Hrađskákkeppni taflfélaga:

Naumur sigur á Mátum 

Ţađ var sannkölluđ Akureyrarveisla ţegar Skákfélagiđ mćtti hinu norđlenska stórveldi Mátum í 16 liđa úrslitum í hrađskákkeppni taflfélaga nú í kvöld, 16. ágúst. Teflt var í húsakynnum Skáksambandsins viđ Faxafen í Reykjavík. Eins og venja er var keppnin háđ í sex borđum, tvöföld umferđ međ bćndaglímufyrirkomulagi, alls 72 skákir.  Fyrstu umferđirnar unnu Mátar međ nokkrum yfirburđum og höfđu 8 vinninga forystu eftir ţrjár umferđir af 12. Smám saman jafnađist keppnin og ţegar flautađ var til hálfleiks var forysta Mátanna komin niđur í 1 vinning, 18.5-17.5.  Allt stóđ svo í járnum fram eftir síđar hálfleik og fyrir lokaumferđina stóđu liđin jöfn, 33-33. Skákfélagsmenn unnu svo síđustu umferpina 4-2 og viđureignina 37-35. Lauk ţar međ afar skemmtiloegri og drengilegri viđureign međ allsherjarsigri Akureyrska skákskólans. Sveit Skákfélagsins skipuđu ţeir Halldór B. Halldórsson, Áskell Örn Kárason, Stefán Bergsson, Gylfi Ţórhallsson, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Óskar Long. Fékk Halldór flesta vinninga okkar manna. Mátarnir telfdu fram ţeim Arnari Ţorsteinssyni, Pálma Péturssyni, Ţorleifi Karlssyni, Arngrími Gunnhallssyni, Jakobi Ţór Kristjánssyni, Lofti Baldvinssyni og Magnúsi Teitssyni og eru ţeir allir vel kunnir skákáhugamönnum norđan heiđa, afsprengi Akureyrska skákskólans. 

 


Skák á Skeljahátíđ

 Skákfélag Akureyrar gengst fyrir skákmóti á Skeljahátíđinni í Hrísey laugardaginn 14. júlí kl. 14. Teflt verđur á hátíđarsvćđinu og mun Hjörleifur Halldórsson stjórna herlegheitunum. Um er ađ rćđa opiđ hrađskákmót og er öllum heimil ţátttaka. Upplýsingar um ferjusiglingar og ađra viđburđi á Skeljahátíđinni má finna á slóđinni hrisey.is


Áskell jónsmessuálfur

Á jónsmessunótt fara álfar og vćttir á kreik. Í hóp ţeirra bćttust níu skákálfar gćrkveldi og efndu til útiskákmóts í Kjarnaskógi í samvinnu viđ Skógrćktarfélag Eyfirđinga. Ţar var kátt á hjalla; ketilkaffi í bođi ađ hćtti skógarmanna og kynjaverur á sveimi eins og fyrr segir. Hjá skákálfum varđ ţetta niđurstađan:

Áskell Örn Kárason  7

Haki Jóhannesson 6

Tómas Veihar Sigurđarson 5

Sigurđur Eiríksson og Rúnar Ísleifsson 4

Sigurđur Arnarso og Karl Steingrímsson 3

Sveinbjörn Sigurđsson 2,5

Andri Freyr Björgvinsson 1,5

IMG_1438Ađ skákunum loknum hugđust keppendur bađa sig nakta í dögginni og óska sér um leiđ skákstigahćkkunar upp á 300 stig. Ţetta var ţó stöđvađ af viđstöddum, enda börn á svćđinu.


Jónsmessuskák

Laugardaginn 23. júní heldur Skógrćktarfélag Eyfirđinga sína árlegu Jónsmessuhátíđ í Kjarnaskógi. Skákfélag Akureyrar mun nú, í fyrsta skipti, taka ţátt í hátíđinni og blása til skákmóts í lerkilundi norđan viđ sólúriđ í Kjarnaskógi kl. 20.30 (ath....

Skákmót í sumar

Starfsemi Skákfélagsins er nú komin í sumarbúning. Skv. venju förum viđ okkur ađeins hćgar yfir björtustu mánuđina, en áfram verđur ţó opiđ hús hjá félaginu ALLA FIMMTUDAGA í sumar. Húsiđ opnar rétt fyrir kl. 20 og menn tefla svo eins og ţá lystir....

Góđur dagur hjá okkar mönnum

Í dag er fréttaritara kunnugt um tvo skákviđburđi sem okkar menn tóku ţátt í. Uppskeran er gull, silfur og brons. Mikael Jóhann Karlsson er meistari Skákskóla Íslands og tekur viđ titlinum af Hjörvari Steini. Eins og fram kemur neđar á síđunni varđ...

Nýr íslenskur stigalisti

Út er kominn nýr íslenskur stigalisti og er ađgengilegur á ţessari slóđ http://www.chess-results.com/isl/ratings.aspx?lan=16 Međ ţví ađ slá inn SA í reitinn Club má sjá breytingar okkar manna frá síđasta lista. Athygli vekur ađ Mikael Jóhann hefur nú...

Skákir til skođunar

Tómas Veigar Sigurđarson hefur nú lokiđ viđ ađ slá allar skákirnar úr Norđurlendingamótinu inn í tölvu. Ţćr eru nú ađgengilegar hér ađ neđan og einnig hér til hliđar undir „Skákir“

Mikael efstur viđ ţriđja mann

Í dag fór fram lokaumferđ Meistaramóti Skákskóla Íslands. Fyrir umferđina var Mikael Jóhann Karlsson (1926) einn efstur en hann ţurfti ađ lúta í gras í síđustu umferđ. Hann hlaut 5,5 vinninga af 7 möguleikum og ţarf ađ ţreyja einvígi viđ Oliver...

Davíđ sigurvegari og Stefán Norđurlandsmeistari

Í dag lauk ćsispennandi Skákţingi Norđlendinga, hinu 78. í röđinni. Eins og á síđasta ári var ţađ Reykvíkingurinn Davíđ Kjartansson sem fékk flesta vinninga, en ţar sem hann hefur ekki enn flutt lögheimili sitt í norđlendingafjórung gekk...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband