Evrópumót skákfélaga í Durrës; Makedónar lagđir ađ velli.

Ţađ gekk heldur betur hjá okkur í dag hér á Adriahafsströndum. Andstćđingarnir frá Prilep í Norđur-Makedóníu, stigalega af mjög svipuđu styrkleika og viđ. Ţví sáum viđ fram á jafna og spennandi keppni. Útlitiđ var reyndar nokkuđ óljóst fyrstu 2-3 tímana, en ţá fór eyfirska keppnisharkan ađ segja til sín. 

Á fyrsta borđi var Rúnar Sigurpálsson međ svart og beitti Philidor-vörn (Fýludóri segja sumir). Svartur međ heldur ţrengri stöđu en trausta og bar jafnteflisviđleitni hans árangur ţegar andstćđingurinn ţáđi bođiđ strax eftir 30 leiki (fyrr má ekki semja um jafntefli). Ţessari skák lauk fyrst. 

Á öđru borđi mćtti Halldór Brynjar franskri vörn og lagđi mikiđ undir, fórnađi m.a. peđi fyrir sóknarfćri. Stađan var lengi mjög tvísýn, en í ţann mund sem okkar mađur virtist vera ađ knésetja (make)dónann, gleymdi hann sér augnablik og missti drottninguna fyrir lítiđ. Mátti gefast upp viđ svo búiđ. Viđ ţessi tíđindi sperrtust andstćđingar okkar verulega og virtust trúađir á sigur gegn hinni hánorrćnu sveit. Voru komnir í forystu 1,5-0,5.

Ţá var komiđ ađ Mikael á fjórđa borđi. Hann tefldi enska leikinn ađ venju og hafđi lengi kverkartak á sínum manni, en ţađ linađist um tíma, sem kćtti andstćđingana. Mikki kunni ţó lagiđ á stöđunni; gaf skiptamun og fékk mikinn peđaflaum á drottningarvćng í stađinn. Á endanum gat hann komiđ upp einum 2-3 drottningum og ţá gafst andstćđingurinn upp, heldur súr á svip. Nú var stađan jöfn og horfđi vel međ ţćr skákir sem eftir voru. 

Áskell beitti spćnska leiknum í fyrsta sinn í áratugi í ţessari skák og mátti verjast gegn uppskiptaafbrigđinu (4. Bxc6), sem sjálfur Fischer beitti međ góđum árangri á sínum tíma. Hann jafnađi ţó tafliđ fljótlega og náđi svo frumkvćđinu gegn máttlítilli taflmennsku hvíts. Hann gat svo nýtt sér ţađ til ţess ađ vinna tvö peđ og endatafliđ reyndist léttunniđ.

Viđ vorum nú komnir međ góđa forystu ţví á sjötta borđi náđi Haraldur ađ knýja sinn mann til uppgjafar um svipađ leyti. Stađan lengi í jafnvćgi eftir hćgfara byrjun í Sikileyjarstíl en eftir fingurbrjót hins makedónska voru engin griđ gefin. Ţarna var ljóst ađ viđ vćrum búnir ađ vinna viđureignina, ţótt einni skák vćri ólokiđ.

Síđast lauk skák Andra Freys á ţriđja borđi. Andri kom vel undirbúinn til leiks međ svörtu gegn Colle-byrjun andstćđingsins. Allt gekk samkvćmt bókinni og svartur náđi tafljöfnun ţótt hvítu mennirnir virtust ógnandi. Andri náđi ađ skipta upp í mjög ţćgilegt endatafl og eftir ţađ var sigurinn auđsóttur, ţótt hann tćki tíma. 4,5-1,5 var ţví mjög sannfćrandi sigur og hefđi reyndar getađ orđiđ stćrri. Nú eru menn komnir á skriđ og aldrei ađ vita hvađ bíđur á framhaldinu. Litháensk sveit á morgun, sterkari en viđ á pappírunum, en viđ göngum ótrauđir til ţeirrar glímu.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband