Færsluflokkur: Spil og leikir

Keppni kvöldsins felld niður vegna veðurs

Komið hefur í ljós að veður, færð og veðurspá er á þann hátt að óráðlegt er að ferðast að ráði um bæinn. Einkum á það við þegar líður á kvöldið. Að vísu er óvíst að veðrið hafi teljandi áhrif á skákiðkun innandyra en óvíst er að keppendur komist á...

Opna mótið í Rúnavík

Eins og kunnugt er sitja fimm félagar úr Skákfélaginu nú að tafli í alþjóðlegu móti í Rúnavík í Færeyjum. Eins og vænta má lifa þeir þarna eins og blómi í eggi og njóta gestrisni frændþjóðarinnar. Þegar þetta er fært í letur er fjórum umferðum lokið af...

Á meðan kettirnir tefla í Færeyjum leika mýsnar sér á Akureyri

Á morgun, fimmtudaginn 23.11. fer 6. umferð Mótaraðarinnar fram. Stórskotaliðið er statt í Færeyjum og situr þar að tafli en þá er tilvalið fyrir alla aðra að leiða saman hesta sína. Taflið hefst kl. 20.00 og eru allt fólk...

Ísland vann!

Landskeppninni við Færeyjar er nú lokið og stóðu okkar menn sig vel og sigruðu í báðum umferðum.Fréttaritari hefur áttað sig á því að hann getur ekki fjallað eins vel um keppnina og frændþjóðin. Því vísum við í þessa frétt. Því fer samt fjærri að okkar...

Landskeppni við Færeyinga

Nú stendur yfir seinni umferð í landskeppninni við Færeyjar. Fyrri umferðin var í gær og úrslit urðu sem hér segir: 1 IM Einar Hjalti Jensson 2372 1-0 FM Olaf Berg 2288 2 FM Jón Kristinn Þorgeirsson 2319 1-0 FM Martin Poulsen 2231 3 FM Thröstur Árnason...

Landskeppni við Færeyjar

Um helgina taka 11 íslenskir skákmenn þátt í landskeppni við frændur okkar Færeyinga. Við Skákfélagsmenn eigum 5 af þessum 11 keppendum. Nánar má lesa um liðin og vonandi um úrslit á heimasíðu Færeyska

Hvíldardagur á sunnudegi.

Samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá vetrarins á að vera fyrirlestur á morgun, sunnudaginn 19.11. í Skákheimilinu. Því miður getur ekki orðið að því og frestast hann um óákveðinn tíma.

Jón með yfirburði

Í gær fór 5. umferð mótaraðarinnar fram. Alls mættu 13 keppendur og vakti athygli og gleði að Haki Jóhannesson mætti í fyrsta skipti í vetur. Stóð hann sig með mikilli prýði og var efstur eftir 4 umferðir og endaði meðal efstu manna. Færeyjarfararnir Jón...

Mótaröðin heldur áfram

Fimmtudaginn 16. 11. fer fimmta umferð Mótaraðarinnar fram. Tefldar verða hraðskákir með tímamörkunum 4+2 á hverja skák. Atið hefst kl. 20.00. 20 keppendur hafa tekið þátt í haust og má sjá árangurinn hingað til hér að neðan. 14.09. 21.09. 05.10. 25.10....

Jón Kristinn atskákmeistari Akureyrar annað árið í röð

Atskákmóti Akureyrar lauk sunnudaginn 11. nóvember. Keppendur voru tíu talsins og telfdu sjö umferðir með umhugsunartímanum 20-10. Voru fyrstu þrjár umferðirnar tefldar 8. nóvember og hinar fjórar svo þann 11. Eftir fyrri hlutann voru þeir Jón Kristinn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband