Jón Kristinn efstur eftir fyrri hluta atskákmótsins

Ţrjár fyrstu umferđir Atskákmóts Akureyrar voru tefldar í gćr. Eins og oft áđur var Jón Kristinn Ţorgeirsson ţar á sigurbraut og vann allar sínar skákir. Nćstir honum međ tvo vinninga koma ţeir Andri Freyr, Áskell, Smári og Tómas Veigar. Kristjan Hallberg hefur einn og lestina reka ţeir Haraldur og Gabríel Freyr sem enn eiga eftir ađ komast á blađ.  Mótinu verđur fram haldiđ á sunnudaginn kl. 13 ţegar fjórar síđustu umferđirnar verđa tefldar.

Atskákmót Akureyrar

atskákHiđ árlega Atskákmót Akureyrar hefst á morgun, fimmtudaginn 30.október kl. 18.00 og verđur fram haldiđ sunnudaginn 2. nóvember kl. 13.00.

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartími keppanda 25 mínútur á skák. Ţrjár umferđir verđa tefldar á fimmtudag og má búast viđ ađ ţriđju umferđ ljúki kl. 21.00. Á sunnudag verđa svo tefldar fjórar umferđir og lýkur mótinu um kl. 17.00.

Ţátttökugjald er kr. 1000, en ađ vanda ókeypis fyrir börn og unglinga sem greiđa ćfingagjöld.  Skráning er á stađnum frá kl. 17.30 og lýkur u.ţ.b. fimm mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar.


Símon sýnir klćrnar

afmaelismot_gylfa_015.jpgSímon Ţórhallsson, Skákfélagi Akureyrar, situr nú ađ tefli í EM ungmenna sem fram fer í Batumi í Georgíu eins og lesendur eflaust vita. Óhćtt er ađ segja ađ kappinn standi sig vel. Ţegar ţetta er ritađ eru úrslit kunn úr 7 umferđum. Í öllum umferđum hefur Símon teflt viđ andstćđinga sem eru töluvert stigahćrri en hann sjálfur. Samkvćmt styrkleikaröđun mótsins var hann í 77. sćti međ 1796 alţjóđleg skáksit. Nú vermir hann 49. sćti í sínum flokki međ 50% vinningshlutfall. Árangur hans samsvarar 2113 skákstigum og ef mótinu lyki núna fengi hann 101 stig! Óhćtt er ađ segja ađ ţađ er magnađur árangur.

Hinir íslensku keppendurnir eru:

Dagur Ragnarsson í 59. sćti í sínum flokki međ 2 vinninga

Oliver Jóhannesson í 32. sćti í sínum flokki međ 3,5 vinninga

Gauti Páll Jónsson, sérlegur vinur SA, sem er í 74. sćti međ 2,5 vinninga og 44,8 stig í plús.

 

Skákfélagiđ óskar öllum keppendum góđs gengis í lokaátökunum.

 


Sigurđur E, í stuđi

Í dag fór fram skákmót međ 15 mín. umhugsunartíma í Íţróttahöllinni ţar sem SA hefur höfuđstöđvar sínar. Sjö frćknir skákmenn tókust á og er skemmst frá ţví ađ segja ađ Sigurđur Eiríksson bar höfuđ og herđar yfir ađra keppendur í andlegu atgervi. Sigrađi...

15 mínútna mót

Á morgun, sunnudaginn 26. október, verđur haldiđ skákmót á vegum félagsins. Herlegheitin hefjast kl. 13.00 og tefldar verđa skákir međ fimmtán mínútna umhugsunartíma. Allir velkomnir

Jón Kristinn hrađskákmeistari SA

Hausthrađskákmótiđ var háđ í dag, 19. október. Tíu keppendur mćttu til leiks og telfdu einfalda umferđ. Ađ venju reyndist Jón Kristinn Ţorgeirsson fengsćll og vann allar sínar skákir. Úrslit: Jón Kristinn Ţorgeirsson 9 Áskell Örn Kárason og Sigurđur...

Opiđ hús á fimmtudagskvöld

Ađ venju er opiđ í Skákheimilinu á fimmtudagskvöldum - einnig ţann 16. október. Fyrirlsetur verđur ţó í styttra lagi vegna forfalla. En töflin eru á stađnum og allir velkomnir. Stjórnin

Haustmót SA - Arionbankamótiđ

Nú er lokiđ haustmóti Skákfélags Akureyrar, sem er meistaramót félagsins. Mótiđ er nú - eins og tvö undanfarin ár - haldiđ í samvinnu viđ Arionbanka, sem styđur myndarlega viđ mótshaldiđ. Í ţetta sinn voru níu keppendur skráđir til leiks, en einn hćtti...

Jón Kristinn náđi Símoni!

Eins og ráđ var fyrir gert áttust viđ nú í nćstsíđustu umferđ haustmótsins ungmennin Jokko og Símon. Dugđi ţeim síđarnefnda jafntefli til ađ fara langleiđina ađ sigri á mótinu. Sá fyrrnefndi ţurfti hinsvegar nauđsynleg á sigri ađ halda. Og ađ sjálfsögđu...

Óbreytt forysta á haustmótinu

Sjöunda umferđ var tefld í gćr, föstudag. Símon heldur áfram forystunni eftir sigur á Haraldi í stórbrotinni baráttuskák, ţar sem sókn og gagnsókn vógust á. Sigurđur Arnarson lćtur ţó ekki deigan síga í toppbaráttunni og lagđi Karl ađ velli. Sá...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband