Skákir Júlíusar Bogasonar

Áskell Örn KárasonFyrsta fimmtudag í hverjum mánuđi eru haldnir frćđslufyrirlestrar hjá Skákfélagi Akureyrar. Fyrsta fimmtudag maí mánađar ber upp á fimmta dag mánađarins og ţá mun Áskell Örn Kárason fjalla um skákir Júlíusar Bogasonar (1912-1976). Júlíus var um áratugaskeiđ einn virkasti og öflugasti skákmađurinn hér í bć og mörgum minnisstćđur. Júlíus lét eftir sig mörg hundruđ skákir sem hann hafđi skráđ í skákskriftarbćkur á frá ţví snemma á 4. áratugnum og framyfir 1970. Áskell hefur ađ undanförnu veriđ ađ slá ţessar skákir inn í gagnagrunn og ćtlar á fimmtudagskvöldiđ ađ frćđa áheyrendur á ţví sem vakiđ hefur athygli hans viđ ţá iđju. Skákunnendur eru hvattir til ađ mćta í skákheimiliđ kl. 20, ekki síst ţeir sem mćttu Júlíusi viđ taflborđiđ á sínum tíma og hafa kannski frá einhverju ađ segja um manninn og skákmeistarann sem svo lengi setti svip sinn á norđlenskt skáklíf.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og er ađgangur ókeypis og öllum heimill međan húsrúm leyfir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband