Durrës; brotlending í þriðju umferð.
Miðvikudagur, 4. október 2023
Nú fengum við aftur sterka sveit, þótt hæun virtist heldur viðráðanlegri en Tyrkirnir í fyrstu umferð. ROSK Consulting frá Litháen og umtasvert stighærri en við á öllum borðum. Samt var barist.
Á fyrsta borði var Rúnar með hvítt og beitti leynivopni sínu gegn skilieyjarvörn (2. b3). Andtæðingur hans fékk þó snemma nokkuð þægilegt tafli og sýndi í framhaldinu hvað er á bakvið þessi 2586 stig sem hann skreytir sig með. Peðsvinningar og sókn jöfnum höndum og það dugði.
Á öðru borði kom liðstjórinn Stefán Bergsson nú ferskur inn og virtist fá ágætlega teflanlega stöðu með svörtu í einhverju 1.e4 e5 mixi. Mikið lagt á stöðuna eins og vænta mátti og sóknartilburðir umtalsverðir. Litháinn brá á það ráðað halda sæer sem fastast og kom sér upp óvinnandi vígi þar sem hann geymdi kóng sinn. Svo hirti hann nokkur peð á drottningarvæng og leitaði svo uppskipta. Þannig vinna menn skákir.
Arnar kom inn sterkur á þriðja borði; mátti kljást við snjalla skiptamunsfórn andstæðingsins í franskri vörn og lenti sjáfur í vörn fyrir bragðið. Hann tiplaði þó fagmannlega eftir hengifluginu og hélt sér á lífi; jafntefli varð niðurstaðan. fjórða
Á fjórða borði beitti Mikael Jóhann Nimzoindverskri vörn og fékk snemma þrönga stöðu. Hann sýndi þó mikið baráttuþrek og tókst lengi vel að halda sér á lífi; var jafnvel uppi með ýmsar hótanir. Læiklega var staða hans þó alltaf vandtefld og í gagnkvæmu tímahraki lenti kóngur hans á alvarlegum vergangi og beið bana.
Áskell kom vel undirbúinn til leiks á fimmta borði, en andstæðingur hans tefldi bara allt aðra byrjun en teiknað var með. Einhverskonar kóngsindverkst hliðarafbrigði sem gamli maðurinn þekkti lítt til. Lenti því snemma þröngri stöðu með hvítu; vann að vísu peð en staðan götótt. Það saxaðist á tímann og hann tók á það ráð að fórna drottningu sinni fyrir tvo létta menn og vænlega sókarfæri - að því er virtist. Þetta reyndist þó tálsýn ein og ungi maðurinn sem við var að eiga sigldi skæakinni örugglega í höfn.
Evrópumót skákfélaga í Durrës; Makedónar lagðir að velli.
Mánudagur, 2. október 2023
Það gekk heldur betur hjá okkur í dag hér á Adriahafsströndum. Andstæðingarnir frá Prilep í Norður-Makedóníu, stigalega af mjög svipuðu styrkleika og við. Því sáum við fram á jafna og spennandi keppni. Útlitið var reyndar nokkuð óljóst fyrstu 2-3 tímana, en þá fór eyfirska keppnisharkan að segja til sín.
Á fyrsta borði var Rúnar Sigurpálsson með svart og beitti Philidor-vörn (Fýludóri segja sumir). Svartur með heldur þrengri stöðu en trausta og bar jafnteflisviðleitni hans árangur þegar andstæðingurinn þáði boðið strax eftir 30 leiki (fyrr má ekki semja um jafntefli). Þessari skák lauk fyrst.
Á öðru borði mætti Halldór Brynjar franskri vörn og lagði mikið undir, fórnaði m.a. peði fyrir sóknarfæri. Staðan var lengi mjög tvísýn, en í þann mund sem okkar maður virtist vera að knésetja (make)dónann, gleymdi hann sér augnablik og missti drottninguna fyrir lítið. Mátti gefast upp við svo búið. Við þessi tíðindi sperrtust andstæðingar okkar verulega og virtust trúaðir á sigur gegn hinni hánorrænu sveit. Voru komnir í forystu 1,5-0,5.
Þá var komið að Mikael á fjórða borði. Hann tefldi enska leikinn að venju og hafði lengi kverkartak á sínum manni, en það linaðist um tíma, sem kætti andstæðingana. Mikki kunni þó lagið á stöðunni; gaf skiptamun og fékk mikinn peðaflaum á drottningarvæng í staðinn. Á endanum gat hann komið upp einum 2-3 drottningum og þá gafst andstæðingurinn upp, heldur súr á svip. Nú var staðan jöfn og horfði vel með þær skákir sem eftir voru.
Áskell beitti spænska leiknum í fyrsta sinn í áratugi í þessari skák og mátti verjast gegn uppskiptaafbrigðinu (4. Bxc6), sem sjálfur Fischer beitti með góðum árangri á sínum tíma. Hann jafnaði þó taflið fljótlega og náði svo frumkvæðinu gegn máttlítilli taflmennsku hvíts. Hann gat svo nýtt sér það til þess að vinna tvö peð og endataflið reyndist léttunnið.
Við vorum nú komnir með góða forystu því á sjötta borði náði Haraldur að knýja sinn mann til uppgjafar um svipað leyti. Staðan lengi í jafnvægi eftir hægfara byrjun í Sikileyjarstíl en eftir fingurbrjót hins makedónska voru engin grið gefin. Þarna var ljóst að við værum búnir að vinna viðureignina, þótt einni skák væri ólokið.
Síðast lauk skák Andra Freys á þriðja borði. Andri kom vel undirbúinn til leiks með svörtu gegn Colle-byrjun andstæðingsins. Allt gekk samkvæmt bókinni og svartur náði tafljöfnun þótt hvítu mennirnir virtust ógnandi. Andri náði að skipta upp í mjög þægilegt endatafl og eftir það var sigurinn auðsóttur, þótt hann tæki tíma. 4,5-1,5 var því mjög sannfærandi sigur og hefði reyndar getað orðið stærri. Nú eru menn komnir á skrið og aldrei að vita hvað bíður á framhaldinu. Litháensk sveit á morgun, sterkari en við á pappírunum, en við göngum ótrauðir til þeirrar glímu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópumót skákfélaga; Tyrkirnir of sterkir
Sunnudagur, 1. október 2023
Skákfélagsmenn eru stórhuga og ákváðu í ár að senda sveit til keppni á Evrópumóti skákfélaga sem hófst í dag í Durrës í Albaníu. Hér eru mættir til að tefla (í borðaröð) Rúnar Sigurpálsson, Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson, Arnar Þorsteinsson, Andri Freyr Börgvinsson, Mikael Jóhann Karlsson, Áskell Örn Kárason og Haraldur Haraldsson, átta manna þétt sveit. Tefldar verða sjö umferðir og eru viðureignirnar á sex borðum, þannig að tveir skákmenn hvíla í hverri umferð. Hér eru margir sótraftar á sjó dregnir (ef svo má segja) og úrval bestu skákmeistara heimsins mætt til leiks hér við Adríahafsstrendur, þ.m.t. stigahæsti skákmaður sólkerfisins, Magnus Carlsen. Sveitirnar eru 82 og litla Akureyri ekki í hópi þeirra sigustranglegustu. Í fyrstu umferð beið okkar ein af sterkustu sveitum mótsins; eiginlega tyrkneska lendsliðið eins og það lagði sig. Stigamunur hartnær 400 á hverju borði. Sigur því ekki líklegur í viðureigninni, en eins og ávallt markmiðið að gera sitt besta. Þegar leið á viðureignina féllu vígi hvert af öðru, uns fyrstaborðsmaðurinn stóð einn eftir. Hann hafði byrjað taflið með hinum óvenjulega leik 1.a3 og hélt í framhaldinu vel í við andstæðing sinn. Jafntefli virtist harla líklegt um tíma en aðeins með hæarnæakvæmri taflmennsku. Í lokin gekk það ekki eftir og hreint 0-6 varð niðurstaðan, eins og reyndar flestir gátu búist við í upphafi. Þess má geta að níu -öðrum viðureignum í fyrstu umferð lyktaði á sama hátt og fjölmörgum til viðbótar 5,5-0,5. Þannig verða sauðirnir skildir frá höfrunum.
Heldur verra að tapa svona stórt, en viðbúið eins og þegar hefur komið fram. Engin tár féllu eftir þessa viðureign, heldur sátu menn kyrrlátir í hlýju myrkri (28°C) við sundlaugarbakka og sleiktu sárin, (eiginlega bara smáskeinur)og hugðu að næstu viðureign. Þá munum við mæta skákfélagi frá Prilep í Norður-Makedóníu og virðast þeir á pappírnum svipaðir okkur að styrkleika. Því er allt útlit fyrir jafna og spennandi viðureign á morgun og ekki ómögulegt að Akureyringar nái í stig.
Við látum fljóta með þrjár myndir sem sýna umhverfið hér við skákstað. Hér erum við á sandölum og ermalausum bol, allt hlýtt og notalegt og aðstæður að öllu leyti hinar bestu.
Spil og leikir | Breytt 2.10.2023 kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmótið; þrír efstir þegar tvær umferðir eru eftir.
Miðvikudagur, 27. september 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórða umferð; Eymundur enn efstur
Sunnudagur, 24. september 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmótið; Eymundur einn með fullt hús
Föstudagur, 22. september 2023
Spil og leikir | Breytt 24.9.2023 kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmótið; tveir með fullt hús eftir tvær umferðir.
Miðvikudagur, 20. september 2023
Spil og leikir | Breytt 21.9.2023 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmótið hafið
Mánudagur, 18. september 2023
Aðalfundur; fyrri stjórn endurkjörin. Símon vann startmótið.
Miðvikudagur, 13. september 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmótið hefst á sunnudaginn
Mánudagur, 11. september 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)