Haustmótiđ; Eymundur einn međ fullt hús

Úrslit í ţriđju umferđ í gćrkveldi:
Eymundur-Stefán   1-0
Sigurđur-Andri    1/2
Helgi Valur-Hreinn 0-1
Arnar Smári-Valur Darri 1-0
Gođi-Markús   0-1
Damian-Gabríel   0-1
Sigţór-Jökull Máni 1-0

Fjórđa umferđ verđur tefld á sunnudag kl. 13 og ţá eigast ţessir viđ:
Hreinn og Eymundur
Markús og Andri
Gabríel og Sigurđur
Stefán og Arnar Smári
Natan og Helgi Valur
Valur Darri og Sigţór
Damian og Gođi
Jökull Máni situr yfir.

Eymundur er ţví einn efstur međ 3 vinninga og Hreinn nćstur međ 2,5. Stöđuna má sjá á chess-results.


Haustmótiđ; tveir međ fullt hús eftir tvćr umferđir.

Flestum skákum annarrar umferđar lauk nokkuđ snarlega eftir stutt vopnaviđskipti. Flestum var refsađ fyrir afleiki snemma tafls. Okkur endist ekki erindi fyrir langan pistil í ţetta sinn; en ađeins tvćr skákir voru spennandi í lokin. 
Sigurđur reyndi ađ ţjarma ađ Hreini en sá síđarnefndi gćtti vel ađ sér og loks var jafntefli ekki umflúiđ. Ţetta varđ samt lengsta skák umferđarinnar.  Sú nćstlengsta var skák Andra Freys og Arnars Smára ţar sem sá fyrrnefndi virtist fá gjörunniđ tafl snemma leika. Í fljótrćđi fórnađi hann ţó hrók fyrir ekkert og stefndi ţá í jafna baráttu um tíma, auk ţess sem báđir keppndur voru um ţađ bil ađ falla á tíma. Loks tókst ţó Andra ađ ná kóngsssókn sem dugđi. Öll úrslit:
Hreinn-Sigurđur     1/2
Stefán-Helgi Valur  1-0
Valur Darri-Eymundur 0-1
Andri-Arnar Smári    1-0
Markús-Sigţór        1-0
Natan-Gabríel        0-1
Jökull Máni-Gođi     0-1
Damian sat hjá. 

Ţriđja umferđ verđur tefld strax á morgun. Ţá eigast ţessir viđ:
Eymundur og Stefán
Sigurđur og Andri
Helgi Valur og Hreinn
Arnar Smári og Valur Darri
Gođi og Markús Orri
Damian og Gabriel
Sigţór og Jökull Máni
Natan situr hjá (bye)

Annars allt á Chess-results.

 


Haustmótiđ hafiđ

Haustmót Skákfélagsins hófst í gćr 17. september og lauk fyrstu umferđ nú í dag međ einni skák sem fresta ţurfti um sólarhring. Útslit:

Sigurđur-Markús 1-0
Fiachetto-afbrigđi Grünfeldsvarnbar ţar sem Markús fékk snemma ţrönga stöđu og veikleika á c6 og a6 sem erfitt reyndist ađ verja. Í miđtaflinu fórnađi hann skiptamun fyrir peđ í von um mótspil, en gat ekki stađist atlögu Sigurđar ađ kóngi sínum. Vel tefld skák hjá Sigurđi, sem ćtlar ađ fara vel af stađ í ţetta sinn.

Gabríel-Stefán 0-1
Gabríel tefldi c3-afbrigđiđ (Alapin) gegn Sikileyjarvörn Stefáns og fékk vćnlega stöđu í byrjun. Hann tefldi mjög hvasst til sóknar og fórnađi peđum í tilraun sinni til ađ knekkja á svarta kónginum. Stefán kann flestum betur ţá list ađ halda sér fast og stóđst atlöguna. Ţegar sóknarmáttur hvítu stöđunnar dvínađi náđi hann svo gagnsókn sem gerđi út um tafliđ. Hressilega tefld skák hjá Gabríel en kannski tefld af fullmkilli bjartsýni.

Eymundur-Jökull Máni 1-0
Máni hefur hvílt sig á skákinni um hríđ, en tekur nú til viđ tafliđ á nýjan leik. Hann gleymdi sér ađeins í byrjuninni í ţessari skák; gleymdi ađ taka á d4 í Sikileyjarvörn og lenti ţí fljótlega í afar kröppum dansi. Eymundur gaf engin griđ, braust upp e-línuna og tókst ađ vefa mátnet um svarta kónginn. Nokkuđ auđveldur sigur hjá Eymundi, sem ekki steig feilspor í sókninni.

Sigţór-Hreinn 0-1
Sigţór beitti ađ venju Grand-Prix árásinni gegn Sikileyjarvörn Hreins. Snemma skiptist upp á drottningum en riddarar Hreins voru ógnandi, hvor á sínum vćngnum og Sigţóri gekk illa ađ virkja menn sína. Hreinnbraust svo upp d-línuna međ hrók og svo fylgdu léttu mennirnir eftir. Kóngur Sigţórs hraktist út á g5 ţar sem hann varđ mát. 

Helgi Valur-Damian 1-0
Reyđfirđingurinn beitti Trompowski leikađferđinni í byrjun gegn Ţelamerkurpiltinum og fékk snemma nokkuđ ţćgilega stöđu. Kóngur Damians átti lítiđ skjól á vinstri vćngnum og kaus ađ flýja til hćgri međ 0-0-0. Ţar öryggiđ ţó lítiđ betra og hvíta drottning og svartreita biskup hvíts hjálpuđust ađ viđ ađ máta svarta ţjóđhöfđingjann. 

Arnar Smári-Natan 1-0
Natan Koziarski er 14 ára piltur sem er nýfluttur til Íslands frá Póllandi og tefldi nú sína fyrstu kappskák á ćvinni. Hann er nýlega farinn ađ ćfa skák og sýnir strax umtalsverđar framfarir.  Hann á ţó margt ólćrt, ekki síst í byjunum og sá ekki viđ göldrum andstćđingsins eftir 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bc4 Bc5 4.0-0 Rf6 5.d4?!?. Nú er svarta stađn vel teflandi eftir 5. - Bxd4, en óteflandi eftir 5.- exd4? 6.e5, sem var einmitt ţađ sem gerđist og reyndist hvítum eftirleikurinn auđveldur. 

Gođi Svarfdal-Valur Darri 0-1
Gođi var líka ađ tefla hér sína fyrstu kappskák, en Valur Darri á a.m.k. eitt mót ađ baki ţótt hann sé ungur ađ árum, en hann er yngstur keppenda á ţessu móti, fćddur 2012. Ţeir félagar tefldu skák sem lengi vel var gallalítil ogn án áberandi afleikja, enda var stađan lengi hnífjöfn og virtist ekkert nema jafntefli blasa viđ. Fífldjarft konungsferđalag Gođa í jöfnu hróksendatafli varđ honum ţó ađ fjörtjóni ađ ţessu sinni, kóngur hans lokađist í mátneti og mátti játa sig sigrađan. Nokkuđ óvćntur sigur yngsta keppandans, en fyllilega verđskuldađur. 

Önnur umferđ mótsins verđur tefld á miđvikudaginn og hefst kl. 18. Ţá kemur Andri Freyr til leiks, en hann tók yfirsetu í fyrstu umferđinni (af tillitssemi viđ KA). Ţá tefla saman:
Hreinn og Sigurđur
Stefán og Helgi Valur
Valur Darri og Eymundur
Andri og Arnar Smári
Markús og Sigţór
Natan og Gabríel
Jökull Máni og Gođi

 


Ađalfundur; fyrri stjórn endurkjörin. Símon vann startmótiđ.

Ađalfundur félagsins var haldinn 7. september sl. Engin stórtíđindi gerđust á fundinum, en dagskrá hans var hefđbundin skv. lögum félagsins. Fram kom ađ rekstur félagsins er í góđu jafnvćgi og starfsemin á síđasta ári blómleg í hófi, en ţó vaxandi...

Haustmótiđ hefst á sunnudaginn

Haustmót Skákfélagsins sunnudaginn 17. september kl. 13.00. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Fjöldi umferđa og fyrirkomulag getur ţó komiđ til endurskođunar ţegar fjöldi ţátttakenda liggur fyrir. Möguleiki verđur gefinn á yfirsetu,...

Skýrsla formanns um mót og ćfingar á nýliđnu starfsári

Inngangur Nýliđiđ skákár 2022-2023 var félaginu á margan hátt hagfellt. Takmarkanir vegna sóttvarna sem höfđu veriđ okkur fjötur um fót eru nú ađ baki svo mót og ćfingar gátu nú gengiđ eđlilega fyrir sig. Ţátttaka á skákmótum hefur reyndar ekki náđ fyrri...

Ađalfundarbođ

Ađalfundur Skákfélags Akureyrar verđur haldinn ţann 7. september nk. og hefst kl. 18.00. Á dagskrá eru venjulega og lögbundin ađalfundarstörf. Međal ţeirra er ađ reikningar félagsins fyrir síđasta reikningsár verđa lagđir fyrir, svo og skýrsla fráfarandi...

Barna- og unglingaćfingar ađ hefjast

Nú fer ađ styttast í ţađ ađ skákćfingar barna og unglinga fari ađ hefjast. Ćfingadagskráin lítur svona út: Almennur flokkur (yngri börn): Ćfingar á föstudögum kl. 16.30-18.00. Fyrsta ćfing verđur föstudaginn 25. ágúst. Framhaldsflokkur: Ćfingar á...

Símon vann ágústmótiđ

Mótstaflan: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1 Símon Ţórhallsson 0 1 1 1 1 1 1 1 7 2 Markús Orri Óskarsson 0 1 1 1 0 1 1 ˝ 5˝ 3 Rúnar Sigurpálsson 0 0 1 1 1 1 0 1 5 4 Stefán Arnalds 0 0 0 1 1 0 1 1 4 5 Stefán G Jónsson 0 0 0 0 1 1 1 1 4 6 Skafti Ingimarsson 0 1 0 0 0 1...

Áskell og Símon unnu júlímótiđ

Mótiđ fór fram fimmtudaginn 20. júlí og voru keppendur 11 talsins. Geysihörđ barátta var um sigurinn; ţeir Símon, Áskell og Mikael geystust fram úr öđrum keppendum ţegar ţeir unnu allar skákir sínar. Undir lokin hafđi Mikael nauma forystu, en hafnađi í...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband