Jólahraðskákmótið 2009
Mánudagur, 20. september 2010
Jólahraðskákmótið fór fram sl. sunnudag. Úrslit urðu:
vinn. | |||
1. | Gylfi Þórhallsson | 11,5 | af 16. |
2. | Mikael Jóhann Karlsson | 10,5 | |
3. | Tómas Veigar Sigurðarson | 10,5 | |
4. | Guðmundur Freyr Hansson | 10 | |
5. | Jón Kristinn Þorgeirsson | 8,5 | |
6. | Sigurður Eiríksson | 8,5 | |
7. | Atli Benediktsson | 6,5 | |
8. | Haki Jóhannesson | 5,5 | |
9. | Haukur Jónsson | 0,5 |
Keppni var mjög jöfn. Eftir þrjár umferðir voru fimm keppendur efstir með tvo vinninga. Eftir fimm umferðir var Atli Benediktsson efstur með 3,5 v,. Í hálfleik var staðan þessi:
1. Tómas | 6 |
2. Mikael | 5,5 |
3. Guðmundur | 5 |
4. Gylfi | 5 |
5. Haki | 4,5 |
6. Atli | 4 |
7. Jón | 3,5 |
8. Sigurður | 2 |
9. Haukur | 0 |
Þegar fjórar umferðir voru eftir stóð Guðmundur best að vígi, var efstur með 9 v. og fjórar skákir eftir, Gylfi einnig með 9 v. en átti þrjár skákir eftir. Tómas með 8 v., Mikael og Jón Kristinn 7,5. Guðmundur átti kappi við þrjá efstu í lokaumferðunum og varð að lúta gras á móti þeim öllum. Mikael hafði heppnina með sér þegar hann dró silfrið.
Hverfakeppni er í kvöld og hefst kl. 20.00.
Á sunnudag 3. janúar er Nýárshraðskákmótið og hefst kl. 14.00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.