Glćsilegt minningarmót! Davíđ Kjartansson bar sigur úr býtum á minningarmóti um Gylfa Ţórhallsson.

MMGŢ verđlaunahafarUm hvítasunnuhelgina fór fram minningarmót Gylfa Ţórhallsson skákmeistara og forystumann í norđlensku skáklífi um áratuga skeiđ, en Gylfi féll frá ţann 29. mars á síđasta ári.

Mótiđ hófst föstudaginn 21. maí og lauk á annan dag hvítasunnu. Tefldar voru tólf umferđir og međal ţátttakenda voru tveir stórmeistarar og ţrír alţjóđlegir meistarar, keppendur alls 58.

Ţađ var alţjóđlegi meistarinn Davíđ Kjartansson sem bar sigur úr býtum međ 10 vinninga.  Stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson var í öđru sćti međ 9 vinninga og alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson varđ ţriđji međ 8.5 vinning.   Ţrír Akureyringar deildu svo fjórđa sćtinu međ Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara, ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson, Símon Ţórhallsson og Rúnar Sigurpálsson. Fengu ţeir allir 8 vinninga.

Áskell Örn Kárason vann sigur í öldungaflokki (+65) og Elsa María Kristínardóttir í kvennaflokki. Í flokki skákmanna međ fćrri en 2000 atskákstig varđ Mikael Jóhann Karlsson efstur og í flokki skákmanna međ fćrri en 1600 sigrađi Benedikt Ţórisson. 

Mótiđ var í alla stađi vel heppnađ. Teflt var í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi, en ađstćđur ţar eru e.t.v. ţćr bestu sem bjóđast fyrir skákmót af ţessu tagi.

Margir af keppendum og ađstandendum mótsins lýstu yfir áhuga á ţví ađ efna til nýs móts ađ ári.

MMGŢ DavíđKjaMMGŢ Rúnar og Jóhann

Stóra myndin er frá verđlaunaafhendingunni. Á minni myndunum má sjá annarsvegar sjá sigurvegarann Davíđ Kjartansson ađ tafli og hinsvegar Akureyrarmeistarann Rúnar Sigurpálsson og ađ baki honum Jóhann Hjartarson stórmeistara. 

Sigurđur Arnarson tók myndirnar.

Öll úrslit og stađan á Chess-results.

MMGŢ

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband