Andri Freyr vann haustmótiđ.

Andri Freyr Björgvinsson stóđ sig vel á skákţinginuSíđasta umferđ haustmótsins var tefld í dag, 22. október. Fyrir umferđina hafđi Andri Freyr Björgvinsson hálfs vinnings forskot á nćsta mann, Eymund Eymundsson, en fyrir lá ađ Eymundur gćti ekki teflt síđustu skákina og sigurlíkur Andra ţví allgóđar. Hann átti ađ tefla viđ Hrein Hrafnsson, aldursforseta mótsins, en Hreinn hefđi getađ náđ honum ađ vinningum međ sigri. Ţví miđur gat Hreinn ekki mćtt vegna veikinda og sigurinn ţví auđveldur fyrir Andra. Niđurstađa annarra viđureigna hafđi ekki áhrif á baráttuna um efsta sćtiđ, en silfurverđlaunin voru undir í tveimur skákum. Ţeir Sigurđur og Arnar Smári áttust viđ, báđir međ fjóra vinninga. Ţar bar sá fyrrnefndi sigur út býtum.  Markús náđi einnig ađ sigra í sinni skák, eftir langa baráttu viđ Gabríel og náđi ţví sömu vinningatölu og Sigurđur og Eymundur. Öll úrslit í lokaumferđinni:
Andri-Hreinn    1-0 (w.o.)
Sigurđur-Arnar  1-0
Gabríel-Markús  0-1
Sigţór-Gođi     0-1
Valur-Stefán    0-1
Damian-Natan    1-0
Eymundur, Helgi og Jökull Máni sátu allir yfir.

Lokastađan:
1. Andri Freyr Björgvinsson  6
2. Sigurđur Eiríksson        5
   Markús Orri Óskarsson     5
   Eymundur Eymundsson       5
5. Hreinn Hrafnsson          4
   Arnar Smári Signýjarson   4
7. Stefán G Jónsson          3,5
   Gođi Svarfdal Héđinsson   3,5
   Sigţór Árni Sigurgeirsson 3,5
   Helgi Valur Björnsson     3,5
11.Gabríel Freyr Björnsson   3
12.Valur Darri Ásgrímsson    2,5
   Jökull Máni Kárason       2,5
14.Damian Jakub Kondracki    2
   Natan Koziarski           2

Ţetta er í fjórđa sinn sem Andri vinnur ţetta mót og meistaratitil félagsins. Hann er stigahćstur keppenda og var ţví sigurstranglegur frá byrjun; lagđi alla keppinauta sína ađ velli, nema Sigurđ en skák ţeirra lauk međ jafntefli. 
Gaman er ađ velta fyrir sér aldursskiptingu keppenda. Af fimmtán ţátttakendum eru níu enn á unglingsaldri, ţ.e. undir tvítugu. Tveir eru á ţrítugsaldri og einn rúmlega fimmtugur. Elstir eru svo lávarđar ţrír á áttrćđisaldri. Ţađ má ţví međ sanni segja ađ skákin höfđi jafnt til ungra sem aldinna. 
Af keppendum í hópi ţeirra yngstu vekur árangur Markúsar mesta athygli, enda hefur honum veriđ ađ fara mikiđ fram síđustu misseri. Ţessi árangur verđur honum gott veganesti í för á heimsmeistarmót unglinga á Ítalíu í nćsta mánuđi ţar sem hann teflir fyrir Íslands hönd. Ţá er og vert ađ minnast á góđa frammistöđu Gođa Svarfdal, sem tefldi nú á sínu fyrsta kappskákmóti. Hann hefur ţegar tekiđ út umtalsverđan skákţroska og vantar nú ađeins örfáar skákir til ađ komast á lista yfir skákmenn međ alţjóđleg skákstig. 

Skammt er í nćstu viđburđi hjá félaginu;
Fimmtudaginn 26. október kl. 20.00 opiđ hús í Skákheimilinu/hrađskákmót
Laugardaginn 28. október kl. 13.00 Mánađarmót barna
Sunnudaginn 29. október kl. 13.00 Hausthrađskákmótiđ


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband