Hverfakeppnin - Ţorpiđ náđi öđru sćti!

Hin árlega hverfakeppni akureyrskra skákmanna fór fram nú milli jóla og nýjárs, nánar tiltekiđ 28. desember. Til leiks voru mćtt stórliđin Brekkan - öđru nafni The Brekka Bastards og Ţorpiđ, á vesturheimsku íţróttamáli, The Village Villains. Voru Villingarnir skipađir skákmönnum utan ár, af eyrinni, ásamt einstaka liđhlaupum af Norđurbrekku. Bastarđar voru af ofan- og sunnanverđri brekku, velflestir, a.m.k.Bastards II

Fyrst reyndu liđin međ sér í atskák. 

Brekkan-Ţorpiđ

Jón Kristinn-Stefán Bergsson    1-0

Áskell-Sigurđur Arnarson        0-1

Símon-Tómas Veigar              1-0

Andri Freyr-Smári               1-0

Haki-Sigurđur Eiríksson         0-1

Karl Egill-Hjörleifur           1-0

Kristinn P-Sveinn Pálsson       1-0

Benedikt Stef-Grétar Eyţórs     1/2

Arnar Smári-Heiđar Ólafs        1-0

Rak menn í rogastans viđ ţessi úrslit, 6.5-2.5 Bastörđum í vil. Voru Villingarnir ţó ódrukknir ađ ţví er séđ varđ. 

VillainsŢvínćst var efnt til hrađskákkeppni á 10 borđum, bćndaglímufyrirkomulag og tefldi ţá hver eina skák viđ alla úr liđi andstćđinganna. Tónninn ver gefinn strax í fyrstu umferđ ţegar syđra liđiđ fékk 8 vinninga, en hinir ađeins fćrri. Eftir ţetta var jafnt í flestum umferđum, 5-5 eđa 6-4 (fyrir Brekku). Í nćstsíđust umferđ varđ nyrđra liđiđ fyrir öđru stóráfalli, fékk einungis 1,5 vinning. Ţeir hefndu sín svo í lokaumferđinni og unnu ţá viđureign međ minnsta mun. Lokaúrslit urđu 60,5-39,5.

Í liđi sigurvegaranna munađi mest um Jón Kristin sem vann allar sínar skákir. Rúnar og Andri fengu 9 vinninga af 10 og Símon hálfum minna. Í silfurliđinu stóđu ţeir Tómas Veigar, Sigurđur Arnarson og Stefán sig best; fengu sex vinninga af tíu. 

Var ţetta síđasta mót á vegum Skákfélagsins á árinu sem er ađ líđa, en nýju ári verđur heilsađ međ nýársmóti á fyrsta degi ársins og hefst ţađ kl. 14.00, stundvíslega. Athygli er vakin á tímasetningunni.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband