23 keppendur á Jóla(pakka)móti
Sunnudagur, 17. desember 2023
Hiđ árlega jólamót barna var haldiđ föstudaginn 15. desember. Í ţetta sinn var teflt í ţremur aldursflokkum. Elstu börnin - framhaldsflokkurinn byrjuđu kl. 15. Sex mćttu til leiks og tefldu allir-viđ-alla. Sigţór Árni Sigurgeirsson vann allar sínar skákir og hreppti ţví gulliđ. Í nćstu sćtum komu ţeir Gođi Svarfdal Héđinsson og Valur Darri Ásgrímsson međ ţrjá og hálfan vinning og hreppti Gođi annađ sćtiđ eftir aukakeppni. Vegna ungs aldurs átti Valur Darri líka keppnisrétt í flokki fyrir börn f. 2012 og 2013, en ţađ mót hófst rétt fyrir kl. 17 og var sameinađ mótinu fyrir yngstu iđkendurna (f. 2014 og síđar). Ţar voru keppendur alls átján talsins og heildarúrslit ţessi (tefldar voru fimm umferđir):
röđ | nafn | vinn | stig | |
1 | Valur Darri | 5 | 14 | 2012-2013 |
2 | Vjatsjeslav | 4 | 13˝ | 2012-2013 |
3 | Skírnir | 4 | 12˝ | yngri |
4 | Óliver | 4 | 11 | yngri |
5 | Baltasar Bragi | 3 | 16 | 2012-2013 |
6 | Gabríel Máni | 3 | 15˝ | yngri |
7 | Dominik | 3 | 15 | |
8 | Rósant | 3 | 9 | |
9 | Ţröstur | 2˝ | 12˝ | |
10 | Dima | 2˝ | 12 | |
11 | Alexandru | 2 | 13 | |
12 | Iraklis | 2 | 12˝ | |
13 | Kristófer | 2 | 12˝ | |
14 | Unnur Erna | 2 | 10 | |
15 | Ísabella | 1˝ | 9˝ | |
16 | Hrafnheiđur | 1 | 14 | |
17 | Steinunn | ˝ | 11 | |
18 | Unnur Birna | 0 | 11˝ |
Svo lesiđ sé rétt út úr töflunni, ţá vann Valur Darri mótiđ međ fullu húsi eftir úrslitaskák viđ Slava í lokaumferđinni. Ţriđji í ţessum aldursflokki varđ svo Baltasar Bragi. Skírnir og Óliver urđu efstir yngri barnanna og Gabríel Máni varđ ţriđji.
Athygli vakti ađ nokkarar stúlkur úr Lundarskóla og Brekkuskóla tóku ţátt í mótinu. Ţćr eru áhugasamar en hafa litla (sumar enga!) reynslu af ţví ađ tefla í móti af ţessu tagi. Vonandi halda ţćr ţó áfram af sama áhuga og hafa í huga hiđ fornkveđna, ađ ćfingin skapar meistarann.
Myndirnar sýna glađhlakkalega keppendur hampa pökkunum. Myndina af stóra hópnum (yngri krökkunum) tók Anastasia Kramarenko.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Atskákmótiđ; Áskell hékk á titlinum.
Sunnudagur, 3. desember 2023
Atskákmóti Akureyrar lauk nú í dag. Eins og sjá má á lokastöđunni var baráttan um titilinn jöfn og tvísyn. Stigahćsti keppandinn átti titil ađ verja, en sú vörn gekk erfiđlega. Hann náđi ţó ađ hanga á jafntefli gegn báđum helstu keppinautum sínum og ţađ nćgđi í ţetta sinn. Gegn Smára ţáđi hann jafnteflisbođ í lakari stöđu og gegn Sigurđi sat hann uppi međ tapađ tafl eftir mistök í byrjun sem kostuđu mann. Sigurđur gerđi sjálfum sér ţá ţann óleik ađ flćkja tafliđ ađ óţörfu og taka á sig veikingar. Áskell náđi svo ađ skipta upp í endatafl ţar sem ógnvekjandi framsćkin peđ hans nćđu til jafnteflis. Eftir ţetta var Smári međ Pálmann í höndunum (afsakađu PRP!) en tapađi illa fyrir Markúsi í nćstsíđustu umferđ og ţá má segja ađ úrsltini vćri ráđin. Í baráttunni um unglingameistaratitilinn hafđi Sigţór betur gegn Markúsi Orra eftir sigur í innbyrđis skák ţeirra í lokaumferđinni. E.t.v. hefur sá síđarnefndi veriđ ađeins móđur eftir skákina viđ Smára. Ţessir tveir voru ţeir einu sem hćkkuđu á stigum á mótinu.
Efstu menn:
Áskell 6 af 7
Smári og Sigurđur 5,5
Sigţór 4
Öll úrslit og lokastöđuna er ađ finna á chess-results.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Atskákmót Akureyrar hefst 30. nóvember, kl. 18.00.
Miđvikudagur, 29. nóvember 2023
Tefldar verđa sjö umferđir á mótinu.
Umhugsunartími 15-10.
Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.
mótsgjald er kr. 1500 (en frítt fyrir börn sem greiđa ćfingagjald).
Dagskrá:
1-3. umferđ, fimmtudag 30. nóvember kl. 18.00.
4-7. umferđ, sunnudag 3. desember kl. 13.00.
Keppt er um titilinn "Atskákmeistari Akureyrar", svo og um samhljóđa titil í unglingaflokki (f. 2007 og síđar).
Núverandi atskákmeistari er Áskell Örn Kárason.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigţór vann nóvembermótiđ.
Ţriđjudagur, 21. nóvember 2023
Dagskrá nćstu vikna
Fimmtudagur, 16. nóvember 2023
Nýjung; bođsmót fyrir u-1800
Fimmtudagur, 9. nóvember 2023
Íslandsmót ungmenna (8-16 ára); fimm SA-iđkendur tóku ţátt!
Mánudagur, 6. nóvember 2023
Stigamenn hjá SA; Börn Ívar fremstur
Föstudagur, 3. nóvember 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Símon hrađskákmeistari
Mánudagur, 30. október 2023
Spil og leikir | Breytt 31.10.2023 kl. 13:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánađarmót barna; Markús vann
Laugardagur, 28. október 2023