Meistarar í kröppum dansi

Í dag var tefld fjórđa umferđ á Skákţingi Akureyrar (sem skv. nýjustu útreikningum er hiđ 81. í röđinni!). Ţrjár baráttuskákir voru á dagskrá. Fyrsta skal nefna viđureign bekkjarbrćđranna Símonar Ţórhallssonar og Benedikts Stefánssonar úr Hörgárdal. Ţrátt fyrir lipurlega taflmennsku Bensa framan af skákinni sá hann ekki viđ brögđum Símonar og mátti játa sig sigrađan. Ţá er komiđ ađ meisturunum. Rúnar Sigurpálsson, Akureyrarmeistari 2010, lenti í mikilli nauđvörn gegn fulltrúa sýslumanns í mótinu, Sigurđi Eiríkssyni. Ţrátt fyrir alldrjúgan stigamun, Rúnari í hag, náđi Sigurđur grimmilegu steinbítstaki á stöđunni og virtist ćtla ađ sigla heilum vinningi í höfn. Honum fatađist ţó málsmeđferđin á síđustu metrunum og lék sig í mát. Ţá er ógetiđ viđureignar Akureyrarmeistara síđustu tveggja ára, Jóns Kristins og meistarans frá 2013, Haraldar nokkurs stýrimanns.

HarHarŢar mátti búast viđ sigri stigahćsta keppendans, sem reynar hafđi unniđ allar skákir sínar til ţessa, en Haraldur tapađ sínum. Nú brá hinsvegar svo viđ ađ Haraldur náđi undirtökum og hélt ţeim fast. Jokko reyndi allt hvađ hann gat til ađ grugga vatniđ - reyndar mjög tímanaumur - og á endanum féll ungi mađurinn á tíma, en ţá var stađa hans eiginlega orđin óverjandi. Óvćntustu úrslit mótsins til ţessa. 

Nú eru ţeir enn efstir, Jón Kristinn og Andri Freyr og á sá síđarnefndi skák til góđa. Rúnar nálgast ţá félaga, sem hafa ţrjá vinninga, en hann hálfum minna.

Sjá Chess-results


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband