Haustmótiđ; Andri Freyr efstur fyrir síđustu umferđ
Fimmtudagur, 19. október 2023
Sjöttu og nćstsíđustu umferđ haustmótsins lauk í gćrkveldi. Úrslit urđu ţessi:
Andri-Gabríel 1-0
Eymundur-Sigurđur 1-0
Markús-Arnar Smári 1-0
Hreinn-Valur Darri 1-0
Sigţór-Natan 1-0
Stefán-Gođi 1/2
Jökull Máni-Damian 1-0
Af ţessum úrslitum vekja mesta athygli annarsvegar sigur Markúsar gegn Arnari Smára, svo og jafntefli Gođa og Stefáns. Markús er ađ hćkka ört á stigum ţessa dagana og sćyndi hvađ í honum bjó međ öruggum sigri. Gođi er enn stigalaus en jafntefli viđ reyndan skákmann međ yfir 1700 stig hlýtur ađ teljast mjög góđur árangur. Reyndar virtist Gođi hafa vinninginn í hendi sér rétt áđur en skákinni lauk, en ţegar Stefán fékk fćri til ađ fórna manni fyrir samstlćđ frípeđ Gođa var vinningurinn ekki lengur fyrir hendi. Önnur úrslit voru ađ mestu eftir bókinni, ef undan er skilinn sigur Eymundar, sem hefur átt mjög gott mót.
Andri er nú međ pálmann í höndunum fyrir lokaumferđina. Hann er međ fimm vinninga, hálfum meira en Eymundur, sem ekki teflir síđustu skákina og fćr hálfan vinning fyrir yfirsetu. Allmargir keppendur eru jafnir í ţriđja sćti međ fjóra vinninga, ţeir Markús Orri, Arnar Smári, Sigurđur og Hreinn.
Öll úrslit og stöđuna má ađ venju nálgast á chess-results. Röđun í lokaumferđinni liggur enn ekki fyrir en verđur birt á morgun.
Íslandsmót skákfélaga - stuttur pistill
Ţriđjudagur, 17. október 2023
Í Rimaskóla í Reykjavík fór um helgina fram Íslandsmót skákfélaga 2023-24, fyrri hluti. Ţetta mót er hiđ stćrsta og fjölmennasta sem haldiđ er á landinu á hverju ári. Fjöldi félaga sendir liđ til keppni á mótinu og má ćtla ađ u.ţ.b. 300 manns taki ţátt í mótinu á hverju ári. Teflt er í fimm deildum, úrvalsdeild og svo deildum 1-4. Keppnin er tvískipt; fyrri hlutinn fer fram ađ hausti og síđari hlutinn síđla vetrar, yfirleitt í mars.
Skákfélagiđ sendi ađ ţessu sinni ţrjár sveitir til keppni. Ćtlunin var ađ senda fjögur liđ, en vegna forfalla ţurfti ađ fćkka ţeim í ţrjú. Skemmt er frá ţví ađ segja ađ allar sveitirnar náđu góđum árangri og berjast um sigur, hver í sinni deild.
A-sveit félagsins teflir í 1. deild (ţeirri nćstefstu). Sveitin vann ţrjár viđureignir af fjórum og gerđi jafnt í einni; er í öđru sćti á hćlunum af forystusveitinni frá Breiđabliki. Líklegt er ađ viđureign ţessara sveita í síđari hlutanum í vor skeri úr um ţađ hvor sveitin fćr ađ tefla í úrvalsdeild á nćsta tímabili.
B-sveitin teflir í annarri deild og hefur tekiđ forystuna ţar, unniđ ţrjár viđureignir og gert jafnt í einni. Flestir sigrar mjög öruggir og bar hćst sigur á b-sveit KR-inga í fjórđru umferđinni. Hér eru góđir möguleikar á sigri, eđa a.m.k. öđru af tveimur efstu sćtunum og ţá stökk upp í fyrstu deild ađ ári. B-sveit SA hefur löngum veriđ mjög öflug og vann meira ađ segja A-sveitina einusinni í deildakeppninni!
C-sveitin var ađ mestu skipuđ ungum iđkendum, en ţó tefldi nestor Sigurđur Eiríksson tvisvar á fyrsta borđi međ góđum árangri. Sveitin vann ţrjár fyrstu viđureignir sínar en laut í lćgra haldi fyrir langlangsterkustu sveit deildarinna, Dímoni, í fjórđu umferđ. Náđi ţó ađ vinna eina skák af Dímonunum (Markús Orri!), sem annars unnu allar ađrar skákir sínar á mótinu.
Í ţeim deildum sem hér rćđir um eru sveitir skipađar sex mönnum í hverri umferđ og ţarf 3,5 vinninga til sigurs í hverri viđureign, sem ţá gefur tvö stig.
Allnokkur stigagróđi rann inn í akureyrska stigahagkerfiđ um helgina; flest komu hjá C-sveitarmönnum. Af sigursćlustu liđsmönnum má nefna ţá Markús Orra Óskarsson, sem vann allar fjórar skákir sínar og ţá Andra Frey Björgvinsson, Harald Haraldsson og Sigurđ Eiríksson, sem fengu ţrjá og hálfan vinning af fjórum. Björn Ívar Karlsson tefldi ţrjár skákir og vann allar og Jón Kristinn Ţorgeirsson fékk ţrjá vinninga af fjórum. Ţórleifur Karlsson vann tvćr skákir og hlaut ţriđja vinninginn ţegar andstćđingur hans mćtti ekki til leiks. Ţessir allir eru taplausir (og reyndar nokkrir fleiri). Drýgst var stigaöflunin hjá Markúsi Orra sem hćkkar um rúm 50 stig fyrir frammistöđuna.
Ađ venju verđur síđari hlutinn háđur á vormánuđum 2024. Viđ bíđum öll spennt eftir síđustu ţremur umferđunum!
Haustmótiđ heldur áfram!
Mánudagur, 16. október 2023
Eftir hlé sem gert var á haustmóti félagsins vegna Evrópumóts skákfélaga og svo Íslandsmóts skákfélaga sem var háđ um nýliđna helgi, tökum viđ nú til viđ mótiđ á nýjan leik. Fimm umferđum af sjö er lokiđ og verđa tvćr síđustu umferđirnar tefldar á nćstu dögum. Sjötta umferđin er á dagskrá á miđvikudag 18. október og hefst kl. 18.
Stöđuna á mótinu má finna á chess-results, en mjög jafnt er á toppnum ađ tveimur umferđum óloknum.
Ţeir Andri Freyr Björgvinsson, Arnar Smári Signýjarson og Sigurđur Eiríksson hafa náđ í fjóra vinninga í fimm skákum, Eymundur Eymundsson hefur ţrjá og hálfan og Markús Orri Óskarsson, Hreinn Hrafnsson og Gabríel Freyr Björnsson hafa ţrjá vinninga. Einhver af ţessum mun hampa meistaratitlinum ađ mótinu loknu.
Í sjöttu umferđ tefla ţessir saman:
Eymundur og Sigurđur (ţessi skák er ţegar tefld og lauk međ sigri Eymundar).
Gabríel og Andri
Markús og Arnar Smári
Hreinn og Valur Darri
Natan og Sigţór
Stefán og Gođi
Damian og Jökull Máni
Helgi Valur situr hjá.
Lokaumferđin verđur svo tefld á sunnudag.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Durrës; góđ úrslit í fimmtu umferđ.
Fimmtudagur, 5. október 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Naumur sigur gegn Írum
Miđvikudagur, 4. október 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Durrës; brotlending í ţriđju umferđ.
Miđvikudagur, 4. október 2023
Evrópumót skákfélaga í Durrës; Makedónar lagđir ađ velli.
Mánudagur, 2. október 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópumót skákfélaga; Tyrkirnir of sterkir
Sunnudagur, 1. október 2023
Spil og leikir | Breytt 2.10.2023 kl. 20:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmótiđ; ţrír efstir ţegar tvćr umferđir eru eftir.
Miđvikudagur, 27. september 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórđa umferđ; Eymundur enn efstur
Sunnudagur, 24. september 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)