Jón Kristinn Ţorgeirsson skákmeistari Akureyrar!

jokko_1-2014.jpg

Sá fáheyrđi atburđur gerđist í dag ađ unglingur úr 9. bekk tryggđi sér titilinn skákmeistari Akureyrar áriđ 2014! Ţađ sem gerir ţetta enn merkilegra er ađ enn er ólokiđ heilli umferđ í mótinu! Ţetta varđ ljóst ţegar fráfarandi skákmeistari Akureyrar og helsti keppinautur hins unga Jóns Kristins, Haraldur Haraldsson, féll á tíma međ vonda stöđu gegn Sigurđi Eiríkssyni sem leiddi mótiđ um tíma. Ţegar ţetta varđ ljóst sömdu Jón og Jakob Sigurđsson um jafntefli.  Skömmu síđar gafst Logi Rúnar Jónsson upp fyrir Andra Frey eftir vel teflt endatafl hjá hinum síđarnefnda. Andri hefur nú unniđ tvćr skákir í röđ međ glćsilegum endataflstilţrifum. Í lokaskák dagsins vann Tómas Veigar Sigurđsson Hjörleif Halldórsson. Hjörleifur tefldi byrjunina ekki nógu nákvćmt međ hvítu mönnunum og Tómas vann peđ í 13. leik. Eftir ţađ hallađi á Hjörleif og hann gafst upp í 44. leik. Skák Rúnars og Símonar var frestađ til morguns.

Skákfréttaritara rekur ekki minni til ađ jafn ungur skákmađur hafi hampađ ţessum titli. Ţar sem minni fréttaritara er óvenju slappt er lítiđ ađ marka ţađ.
Skákfélagiđ óskar skákmeistara Akureyrar til hamingju međ árangurinn.


STÓRAFMĆLI!

Afmćli

Skákfélag Akureyrar var stofnađ 10. febrúar áriđ 1919. Ţađ verđur ţví 95 ára núna á mánudaginn. Ef ţađ er ekki tilefni til ađ halda veislu ţá eru veislur ofmetnar. Ekki var hátíđ fátíđ í ţá tíđ er félagiđ var stofnađ. Í tilefni dagsins verđur opiđ hús frá kl. 20 í suđurenda húsakynna félagsins. Í norđurendanum verđa tefldar tvćr skákir í Skákţinginu og hefjast ţćr kl. 18. Bođiđ verđur upp á kaffi og kökur og ekki ósennilegt ađ gestir fái ađ spreyta sig í hrađskák, ef vilji er fyrir hendi. Allir félagar og velunnarar félagsins eru hvattir til ađ mćta. Til hamingju međ afmćliđ!


Dagskrá nćstu vikna

Eins og lesendum er sjálfsagt kunnugt stendur nú yfir Skákţing Akureyrar-Landsbankamótiđ. Ţađ setur mestan svip á dagskrá nćstu vikna.

Eins og ćvinlega eru skákćfingar fyrir börn og unglinga á mánudögum og miđvikudögum auk ţess sem ćskan og ellin eigast viđ á ţriđjudögum.

Í kvöld, fimmtudaginn 6. febrúar fer fram 7. umferđ skákţingsins. Hefst umferđin kl. 18.00

Sunnudaginn 9. feb. fer 8. umferđin fram og hefst hún kl. 13.00

Mánudaginn 10. febrúar er afmćlisdagur Skákfélags Akureyrar. Ţá verđur opiđ hús frá kl. 20 ţar sem skákfélagsmenn og velunnarar eru bođnir velkomnir. Líklegt er ađ slegiđ verđi upp hrađskákkeppni međ einhverju sniđi. Ţann sama dag verđa tefldar tvćr skákir í skákţinginu og hefjast ţćr kl. 18.00.

Fimmtudaginn 13. febrúar verđur opiđ hús kl. 20. Ţá verđur fluttur skákfyrirlestur. Tvö ţemu koma til greina. Annađ hvort verđur fjallađ um skiptamunsfórnir eđa um ađ fleyga borđiđ í tvennt međ peđaframrás. Ţetta verđur nánar auglýst ţegar nćr dregur.

Sunnudaginn 16. feb. fer lokaumferđ Skákţings Akureyrar - Landsbankamótsins fram og hefst umferđin kl. 13.00  

Sunnudaginn 23. febrúar fer fram Hrađskákmót Akureyrar. Mótiđ hefst kl. 20.00

Síđan styttist í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem hefst 28. febrúar.

 


Súkkulađiskák

Eitt af ţeim skákmótum sem nú eru í gangi er Nóa Siríus mótiđ 2014 sem er gestamót GM Hellis og Breiđabilks. Ţar eru 70 keppendur og ţar af ţrír úr Skákfélagi Akureyrar. Ţađ eru ţeir Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson og Mikael Jóhann Karlsson....

Skákţing Akureyrar - Landsbankamótiđ

Jón Kristinn heldur forystunni Ađeins voru tefldar ţrjár skákir af fimm í 6. umferđ mótsins í dag. Hinum tveimur er frestađ til ţriđjudags. Í toppbaráttunni dró ţó til tíđinda. Yngsti keppandinn, Jón Kristinn Ţorgeirsson , hélt efsta sćtinu eftir sigur í...

Skákţing Reykjavíkur

Á sama tíma og Skákţing Akureyrar er í gangi hér nyrđra stendur yfir Skákţing Reykjavíkur syđra. Ţegar ţetta er pikkađ eru átta umferđir búnar af níu. Nokkrir skákfélagsmenn taka ţátt í ţessu móti og verđur nú greint frá árangri ţeirra fram til ţessa....

TM-mótaröđin, 2. umferđ

Í dag fór fram önnur umferđ TM-mótarađarinnar í hrađskák. 11 handfljótir og hrađhugsandi skákmenn á öllum aldri mćttu og börđu hver á öđrum í bróđerni. Svo fór ađ lokum ađ Rúnar Sigurpálsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson deildu sigrinum og fengu hvor um...

SŢA - Landsbankamótiđ:

Sá yngsti í forystunni! Skákţingiđ er sannkallađ kynslóđamót. Ţađ eru afar mćttir til leiks innan um börn og miđaldra skörunga. Ömmurnar eru heldur ekki langt undan. Í fimmtu umferđ, sem tefld var í gćr áttust m.a. viđ tveir yngstu keppendurnir (í...

TM-mótaröđin á morgun!

Eftir nokkurt hlé verđur nú haldiđ áfram međ TM-mótaröđina góđkunnu. Hefst baráttan kl. 20 á fimmtudagskvöld 30. janúar. Öllum heimil ţátttaka, ekki síst ţeim sem eru handfljótir og snarráđir, enda verđa tefldar hrađskákir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Í...

Skákdagsmótiđ:

Lundarskóli og Brekkuskóli jafnir eftir furđustigareikning! Eins og ađ var stefnt áttust ţessir tveir miklu skákskólar viđ á Skákdaginn sjálfan. Útlit var fyrir jafna og spennandi keppni, ţar sem Lundskćlingar beittu tveimur miklum gćđingum fyrir sinn...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband