Haustmótiđ; ţrír efstir ţegar tvćr umferđir eru eftir.

Fimmta umferđ haustmótsins og línur ađeins farnar ađ skýrast. Nú verđur gert hlé í ţrjár vikur vegna Evrópumóts skákfélaga og Íslandsmóts skákfélaga. Sjötta umferđin á dagskrá ţann 18. október.
Í kvöld lauk skákinum á neđri borđum nokkuđ snemma.
Sigţór-Damian                  1-0
Gođi-Gabríel                   0-1
Jökull Máni-Natan              0-1

Nokkuđ öruggir sigrar í ţessum tilvikum, en helst kom á óvart tap Jökuls Mána fyrir Natan. Sá fyrrnefndi fórnađi manni fyrir tvö peđ og sókn (Bxh6; gxh6 og Dxh6) sem virtist vćnleg. Hann fann ţó ekki besta frranhaldiđ og leyfđi of mikil uppskipti; lenti í töpuđu endatafli. Fórnin var hinsvegar áhćttunnar virđi ţótt svona fćri. Fyrsti sigur Natans gegn „stigamanni“ sem alltaf er mjög mikilvćgt.
Ţegar ţessum skákum lauk voru skákirnar fjórar á efri borđum enn í miđjum klíđum og alls óvíst um úrslit.

Helgi Valur-Markús 0-1
Lundúnakerfiđ hjá Helga og ţung og róleg stöđubarátta lengi vel. Eftir vendingar á miđborđinu og töluverđ uppskipti kom upp endatafl međ hrókum og biskupum ţar sem hvítur hafđi tvo samstćđa frelsingja á drottningarvćng sem voru erfiđir viđureignar. Markús reyndi mótvćgisađgerđir á miđborđi, ţar sem hann var međ peđameirihluta. Helgi gerđi ţá ţau mistök ađ seilast eftir meinlausu svörtu peđi á e4 sem gaf Markúsi tćkifćri til ađ virkja hrók sinn og brjótast áfram međ d-peđiđ. Ţađ varđ ađ drottningu, sem og b-peđ hvíts, en nú var hvíti kóngurinn berskjaldađri en sá svarti og mát eđa stórfellt liđstap varđ ekki umflúiđ.  Heldur snautlegt tap hjá Helga Val en jafnframt góđur varnarsigur hjá Markúsi. Holl lexía fyrir báđa ţessa ungu kappa.

Arnar Smári-Hreinn 1-0
Ćskan og ellin hér eins og í fleiri skákum á ţessu móti. Arnar tefldi hvasst til sigurs gegn Sikileyjarvörn Hreins og var hrókađ á sitthvorn vćnginn. Hvítur gaf skiptamun til ađ efla sóknina og fékk í stađinn öflugt biskupapar.  Svarts beiđ ţađ hlutskipti ađ verjast og reyna ađ ná uppskiptum, auk ţess sem hann glímdi viđ yfirvofandi tímahrak.  Ţegar til kastanna kom reyndist stađa hans ekki nćgilega virk til ađ andćfa öflugu hvítu frumkvćđi og eftir ađ hann neyddist til ađ gefa drottninguna fyrir hrók til ađ forđast mát var öll nótt úti.

Sigurđur-Stefán 1-0
Kóngsindversk vörn og virtist svartur vera kominn međ jafnt tafl eftir byrjunina. Ţungu mennirnir voru enn á borđinu, auk riddara hjá svörtum sem virtist heldur liđugri en biskup hvíts. Sigurđur náđi ţó undirtökunum ţegar honum tókst ađ véla peđ af Stefáni, auk ţess sem hann gat skipt biskup sínum fyrir riddarann fyrrgreinda. Eftir ţetta sáu ţungu mennirnir um glímuna ţar sem hvítur hafđi meira rými. Tilraunir svarts til mótspils höfđu frekara liđstap í för međ sér og ţá var ekki ađ sökum ađ spyrja.

Andri-Eymundur 1-0
Hér kom einskonar katalóníubyrjun upp á teningnum. Svarta stađan var nokkru ţrengri, auk ţess sem hann var í vandrćđum međ biskupinn á c8. Svartur náđi skemmtilegum gagnfćrum međ b7-b5 leik á réttum tíma en gćtti sín ekki í framhaldinu og varđ ađ gefa skiptamun.Hann gat ţó huggađ sig viđ hraustlegt frípeđ á a-línunni. Sterkt miđborđ og yfirburđir í liđsafla nćgđu hvítum ţó til ađ sigla sigrinum í höfn, enda tíminn naumur hjá Eymundi til ađ finna bestu mótvćgisađgerđir.

Andri Freyr, Sigurđur og Arnar Smári eru ţá efstir međ fjóra vinninga, en Eymundur kemur nćstur međ 3,5. Stađan ađ öđru leyti og öll úrslit á chess-results.

Í sjöttu umferđ, (sem tefld verđur eftir hlé) munu ţessir eigast viđ:
Eymundur og Sigurđur
Gabríel og Andri
Markús og Arnar Smári
Hreinn og Valur Darri
Natan og Sigţór
Stefán og Gođi
Damian og Jökull Máni
Helgi Valur fćr Skottu
  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband