Frá ađalfundi

Ađalfundur Skákfélagsins var haldinn sunnudaginn 9. september og fór ţar flest fram međ hefđbundnu sniđi. Formađur flutti skýrslu sína og gjaldkeri kynnti reikninga félagsins. Hvorutveggja hefur ţegar veriđ birt hér á síđunni. Nokkuđ var á fundinum rćtt um starfsemi liđins árs, en ţó eiknum um ţađ sem framundan er, en 100. starfsári félagsins fer nú í hönd og mun sá merki áfangi setja nokkuđ mark sitt á starfiđ.  Reikningar voru samţykktir án athugasemda og kemur ţar fram ađ reksturinn er í járnum og hefur félagiđ veriđ rekiđ hallalaust um árabil. 

Ný stjórn var kjörin; Áskell Örn Kárason endurkjörinn formađur og ţau Andri Freyr Björgvinsson, Pia Sigurlína Vinikka, Sigurđur Arnarson og Smári Ólafsson sömuleiđis endurkjörin. Haraldur Haraldsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Rúnar Sigurpálsson kjörinn í hans stađ. Eru Haraldi ţökkuđ farsćl störf fyrir félagiđ um árabil um leiđ og ljóst er ađ mikill fengur er ađ Rúnari í stjórnina, en hann er ekki međ öllu ókunnur stjórnarstörfum í félaginu. Stjórnin á enn eftir ađ skipta međ sér verkum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband