Góður dagur hjá okkar mönnum

Í dag er fréttaritara kunnugt um tvo skákviðburði sem okkar menn tóku þátt í. Uppskeran er gull, silfur og brons.

Mikael Jóhann Karlsson er meistari Skákskóla Íslands og tekur við titlinum af Hjörvari Steini. Eins og fram kemur neðar á síðunni varð Mikael efstur ásamt Oliver Aroni Jóhannessyni og Jóni Trausta Harðarsyni með 5½ vinning af 7 mögulegum eftir meistaramót skólans um síðustu helgi. Í dag tefldu þeir einfalda umferð með atskák tímamörkum, 25+10.

Mikael Jóhann vann Oliver Aron í fyrstu umferð, jafntefli varð hjá Jóni Trausta og Oliver Aroni í 2. umferð en í þeirri þriðju bauð Mikael Jóhann jafntefli þegar hann mætti Jóni Trausta og var þá með vænlega stöðu. Jón Trausti þáði boðið og niðurstaðan því þessi:

1.      Mikael Jóhann Karlsson 1 ½ v. 2. Jóni Trausti Harðarson 1 v. 3. Oliver Aron Jóhannesson ½ v.  

Að auki fór fram skákkeppni á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri. Tefldar voru 9 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á hverja skák. Sigurvegari vað  Erlingur Þorsteinsson, UMF Fjölni, með 8 vinningum af 9 mögulegum. Okkar menn urðu síðan í 2. og 3. sæti og tefldu báðir fyrir UMFA. Þetta voru þeir Áskell Örn Kárason, sigurvegarinn frá því í hitteðfyrra og stöðubaráttujaxlinn Þór Valtýsson.

Öllum þessum keppendum er hér með óskað til hamingju, en nánar má lesa um afrek þeirra á skak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband