Áskell efstur á skákæfingu
Mánudagur, 20. september 2010
Í kvöld var opið hús hjá Skákfélagi Akureyrar og ákváðu 10 manns að taka æfingu með fimm mínútna umhugsunartíma. Var tefld ein umferð, allir við alla. Svo fór að nýkjörinn formaður sigraði með fullu húsi eða alls 9 vinninga. Í 2. sæti varð hinn ungi Mikael Jóhann Karlsson með 6 vinninga
Úrslit:
Áskell Örn 9
Mikael Jóhann 6
Sigurður Arnarson 5,5
Haki, Tómas Veigar, og Smári 4,5
Guðmundur Freyr 4
Sigurður Eiríksson 3,5
Bragi Pálmason 3
Tómas Smári 0,5
Opið hús verður á hverju fimmtudagskvöldi í vetur í Íþróttahöllinni.
Meginflokkur: Fréttir | Aukaflokkur: Úrslit | Breytt s.d. kl. 14:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.