Durrës; brotlending í þriðju umferð.

Nú fengum við aftur sterka sveit, þótt hæun virtist heldur viðráðanlegri en Tyrkirnir í fyrstu umferð. ROSK Consulting frá Litháen og umtasvert stighærri en við á öllum borðum. Samt var barist.  

Á fyrsta borði var Rúnar með hvítt og beitti leynivopni sínu gegn skilieyjarvörn (2. b3). Andtæðingur hans fékk þó snemma nokkuð þægilegt tafli og sýndi í framhaldinu hvað er á bakvið þessi 2586 stig sem hann skreytir sig með. Peðsvinningar og sókn jöfnum höndum og það dugði.

Á öðru borði kom liðstjórinn Stefán Bergsson nú ferskur inn og virtist fá ágætlega teflanlega stöðu með svörtu í einhverju 1.e4 e5 mixi. Mikið lagt á stöðuna eins og vænta mátti og sóknartilburðir umtalsverðir. Litháinn brá á það ráðað halda sæer sem fastast og kom sér upp óvinnandi vígi þar sem hann geymdi kóng sinn. Svo hirti hann nokkur peð á drottningarvæng og leitaði svo uppskipta. Þannig vinna menn skákir.  

Arnar kom inn sterkur á þriðja borði; mátti kljást við snjalla skiptamunsfórn andstæðingsins í franskri vörn og lenti sjáfur í vörn fyrir bragðið. Hann tiplaði þó fagmannlega eftir hengifluginu og hélt sér á lífi; jafntefli varð niðurstaðan. fjórða 

Á fjórða borði beitti Mikael Jóhann Nimzoindverskri vörn og fékk snemma þrönga stöðu. Hann sýndi þó mikið baráttuþrek og tókst lengi vel að halda sér á lífi; var jafnvel uppi með ýmsar hótanir. Læiklega var staða hans þó alltaf vandtefld og í gagnkvæmu tímahraki lenti kóngur hans á alvarlegum vergangi og beið bana. 

Áskell kom vel undirbúinn til leiks á fimmta borði, en andstæðingur hans tefldi bara allt aðra byrjun en teiknað var með. Einhverskonar kóngsindverkst hliðarafbrigði sem gamli maðurinn þekkti lítt til. Lenti því snemma þröngri stöðu með hvítu; vann að vísu peð en staðan götótt. Það saxaðist á tímann og hann tók á það ráð að fórna drottningu sinni fyrir tvo létta menn og vænlega sókarfæri - að því er virtist. Þetta reyndist þó tálsýn ein og ungi maðurinn sem við var að eiga sigldi skæakinni örugglega í höfn.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband