TM-mótaröđin
Miđvikudagur, 7. febrúar 2018
3. umferđ TM-mótarađarinnar fer fram annađ kvöld, fimmtudaginn 8. feb. kl. 20.00.
Kónsindversk ský á himni
Sunnudagur, 4. febrúar 2018
Ţađ blésu hvassir kóngsindverskir vindar um landsmenn í dag, bćđi sunnan og norđan heiđa. Viđ Eyjafjörđ var háđ fimmta umferđ Skákţings Akureyrar og áttunda umferđ Skákţings Reykjavíkur í fenjum syđra. Af norđanvígum er ţađ ađ frétta ađ Símon Ţórhallsson - sem í seinni tíđ hefur tekiđ ástfóstri viđ ofangreinda varnarađferđ - missté sig illilega snemma í skák sinni viđ Sigurđ Eiríksson og mátti játa sig sigrađan. Ástfóstur Rúnars Sigurpálssonar á téđri vörn á sér hinsvegar lengri sögu og varđ honum ekki skotaskuld úr ţví ađ snúa henni í kóngssókn, ţar sem hrókur, drottning og riddari surfu svo ađ kóngi Haraldar Haraldssonar ađ hann mátti gefast upp. Fráfarandi meistari, Jón Kristinn Ţorgeirsson, ákvađ ađ leika kóngsindverskt stef á flautu sína í ţetta sinn og grípur hann ţó sjaldan til ţess ráđs. Ţađ reyndist honum heldur ekki vel í ţetta sinn; fékk ţrönga stöđu og lagđi fullmikiđ á hana. Reyndist andstćđingur hans, Andri Freyr Björgvinsson, eiga allskostar viđ meistara fyrra árs, ţvćldi honum í erfitt hróksendatafl sem reyndist Jóni tapađ. Var ţetta önnur tapskák hans í röđ og ţví ljóst ađ hann hreppir ekki hinn eftirsóknarverđa titil í ţetta sinn. Jón hefur ţrjá vinninga og á einni skák ólokiđ, en framar honum eru ţeir Andri Freyr međ fjóra og Rúnar međ ţrjá og hálfan og eiga báđir tvćr skákir eftir, m.a. innbyrđis skák, sem háđ verđur nćsta sunnudag ţegar nćstsíđasta umferđ verđur tefld. Ţá eigast líka viđ ţeir Símon og Haraldur og Benedikt og Sigurđur. Eru ţeir allir miklir vígamenn.
Myndin af ţeim félögum var tekin ţegar ţeir áttust viđ á ţessu móti í fyrra.
Sjá stöđuna og öll úrslit á Chess-results
Úr Reykjavíkurhreppi er ţađ ađ frétta ađ Stefáni félaga vorum brást kóngsindverjinn í ţetta sinn og beiđ ósigur fyrir Braga Ţorfinnssyni alţjóđlegum meistara. Hefur Stefán nú vinningsforskot fyrir síđustu umferđ og munu fáir frýja honum vopnfimi í lokasennunni. Ţađ gerum viđ norđanmenn í ţađ minnsta ekki.
Spil og leikir | Breytt 5.2.2018 kl. 09:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Meistarar í kröppum dansi
Sunnudagur, 28. janúar 2018
Í dag var tefld fjórđa umferđ á Skákţingi Akureyrar (sem skv. nýjustu útreikningum er hiđ 81. í röđinni!). Ţrjár baráttuskákir voru á dagskrá. Fyrsta skal nefna viđureign bekkjarbrćđranna Símonar Ţórhallssonar og Benedikts Stefánssonar úr Hörgárdal. Ţrátt fyrir lipurlega taflmennsku Bensa framan af skákinni sá hann ekki viđ brögđum Símonar og mátti játa sig sigrađan. Ţá er komiđ ađ meisturunum. Rúnar Sigurpálsson, Akureyrarmeistari 2010, lenti í mikilli nauđvörn gegn fulltrúa sýslumanns í mótinu, Sigurđi Eiríkssyni. Ţrátt fyrir alldrjúgan stigamun, Rúnari í hag, náđi Sigurđur grimmilegu steinbítstaki á stöđunni og virtist ćtla ađ sigla heilum vinningi í höfn. Honum fatađist ţó málsmeđferđin á síđustu metrunum og lék sig í mát. Ţá er ógetiđ viđureignar Akureyrarmeistara síđustu tveggja ára, Jóns Kristins og meistarans frá 2013, Haraldar nokkurs stýrimanns.
Ţar mátti búast viđ sigri stigahćsta keppendans, sem reynar hafđi unniđ allar skákir sínar til ţessa, en Haraldur tapađ sínum. Nú brá hinsvegar svo viđ ađ Haraldur náđi undirtökum og hélt ţeim fast. Jokko reyndi allt hvađ hann gat til ađ grugga vatniđ - reyndar mjög tímanaumur - og á endanum féll ungi mađurinn á tíma, en ţá var stađa hans eiginlega orđin óverjandi. Óvćntustu úrslit mótsins til ţessa.
Nú eru ţeir enn efstir, Jón Kristinn og Andri Freyr og á sá síđarnefndi skák til góđa. Rúnar nálgast ţá félaga, sem hafa ţrjá vinninga, en hann hálfum minna.
Sjá Chess-results
Spil og leikir | Breytt 29.1.2018 kl. 14:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákţing Reykjavíkur
Föstudagur, 26. janúar 2018
TM-mótaröđin: Jokkó lćtur hendur standa fram úr ermum
Föstudagur, 26. janúar 2018
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Svartur sunnudagur í Skákheimilinu - Andri og Jón Kristinn međ fullt hús.
Sunnudagur, 21. janúar 2018
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Kristinn og Andri í forystu Skákţingsins
Fimmtudagur, 18. janúar 2018
80. Skákţing Akureyrar hafiđ!
Ţriđjudagur, 16. janúar 2018
TM-mótaröđin hafin
Fimmtudagur, 11. janúar 2018
TM-mótaröđin
Fimmtudagur, 11. janúar 2018
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)