Íslandsmót skákfélaga - stuttur pistill

Í Rimaskóla í Reykjavík fór um helgina fram Íslandsmót skákfélaga 2023-24, fyrri hluti. Ţetta mót er hiđ stćrsta og fjölmennasta sem haldiđ er á landinu á hverju ári. Fjöldi félaga sendir liđ til keppni á mótinu og má ćtla ađ u.ţ.b. 300 manns taki ţátt í mótinu á hverju ári. Teflt er í fimm deildum, úrvalsdeild og svo deildum 1-4.  Keppnin er tvískipt; fyrri hlutinn fer fram ađ hausti og síđari hlutinn síđla vetrar, yfirleitt í mars.

Skákfélagiđ sendi ađ ţessu sinni ţrjár sveitir til keppni. Ćtlunin var ađ senda fjögur liđ, en vegna forfalla ţurfti ađ fćkka ţeim í ţrjú. Skemmt er frá ţví ađ segja ađ allar sveitirnar náđu góđum árangri og berjast um sigur, hver í sinni deild.

A-sveit félagsins teflir í 1. deild (ţeirri nćstefstu). Sveitin vann ţrjár viđureignir af fjórum og gerđi jafnt í einni; er í öđru sćti á hćlunum af forystusveitinni frá Breiđabliki. Líklegt er ađ viđureign ţessara sveita í síđari hlutanum í vor skeri úr um ţađ hvor sveitin fćr ađ tefla í úrvalsdeild á nćsta tímabili.

B-sveitin teflir í annarri deild og hefur tekiđ forystuna ţar, unniđ ţrjár viđureignir og gert jafnt í einni. Flestir sigrar mjög öruggir og bar hćst sigur á b-sveit KR-inga í fjórđru umferđinni. Hér eru góđir möguleikar á sigri, eđa a.m.k. öđru af tveimur efstu sćtunum og ţá stökk upp í fyrstu deild ađ ári. B-sveit SA hefur löngum veriđ mjög öflug og vann meira ađ segja A-sveitina einusinni í deildakeppninni!

C-sveitin var ađ mestu skipuđ ungum iđkendum, en ţó tefldi nestor Sigurđur Eiríksson tvisvar á fyrsta borđi međ góđum árangri. Sveitin vann ţrjár fyrstu viđureignir sínar en laut í lćgra haldi fyrir langlangsterkustu sveit deildarinna, Dímoni, í fjórđu umferđ.  Náđi ţó ađ vinna eina skák af Dímonunum (Markús Orri!), sem annars unnu allar ađrar skákir sínar á mótinu.  

Í ţeim deildum sem hér rćđir um eru sveitir skipađar sex mönnum í hverri umferđ og ţarf 3,5 vinninga til sigurs í hverri viđureign, sem ţá gefur tvö stig.

Allnokkur stigagróđi rann inn í akureyrska stigahagkerfiđ um helgina; flest komu hjá C-sveitarmönnum. Af sigursćlustu liđsmönnum má nefna ţá Markús Orra Óskarsson, sem vann allar fjórar skákir sínar og ţá Andra Frey Björgvinsson, Harald Haraldsson og Sigurđ Eiríksson, sem fengu ţrjá og hálfan vinning af fjórum.  Björn Ívar Karlsson tefldi ţrjár skákir og vann allar og Jón Kristinn Ţorgeirsson fékk ţrjá vinninga af fjórum. Ţórleifur Karlsson vann tvćr skákir og hlaut ţriđja vinninginn ţegar andstćđingur hans mćtti ekki til leiks. Ţessir allir eru taplausir (og reyndar nokkrir fleiri). Drýgst var stigaöflunin hjá Markúsi Orra sem hćkkar um rúm 50 stig fyrir frammistöđuna.  

Ađ venju verđur síđari hlutinn háđur á vormánuđum 2024. Viđ bíđum öll spennt eftir síđustu ţremur umferđunum!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband