Úrslit jólamóta

Löng hefđ er fyrir ţví ađ halda hrađskákmót um jóladagana, Jólahrađskákmót SA. Ţessi mót voru firnafjölmenn fyrr á árum, oft á ţriđja tug keppenda.  Ţar sem samkomutakrakanir komu nú í veg fyrir hefđbundiđ mótahald fór mótiđ nú fram á Netinu, á mótavefnum Tornelo.com ţann 28. desember. Fimmtán keppendur hófu mótiđ og luku tólf ţeirra mótinu. Ţađ vill einkenna netmótin ađ fleiri keppendur heltast úr lestinni ţegar líđur á mót en ţegar holdiđ er til stađar. Ţá er afar sjaldgćft ađ ţetta gerist. Hér kemur mótstaflan:

Jmót 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér urđu sumsé fjórir keppendur efstir og jafnir. Ţeir deila ţví međ sér heiđursnafnbótinni "Jólasveinn SA 2020".  Ţetta mót var líka meistaramót félagsins í hrađskák (í stađ Hausthrađskákmótsins). Í ţeirri keppni sat Gauti Páll hjá, ţar sem hann er í öđru félagi. Hinir ţrír deila ţví meistaratitlinum, a.m.k. ađ sinni, en ţví varđ ekki komiđ viđ ađ tefla til úrslita um titilinn, sem annars hefur veriđ venja. Hvort af slíkri keppni verđur er óljóst.

Ţann 30. desember var svo komiđ ađ hinni árlegu Hverfakeppni, sem um langt árabil hefur veriđ tefld á ţessum degi. Lengi vel öttu fjórar sveitir kappi á ţessu móti og skipuđust menn í sveit eftir búsetu í bćnum. Hverfamörk voru ekki alltaf nákvćmlega ţau sömu, en dćmigerđ skipting gat veriđ ţannig ađ ein sveit kom út Glerárhverfi, í einni sameinuđust Eyrarpúkar og Innbćingar og tvćr sveitir komu af Brekkunni, gjarnan skipt um Ţingvallastrćti. Í seinni tíđ hefur bćnum veriđ skipt í tvennt, stundum um Glerá en svo hafa mörkin veriđ ađ fćrast suđur eftir ţví sem fjölgađ hefur syđst í bćnum. Í ţetta sinn var skipt um Ţingvallastrćti. Teflft var á vefnum Lichess.org og ţeir sem bjuggu utanbćjar fengu sveitfesti međ hliđsjón af síđasta heimilisfangi hér. Í ţetta sinn var ţátttakan ekkert yfirdrifin, en tvćr sex manna sveitir áttust ţó viđ. Hér má sjá úrslitin:

Suđurliđ  Norđurliđ 
Skipt um Ţingvallastrćti
Andri Freyr Björgvinsson29Rúnar Sigurpálsson21
Björn Ívar Karlsson22Pálmi Ragnar Pétursson16
Áskell Örn Kárason13Stefán Bergsson16
Óskar Long Einarsson12Símon Ţórhallsson13
Eymundur Eymundsson8Smári Ólafsson10
Sigurđur Eiríksson6Jóhann Skúlason8

 Eins og sjá má fóru ţeir Andri Freyr og Björn Ívar mikinn fyrir sunnanliđi og tryggđu ţví sigur 90-84 ţegar vinningar allra liđsmanna voru lagđir saman. 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband