.

Arnar kom fáum á óvart með því að tefla drekaafbrigðið í sikileyjarvörn. Eins og í mörgum hinna skákanna var írska svarið hekldur óvenjulegt. Staðan varð snemma nokkuð óljós, en svartur virtist þó fá þokkaleg færi.

Á fimmta borði leit enn ein óvenjulega byrjunin dagsins ljós. Andri hafði hvítt og lagðist í þunga þanka eftir 1. d4 Rf6 2. c4 a6!?

Mikki stýrði svörtu mönnunum á sjötta borði og nú var komið að okkar manni að fara snemma út af alfaraslóð. Hann fékk þó prýðilega stöðu. 

Skákunum á fyrsta og þriðja borði lauk fyrst, báðum með sigri okkar manna. Rúnar þjarmaði rólega að sínum andstæðingi og knúði fram sigur. Stefán komst minna áleiðis franmanaf, en greip tækifærið þegar það bauðst eftir ónákvæmni andstæðingsins og náði snaggaralegri mátsókn. Útlitið því gott eftir tvær skákir, en sigur ekki í höfn. Halldór Brynjar hefur ekki verið farsæll á þessu móti og lék illa af sér í jafnri stöðu og mátti gefast upp skömmu síðar. Mikki fór í hörkusókn og fórnaði m.a. hrók sem virtist ætla að duga til sigurs, en andstæðingur hans fann snjalla varnarleið sem tryggði honum jafntefli. Þá var komið að Arnari að misstíga sig og staðan því orðin jöfn 2,5-2,5 og aðeins skák Andra Freys eftir. Hann ge<rði sitt besta til að reyna að kreista fram vinning í jafnteflislegu endatafli og flestir líklega fhann náði að nýta ser mistök andstæðingsins í einföldu hróksendatafli og knýja fram sigur. Mikilvægt að fá tvö stig úr þessari viðureign og nú bíður okkar örugglega nokkuð sterk sveit á morgun.  

Eins og ævinlega má finna röðun og öll úrslit á chess-results


Durrës; brotlending í þriðju umferð.

Nú fengum við aftur sterka sveit, þótt hæun virtist heldur viðráðanlegri en Tyrkirnir í fyrstu umferð. ROSK Consulting frá Litháen og umtasvert stighærri en við á öllum borðum. Samt var barist. Á fyrsta borði var Rúnar með hvítt og beitti leynivopni sínu...

Evrópumót skákfélaga í Durrës; Makedónar lagðir að velli.

Það gekk heldur betur hjá okkur í dag hér á Adriahafsströndum. Andstæðingarnir frá Prilep í Norður-Makedóníu, stigalega af mjög svipuðu styrkleika og við. Því sáum við fram á jafna og spennandi keppni. Útlitið var reyndar nokkuð óljóst fyrstu 2-3 tímana,...

Evrópumót skákfélaga; Tyrkirnir of sterkir

Skákfélagsmenn eru stórhuga og ákváðu í ár að senda sveit til keppni á Evrópumóti skákfélaga sem hófst í dag í Durrës í Albaníu. Hér eru mættir til að tefla (í borðaröð) Rúnar Sigurpálsson, Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson, Arnar...

Haustmótið; þrír efstir þegar tvær umferðir eru eftir.

Fimmta umferð haustmótsins og línur aðeins farnar að skýrast. Nú verður gert hlé í þrjár vikur vegna Evrópumóts skákfélaga og Íslandsmóts skákfélaga. Sjötta umferðin á dagskrá þann 18. október. Í kvöld lauk skákinum á neðri borðum nokkuð snemma....

Fjórða umferð; Eymundur enn efstur

Úrslit sem hér segir: Hreinn-Eymundur 1/2 Skákin á efsta borði varði í 15 leiki og var "gífurlega flókin allan tímann" að sögn keppenda. Þeir ákváðu því að taka enga áhættu og sömdu um jafntefli. Markús-Andri 0-1 Andri beitti Benkö-bragði og upp kom...

Haustmótið; Eymundur einn með fullt hús

Úrslit í þriðju umferð í gærkveldi: Eymundur-Stefán 1-0 Sigurður-Andri 1/2 Helgi Valur-Hreinn 0-1 Arnar Smári-Valur Darri 1-0 Goði-Markús 0-1 Damian-Gabríel 0-1 Sigþór-Jökull Máni 1-0 Fjórða umferð verður tefld á sunnudag kl. 13 og þá eigast þessir við:...

Haustmótið; tveir með fullt hús eftir tvær umferðir.

Flestum skákum annarrar umferðar lauk nokkuð snarlega eftir stutt vopnaviðskipti. Flestum var refsað fyrir afleiki snemma tafls. Okkur endist ekki erindi fyrir langan pistil í þetta sinn; en aðeins tvær skákir voru spennandi í lokin. Sigurður reyndi að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband