Jón Kristinn Ţorgeirsson skákmeistari Akureyrar!
Sunnudagur, 9. febrúar 2014

Sá fáheyrđi atburđur gerđist í dag ađ unglingur úr 9. bekk tryggđi sér titilinn skákmeistari Akureyrar áriđ 2014! Ţađ sem gerir ţetta enn merkilegra er ađ enn er ólokiđ heilli umferđ í mótinu! Ţetta varđ ljóst ţegar fráfarandi skákmeistari Akureyrar og helsti keppinautur hins unga Jóns Kristins, Haraldur Haraldsson, féll á tíma međ vonda stöđu gegn Sigurđi Eiríkssyni sem leiddi mótiđ um tíma. Ţegar ţetta varđ ljóst sömdu Jón og Jakob Sigurđsson um jafntefli. Skömmu síđar gafst Logi Rúnar Jónsson upp fyrir Andra Frey eftir vel teflt endatafl hjá hinum síđarnefnda. Andri hefur nú unniđ tvćr skákir í röđ međ glćsilegum endataflstilţrifum. Í lokaskák dagsins vann Tómas Veigar Sigurđsson Hjörleif Halldórsson. Hjörleifur tefldi byrjunina ekki nógu nákvćmt međ hvítu mönnunum og Tómas vann peđ í 13. leik. Eftir ţađ hallađi á Hjörleif og hann gafst upp í 44. leik. Skák Rúnars og Símonar var frestađ til morguns.
Skákfréttaritara rekur ekki minni til ađ jafn ungur skákmađur hafi hampađ ţessum titli. Ţar sem minni fréttaritara er óvenju slappt er lítiđ ađ marka ţađ.
Skákfélagiđ óskar skákmeistara Akureyrar til hamingju međ árangurinn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
STÓRAFMĆLI!
Laugardagur, 8. febrúar 2014

Skákfélag Akureyrar var stofnađ 10. febrúar áriđ 1919. Ţađ verđur ţví 95 ára núna á mánudaginn. Ef ţađ er ekki tilefni til ađ halda veislu ţá eru veislur ofmetnar. Ekki var hátíđ fátíđ í ţá tíđ er félagiđ var stofnađ. Í tilefni dagsins verđur opiđ hús frá kl. 20 í suđurenda húsakynna félagsins. Í norđurendanum verđa tefldar tvćr skákir í Skákţinginu og hefjast ţćr kl. 18. Bođiđ verđur upp á kaffi og kökur og ekki ósennilegt ađ gestir fái ađ spreyta sig í hrađskák, ef vilji er fyrir hendi. Allir félagar og velunnarar félagsins eru hvattir til ađ mćta. Til hamingju međ afmćliđ!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagskrá nćstu vikna
Fimmtudagur, 6. febrúar 2014
Eins og lesendum er sjálfsagt kunnugt stendur nú yfir Skákţing Akureyrar-Landsbankamótiđ. Ţađ setur mestan svip á dagskrá nćstu vikna.
Eins og ćvinlega eru skákćfingar fyrir börn og unglinga á mánudögum og miđvikudögum auk ţess sem ćskan og ellin eigast viđ á ţriđjudögum.
Í kvöld, fimmtudaginn 6. febrúar fer fram 7. umferđ skákţingsins. Hefst umferđin kl. 18.00
Sunnudaginn 9. feb. fer 8. umferđin fram og hefst hún kl. 13.00
Mánudaginn 10. febrúar er afmćlisdagur Skákfélags Akureyrar. Ţá verđur opiđ hús frá kl. 20 ţar sem skákfélagsmenn og velunnarar eru bođnir velkomnir. Líklegt er ađ slegiđ verđi upp hrađskákkeppni međ einhverju sniđi. Ţann sama dag verđa tefldar tvćr skákir í skákţinginu og hefjast ţćr kl. 18.00.
Fimmtudaginn 13. febrúar verđur opiđ hús kl. 20. Ţá verđur fluttur skákfyrirlestur. Tvö ţemu koma til greina. Annađ hvort verđur fjallađ um skiptamunsfórnir eđa um ađ fleyga borđiđ í tvennt međ peđaframrás. Ţetta verđur nánar auglýst ţegar nćr dregur.
Sunnudaginn 16. feb. fer lokaumferđ Skákţings Akureyrar - Landsbankamótsins fram og hefst umferđin kl. 13.00
Sunnudaginn 23. febrúar fer fram Hrađskákmót Akureyrar. Mótiđ hefst kl. 20.00
Síđan styttist í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem hefst 28. febrúar.
Spil og leikir | Breytt 15.2.2014 kl. 13:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Súkkulađiskák
Mánudagur, 3. febrúar 2014
Skákţing Akureyrar - Landsbankamótiđ
Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Skákţing Reykjavíkur
Föstudagur, 31. janúar 2014
TM-mótaröđin, 2. umferđ
Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
SŢA - Landsbankamótiđ:
Fimmtudagur, 30. janúar 2014
TM-mótaröđin á morgun!
Miđvikudagur, 29. janúar 2014
Skákdagsmótiđ:
Mánudagur, 27. janúar 2014