Gleđilegt skákár
Fimmtudagur, 4. janúar 2018
Fámennur hópur skákmanna fagnađi nýja árinu međ ţátttöku í hinu árlega nýársmóti SA. Ađ ţessu sinni tóku ađeins sex skákmenn ţátt. Hinir skákţyrstu ţátttakendur tefldu ţrefalda umferđ og var hart barist á 64 reitum. Leikar fóru svo ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson hafđi sigur ţegar allt var saman taliđ og hlaut 11 vinninga af 15 mögulegum. Sem fyrr virtist ţađ litlu máli skipta ţótt hann fengi stundum stöđur sem almennt mćtti telja tapađar. Međ útsjónarsemi og skákhörku tókst honum ađ snúa á andstćđingana í flestum skákum og er ţví vel ađ sigrinum kominn.
Lokastađan:
Jón Kristinn Ţorgeirsson 11 vinningar
Stefán Bergsson 10,5
Tómas Veigar Sigurđarson 10
Sigurđur Eiríksson 6
Sigurđur Arnarson 6
Karl Egill Steingrímsson 1,5
Hverfakeppnin - Ţorpiđ náđi öđru sćti!
Föstudagur, 29. desember 2017
Hin árlega hverfakeppni akureyrskra skákmanna fór fram nú milli jóla og nýjárs, nánar tiltekiđ 28. desember. Til leiks voru mćtt stórliđin Brekkan - öđru nafni The Brekka Bastards og Ţorpiđ, á vesturheimsku íţróttamáli, The Village Villains. Voru Villingarnir skipađir skákmönnum utan ár, af eyrinni, ásamt einstaka liđhlaupum af Norđurbrekku. Bastarđar voru af ofan- og sunnanverđri brekku, velflestir, a.m.k.
Fyrst reyndu liđin međ sér í atskák.
Brekkan-Ţorpiđ
Jón Kristinn-Stefán Bergsson 1-0
Áskell-Sigurđur Arnarson 0-1
Símon-Tómas Veigar 1-0
Andri Freyr-Smári 1-0
Haki-Sigurđur Eiríksson 0-1
Karl Egill-Hjörleifur 1-0
Kristinn P-Sveinn Pálsson 1-0
Benedikt Stef-Grétar Eyţórs 1/2
Arnar Smári-Heiđar Ólafs 1-0
Rak menn í rogastans viđ ţessi úrslit, 6.5-2.5 Bastörđum í vil. Voru Villingarnir ţó ódrukknir ađ ţví er séđ varđ.
Ţvínćst var efnt til hrađskákkeppni á 10 borđum, bćndaglímufyrirkomulag og tefldi ţá hver eina skák viđ alla úr liđi andstćđinganna. Tónninn ver gefinn strax í fyrstu umferđ ţegar syđra liđiđ fékk 8 vinninga, en hinir ađeins fćrri. Eftir ţetta var jafnt í flestum umferđum, 5-5 eđa 6-4 (fyrir Brekku). Í nćstsíđust umferđ varđ nyrđra liđiđ fyrir öđru stóráfalli, fékk einungis 1,5 vinning. Ţeir hefndu sín svo í lokaumferđinni og unnu ţá viđureign međ minnsta mun. Lokaúrslit urđu 60,5-39,5.
Í liđi sigurvegaranna munađi mest um Jón Kristin sem vann allar sínar skákir. Rúnar og Andri fengu 9 vinninga af 10 og Símon hálfum minna. Í silfurliđinu stóđu ţeir Tómas Veigar, Sigurđur Arnarson og Stefán sig best; fengu sex vinninga af tíu.
Var ţetta síđasta mót á vegum Skákfélagsins á árinu sem er ađ líđa, en nýju ári verđur heilsađ međ nýársmóti á fyrsta degi ársins og hefst ţađ kl. 14.00, stundvíslega. Athygli er vakin á tímasetningunni.
Jón Kristinn jólasveinn SA annađ áriđ í röđ!
Fimmtudagur, 21. desember 2017
Jólahrađskákmót SA var háđ í kvöld, 21. desember. Tólf keppendur mćttu til leika og var toppbaráttan jöfn og spennandi. Sigurvegari síđsta árs, Jón Kristinn Ţorgeirsson, tapađi fyrstu skák sinni á mótinu, en vann nćstu 10 viđureignir og kom einum vinningi undan helstu keppinautum sínum í mark. Mótstaflan sem hér segir:
Jón Kristinn Ţorgeirsson | 0 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 10 | |
Áskell Örn Kárason | 1 | 1 | 1 | 1 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 | 1 | 1 | 9 | |
Símon Ţórhallsson | 0 | 0 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 9 | |
Haraldur Haraldsson | 0 | 0 | 0 | 1 | 1 | ˝ | ˝ | 1 | 1 | 1 | 1 | 7 | |
Sigurđur Eiríksson | 0 | 0 | 0 | 0 | ˝ | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 6˝ | |
Elsa María Kristínardóttir | 0 | 1 | 0 | 0 | ˝ | 0 | 0 | 1 | 1 | 1 | 1 | 5˝ | |
Andri Freyr Björgvinsson | 0 | 0 | 0 | ˝ | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 | 1 | 1 | 5˝ | |
Hjörtur Steinbergsson | 0 | 0 | 0 | ˝ | 0 | 1 | 0 | 1 | 1 | 1 | 1 | 5˝ | |
Karl Egill Steingrímsson | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 4 | |
Haki Jóhannesson | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 | 1 | 1 | 3 | |
Heiđar Ólafsson | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 | 1 | |
Hilmir Vilhjálmsson | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Nćsta mót Skákfélagsins verđur hin árlega hverfakeppni sem háđ verđur milli jóla og nýjárs, nánar tiltekiđ 28. desember nk.
Jóla jóla jóla
Ţriđjudagur, 19. desember 2017
Úrslit Mótarađarinnar
Sunnudagur, 17. desember 2017
Uppskeruhátíđ 17. desember
Föstudagur, 15. desember 2017
10 mín. mót
Sunnudagur, 10. desember 2017
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15 mín mót og Mótaröđ
Föstudagur, 8. desember 2017
Úrslitin ráđast í kvöld - eđa ţannig
Fimmtudagur, 7. desember 2017
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný alţjóđleg skákstig komin út
Mánudagur, 4. desember 2017