Evrópumót skákfélaga; Tyrkirnir of sterkir

Skákfélagsmenn eru stórhuga og ákváđu í ár ađ senda sveit til keppni á Evrópumóti skákfélaga sem hófst í dag í Durrës í Albaníu. Hér eru mćttir til ađ tefla (í borđaröđ) Rúnar Sigurpálsson, Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson, Arnar Ţorsteinsson, Andri Freyr Börgvinsson, Mikael Jóhann Karlsson, Áskell Örn Kárason og Haraldur Haraldsson, átta manna ţétt sveit. Tefldar verđa sjö umferđir og eru viđureignirnar á sex borđum, ţannig ađ tveir skákmenn hvíla í hverri umferđ. Hér eru margir sótraftar á sjó dregnir (ef svo má segja) og úrval bestu skákmeistara heimsins mćtt til leiks hér viđ Adríahafsstrendur, ţ.m.t. stigahćsti skákmađur sólkerfisins, Magnus Carlsen. Sveitirnar eru 82 og litla Akureyri ekki í hópi ţeirra sigustranglegustu. Í fyrstu umferđ beiđ okkar ein af sterkustu sveitum mótsins; eiginlega tyrkneska lendsliđiđ eins og ţađ lagđi sig. Stigamunur hartnćr 400 á hverju borđi. Sigur ţví ekki líklegur í viđureigninni, en eins og ávallt markmiđiđ ađ gera sitt besta. Ţegar leiđ á viđureignina féllu vígi hvert af öđru, uns fyrstaborđsmađurinn stóđ einn eftir. Hann hafđi byrjađ tafliđ međ hinum óvenjulega leik 1.a3 og hélt í framhaldinu vel í viđ andstćđing sinn. Jafntefli virtist harla líklegt um tíma en ađeins međ hćarnćakvćmri taflmennsku. Í lokin gekk ţađ ekki eftir og hreint 0-6 varđ niđurstađan, eins og reyndar flestir gátu búist viđ í upphafi. Ţess má geta ađ níu -öđrum viđureignum í fyrstu umferđ lyktađi á sama hátt og fjölmörgum til viđbótar 5,5-0,5. Ţannig verđa sauđirnir skildir frá höfrunum. 

Heldur verra ađ tapa svona stórt, en viđbúiđ eins og ţegar hefur komiđ fram. Engin tár féllu eftir ţessa viđureign, heldur sátu menn kyrrlátir í hlýju myrkri (28°C) viđ sundlaugarbakka og sleiktu sárin, (eiginlega bara smáskeinur)og hugđu ađ nćstu viđureign. Ţá munum viđ mćta skákfélagi frá Prilep í Norđur-Makedóníu og virđast ţeir á pappírnum svipađir okkur ađ styrkleika. Ţví er allt útlit fyrir jafna og spennandi viđureign á morgun og ekki ómögulegt ađ Akureyringar nái í stig.

Viđ látum fljóta međ ţrjár myndir sem sýna umhverfiđ hér viđ skákstađ. Hér erum viđ á sandölum og ermalausum bol, allt hlýtt og notalegt og ađstćđur ađ öllu leyti hinar bestu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband