Dagskrá næstu vikna

Eins og lesendum er sjálfsagt kunnugt stendur nú yfir Skákþing Akureyrar-Landsbankamótið. Það setur mestan svip á dagskrá næstu vikna.

Eins og ævinlega eru skákæfingar fyrir börn og unglinga á mánudögum og miðvikudögum auk þess sem æskan og ellin eigast við á þriðjudögum.

Í kvöld, fimmtudaginn 6. febrúar fer fram 7. umferð skákþingsins. Hefst umferðin kl. 18.00

Sunnudaginn 9. feb. fer 8. umferðin fram og hefst hún kl. 13.00

Mánudaginn 10. febrúar er afmælisdagur Skákfélags Akureyrar. Þá verður opið hús frá kl. 20 þar sem skákfélagsmenn og velunnarar eru boðnir velkomnir. Líklegt er að slegið verði upp hraðskákkeppni með einhverju sniði. Þann sama dag verða tefldar tvær skákir í skákþinginu og hefjast þær kl. 18.00.

Fimmtudaginn 13. febrúar verður opið hús kl. 20. Þá verður fluttur skákfyrirlestur. Tvö þemu koma til greina. Annað hvort verður fjallað um skiptamunsfórnir eða um að fleyga borðið í tvennt með peðaframrás. Þetta verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Sunnudaginn 16. feb. fer lokaumferð Skákþings Akureyrar - Landsbankamótsins fram og hefst umferðin kl. 13.00  

Sunnudaginn 23. febrúar fer fram Hraðskákmót Akureyrar. Mótið hefst kl. 20.00

Síðan styttist í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem hefst 28. febrúar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband