Haustmótiđ; Andri Freyr efstur fyrir síđustu umferđ
Fimmtudagur, 19. október 2023
Sjöttu og nćstsíđustu umferđ haustmótsins lauk í gćrkveldi. Úrslit urđu ţessi:
Andri-Gabríel 1-0
Eymundur-Sigurđur 1-0
Markús-Arnar Smári 1-0
Hreinn-Valur Darri 1-0
Sigţór-Natan 1-0
Stefán-Gođi 1/2
Jökull Máni-Damian 1-0
Af ţessum úrslitum vekja mesta athygli annarsvegar sigur Markúsar gegn Arnari Smára, svo og jafntefli Gođa og Stefáns. Markús er ađ hćkka ört á stigum ţessa dagana og sćyndi hvađ í honum bjó međ öruggum sigri. Gođi er enn stigalaus en jafntefli viđ reyndan skákmann međ yfir 1700 stig hlýtur ađ teljast mjög góđur árangur. Reyndar virtist Gođi hafa vinninginn í hendi sér rétt áđur en skákinni lauk, en ţegar Stefán fékk fćri til ađ fórna manni fyrir samstlćđ frípeđ Gođa var vinningurinn ekki lengur fyrir hendi. Önnur úrslit voru ađ mestu eftir bókinni, ef undan er skilinn sigur Eymundar, sem hefur átt mjög gott mót.
Andri er nú međ pálmann í höndunum fyrir lokaumferđina. Hann er međ fimm vinninga, hálfum meira en Eymundur, sem ekki teflir síđustu skákina og fćr hálfan vinning fyrir yfirsetu. Allmargir keppendur eru jafnir í ţriđja sćti međ fjóra vinninga, ţeir Markús Orri, Arnar Smári, Sigurđur og Hreinn.
Öll úrslit og stöđuna má ađ venju nálgast á chess-results. Röđun í lokaumferđinni liggur enn ekki fyrir en verđur birt á morgun.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.