Dagskrá nćstu vikna
Fimmtudagur, 16. nóvember 2023
Ţađ er nóg um ađ vera hjá okkur skákmönnum ţessa dagana. Fyrir utan eigin taflmennsku fylgjumst viđ međ okkar manni á erlendri grund, en Markús Orri Óskarsson teflir nú í u-14 ára flokki á heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram á Ítalíu. Bestu hunglinga heimsins eru víst engin lömb ađ leika sér viđ; Markús tapađi tveimur fyrstu skákunum gegn mjög stigaháum andstćđingum, en vann sigur í ţriđju umferđ. Mjög gott er ađ fylgjast međ framvindunni á mótinu á Skak.is.
En aftur hingađ heim, dagskráin nćstu daga:
Í kvöld, fimmtudaginn 16. nóv kl. 20.00 Hrađskák í Skákheimilinu.
Laugardag 18. nóv kl. 13.00 Mánađarmót barna fyrir nóvember
Mánudag 20. nóv kl. 15.00 Ćfing í framhaldsflokki/bođsmót fyrir unglinga
Fimmtudag 23. nóv kl. 20.00 Hrađskák í Skákheimilinu.
Sunnudag 26. nóv kl. 13.00 4/5. umferđ bođsmóts SA. 30-30 skákir.
Fimmtudag 30. nóv kl. 18.00 Akureyrarmót í atskák, 1-3. umferđ.
Sunnudag 3. des kl. 13.00 Akureyrarmót í atskák, 4-7. umferđ.
Ćfingar eru svo á hefđbundnum tímum, í almennum flokki á föstudögum (kl. 16.45) og í framhaldsflokki á mánudögum og föstudögum kl. 15.
Nýjung; bođsmót fyrir u-1800
Fimmtudagur, 9. nóvember 2023
Nú erum viđ ađ efna til móts sem er nýjung í starfi Skákfélagsins, viđ köllum ţađ bođsmót. Mótiđ verđur nokkuđ frjálslegt í útfćrslu, en ţađ er opiđ öllum međ 1799 stig og minna. Mótiđ hófst reyndar sl. mánudag, en skráning ţátttakenda stendur ennţá yfir. Mótsgjald er ekkert.
Viđ vonumst til ţess ađ mót ţetta auđgi skáklífiđ hér í höfuđstađ Norđurlands međ ţví ađ gefa áhugasömum kost á ađ spreyta sig í kappskák. Eitt ađalmarkmiđiđ međ mótshaldinu er ađ gefa lítt reyndum og upprennandi skákmönnum kost á ađ tefla viđ reyndari menn og skákmenn međ alţjóđleg stig.
Fyrirkomulagiđ er eftirfarandi:
Umhugsunartími á skák er 30-30.
Hver ţátttakandi teflir ađ lágmarki eina skák og ađ hámarki sjö. Yfirsetur eru sumsé leyfđar án takmarkana.
Engir keppendur geta mćst oftar en einu sinni á mótinu.
Dregiđ verđur um ţađ hverjir tefla saman í upphafi hverrar umferđar.
Fyrsta umferđ hófst sumsé sl. mánudag og verđur mótinu fram haldiđ nú á sunnudaginn kl. 13.00 og ţarnćst mánudaginn 13.nóvember. Viđ gerum ráđ fyrir ađ teflt verđi nćstu mánudaga kl. 15.00 (ţá sameinađ ćfingu í framhaldsflokki), en munum skjóta inn umferđum á öđrum tímum einnig eftir hentugleikum og óskum keppenda.
Skráning: Hćgt er ađ skrá sig međ ţví ađ láta vita á Facebook eđa í tölvupósti til formanns, í askell@simnet.is. Einnig međ ţví ađ mćta á skákstađ nú á sunnudaginn eđa nk. mánudag. Eftir ţađ verđur ekki hćgt ađ taka viđ nýskráningum.
Dagsetning lokaumferđar liggur ekki fyrir, en ţarf ađ ákveđast bráđlega. Eins og er má giska á lokadag 10. eđa 11. desember.
Íslandsmót ungmenna (8-16 ára); fimm SA-iđkendur tóku ţátt!
Mánudagur, 6. nóvember 2023
Íslandsmót ungmenna var háđ í Miđgarđi í Garđabć ţann 4. nóvember sl. Teflt var um Íslandsmeistaratitla í fimm aldursflokkum. Frá okkur komi fimm keppendur, sem er prýđisţátttaka, enda vorum vuiđ norđanmenn líklega einu ţátttakendurnir utan Stór-Reykjavíkursvćđisins.
Allir okkar keppendur stóđu sig međ sóma og ţrír af fimm voru nálćgt verđlaunasćtum. Lítum á úrslitin:
Í yngsta flokknum (u-8) tefldu Gabríel Máni Jónsson og Skírnir Sigursveinn Hjaltason. Skírnir byrjađi vel en fatađist ađeins flugiđ ţegar á leiđ og endađi međ ţrjá vinninga af sjö. Hann á örugglega meira inni. Gabríel tapađi fyrstu skák sinni, en náđi sér vel á strik eftir ţađ og fékk ţegar upp var stađiđ, fimm vinninga, jafn marga og sá sem lenti í ţriđja sćti. Hann átti vissulega möguleika á enn hćrra sćti, ţar sem hann tapađi skák sinni í nćstsíđustu umferđ eftir ađ hafa leikiđ tveumur ólöglegum leikjum en var ţá međ unna stöđu á borđinu.
Enginn keppandi var frá okkur í u-10 flokknum, en í nćsta flokki fyrir ofan (u-12) voru ţeir Valur Darri Ásgrímsson og Sigţór Árni Sigurgeirsson mćttir til leiks. Valur Darri, sem er yngra ári í flokknum átti viđ ramman reip ađ draga, en náđi ţó ţremur vinningum í hús af sjö mögulegum, sem verđur ađ teljast a.m.k. viđunandi árangur. Hann á líka mikiđ inni fyrir seinna áriđ. Sigţór er heldur sjóađri á ţessum vettvangi og hafnađi í skiptu fjórđa sćti međ fimm vinninga.
Markús Orri Óskarsson var okkar keppandi í u-14 flokknum. Hann byrjađi á ţví ađ vinna ţrjár fyrstu skákir sínar og barđist á toppnum allt mótiđ. Ţegar fimm umferđum ađ sjö var lokiđ var hann í toppbaráttunni međ fjóra vinninga, en var ófarsćll í lokaumferđunum báđum og tapađi ţeim skákum, (naumlega ţó). Ţótt Markús yrđi ađ sćtta sig viđ fjóra vinninga af sjö sýndi hann engu ađ síđur ađ hann er í hópi öflugust skákmanna okkar í ţessum aldursflokki. Í run mátti ekki miklu muna svo hann vćri ađ tefla um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferđ mótsins. Nu er bara ađ hamra járniđ međan ţađ er heitt!
Stigamenn hjá SA; Börn Ívar fremstur
Föstudagur, 3. nóvember 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Símon hrađskákmeistari
Mánudagur, 30. október 2023
Spil og leikir | Breytt 31.10.2023 kl. 13:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánađarmót barna; Markús vann
Laugardagur, 28. október 2023
Símon vann fimmtudagsmótiđ
Föstudagur, 27. október 2023
Andri Freyr vann haustmótiđ.
Sunnudagur, 22. október 2023
Spil og leikir | Breytt 23.10.2023 kl. 16:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmótiđ; Andri Freyr efstur fyrir síđustu umferđ
Fimmtudagur, 19. október 2023
Íslandsmót skákfélaga - stuttur pistill
Ţriđjudagur, 17. október 2023