Hver verður skákmeistari Akureyrar 2016?

Þar sem þrír keppendur urðu jafnir í efsta sæti á nýliðnu Skákþingi Akureyrar þarf að heyja aukakeppni um titilinn. Nú hefur verið dregið um töfluröð í keppninni og verður telft til úrslita sem hér segir:

Miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17.00  Sigurður Eiríksson-Haraldur Haraldsson

Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 17.00   Jón Kristinn Þorgeirsson-Sigurður Eiríksson

Föstudaginn 26. febrúar kl. 17.00    Haraldur Haraldsson-Jón Kristinn Þorgeirsson

Hér er um kappskákir að ræða, 90 mínútur á keppanda og skák með 30 sekúnda viðbót fyrir hvern leik. Ef tveir eða þrír keppendur verða enn jafnir eftir þetta varða tefldar atskákir, einföld umferð. Ef enn verður jafnt verða tefldar hraðskákir, sömuleiðis einföld umferð. Loks verður baráttan útkljáð með bráðabanaskák, ef með þarf.   


Opið hús

Opið hús verður á fimmtudag 18 febrúar ,en fyrirlesturinn sem átti að verða fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka. gripið verður þá líklega til hraðskáksmót ef þess verður óskað svo er það Hraðskáksmót Akureyrar á Sunnudaginn kl 13:00

kv Stjórnin


Skákspeki fyrir frípeð á leið upp í borð

Þrennurnar tvær

Um þrískipta framvindu hverrar skákar og þrjá þætti sem hafa áhrif á stöðuyfirburði.

Ferli eða framvindu hverrar skákar er oft skipt í þrjú stig eða skeið. Það fyrsta er byrjunin, sem oftast eru uþ.b. 10-15 fyrstu leikirnir og teflendur – a.m.k. þeir sem hafa fengið þjálfun eða kynnt sér skákfræðin eitthvað – kunna utan að, tefla „úr bókinni“.  Í byrjun leggja teflendur oftast áherslu á að koma mönnum sínum út, ná tökum á miðborðinu og koma kóngi sínum í skjól – hróka.

Þegar byrjuninni lýkur tekur miðtaflið við. Þá eru teflendur að reyna að ná taki á andstæðingunum eða verjast spjótalögum hans, að nýta möguleika stöðunnar, s.s. að þvinga andstæðinginn til að veikja stöðu sína. Í miðtafli er mikilvægt að tefla eftir áætlun, sem að sjálfsögðu þarf að vera í anda stöðunnar. Sumum skákum lýkur þegar í miðtafli, einkum þar sem syyrkleikamunur teflenda er mikill, eða annar þeirra leikur hreinlega slæmum leik eða leikjum og gefst upp eða verður mát.

Margar skákir komast þó í gegnum miðtaflið og út í endatafl. Það sem fyrst og fremst einkennir endataflið er að vegna uppskipta hefur mönnum og peðum nú fækkað á borðinu og þeir sem eftir eru hafa meira olnbogarými. Algengt er að teflendur séu á þessu stigi að reyna að skapa sér frelsingja (peð sem á greiða leið upp í borð) og ná að vekja upp drottningu. Sá sem nær þeim árangri á undan andstæðingi sínum vinnur oftast skákina, því hann á mun auðveldara með að ná mátsókn en sá drottningarlausi. 

Skilin milli þessara þriggja skeiða í skák hverri eru ögn fljótandi og ekki alltaf alveg skýrt hvenær byrjun lýkur og miðtafl tekur við, eða hvenær staðan er orðin svo einföld að hún sé komin í endatafl. En þessi skipting undirstrikar engu að síður mismunandi áherslur og hrynjandi taflsins eftir því sem því vindur fram.

 

Þá er það hin þrennan, tími – rými – liðsafli.

Tími (tempo) er mikilvægur þáttur í þróun stöðunnar. Hvor teflandi getur aðeins leikið einum leik í einu og það er mikilvægt að leikurinn sé áhrifaríkur. Þegar sama manni er t.d. leikið oft í byrjun tafls er tíminn illa nýttur. Peði má t.d. leika fram um tvo reiti í upphafi í einum leik. Þannig nýtist tíminn betur en ef peði er aðeins leikið fram um einn reit – og svo aftur um einn. Þá eyðum við tveimur leikjum til að ná sömu stöðu og við gætum náð með einum leik. Tími er einkum mikilvægur í upphafi tafls (byrjun og fyrst í miðtaflinu). Sá sem ekki notar tímann vel á það á hættu að verða á eftir í liðskipan og að andstæðingur hans fái frjálsar hendur til að þróa sína stöðu og ná yfirburðum á borðinu.    Tími og frumkvæði er hér náskyld hugtök.

 

Rými er það að hafa pláss fyrir liðsaflann – yfirráðasvæði á borðinu. Sá sem hefur stærri hluta borðsins á valdi sínu á yfirleitt fleiri möguleika til að sækja að andstæðingnum – menn hans eru hreyfanlegri. Í byrjuninni er mjög hugað að rými og þar skipta yfirráð yfir miðborðinu mestu máli. Taflmaður á miðborði hefur oftast meira svigrúm en sá sem er staddur úti á jaðri borðsins. Þegar rými er lítið er staðan þröng og valkostir oft fátæklegir – mennirnir komast ekki á marga reiti.

Loks er það liðsaflinn. Í upphafi tafls standa teflendur jafnfætis, 8 peð og tveir af hverju, hrókum, biskupum og riddurum. Svo er það drottningin sem öflugust er en við hugsum ekki um kónginn sem liðsafla beinlínis. Meginreglan er – því fleiri og öflugri hermenn, þeim mun meiri sigurlíkur. Að vinna mann af andstæðingnum, svo ekki sé talað um heila drottningu, eykur sigurlíkur til muna. Eitt peð getur skipt sköpum, einkum eftir að komið er út í endatafl.

En allt er þetta afstætt og þarf að vegast hvert á móti öðru. Í sumum stöðum hefur tíminn lítið að segja og leika má mönnum fram og aftur án þess að það skaði. Í sumum þröngum stöðum býr líka sprengikraftur og yfirburðir í liðsafla mega sín stundum lítils ef annað vantar. Það gangar lítið að vera drottningunni yfir ef maður verður mát.  

 

 


Þrír efstir og jafnir á Skákþinginu!

Sjöunda og síðasta umferð Skákþings Akureyrar var tefld í gær. Jón Kristinn hafði vinningforskot fyrir umferðina og gat með jafntefli í skák sinni við Andra Frey tryggt sér annan Akureyrarmeistartitil sinn. Honum voru þó mislagðar hendur í skákinni;...

Skákþing Akureyrar

Á morgun sunnudag kl 13:00 verður tefld síðasta umferðin á skákþinginu. úrslit á fimmtudag . Hreinn hrafnsson - Símon Þórhallsson 1 - 0 Sigurður Eiríksson -Haraldur Haraldsson 0 - 1 Andri freyr Björgvinsson - Gabríel freyr 1 - 0 Staðan fyrir síðustu...

TM-mótaröðin

Í dag fór fram þriðja umferð TM-mótaraðarinnar. Fyrst tefldu 6 skákmenn tvöfalda umferð af hraðskák og síðan var einum skákmanni skipt út og þá var tefld ein umferð til viðbótar. Alls voru því 15 vinningar í boði. Í fyrri hlutanum fóru leikar svo að Jón...

Skákþing Akureyrar

Skákþing Akureyrar úrslit í 5. umferð Símon þórhallson -Sigurður Eiríksson 1-0 Haraldur Haraldsson-Andri Freyr Björgvinsson 1-0 Gabríel Freyr Björnsson - jón kristinn Þorgeirsson 0-1 Hreinn sat yfir . Jón Kristinn hefur tekið toppsætið með 4.vinninga af...

TM mótaröðin 3

Á sunnudag kl 13:00 er gert hlé á Skákþinginu og verður 3.umferð í mótaröðinni og eru allir velkomnir og endilega allir að mæta. Efstur er Símon sem hefur unnið bæði mótin til þessa . Símon þórhallsson 19. vinninga Haraldur Haraldsson 15 vinninga Jón...

Eiríksson efstur á skákþinginu

Í dag var tefld fjórða umferð á Skákþingi Akureyrar. Leikar fóru sem hér segir: Sigurður Eiríksson-Hreinn Hrafnsson 1-0 Jón Kristinn Þorgeirsson-Haraldur Haraldsson 1-0 Andri Freyr Björgvinsson-Símon Þórhallsson 1-0 Sigurður Eiríksson hefur unnið allað...

Skáknámskeið

Skáknámskeið fyrir fullorðna verður haldið í skákheimilinu Íþróttahöllinni fyrir byrjendur og skemmra komna. æfingarnar verða á Þriðjudagskvöldum kl 20:00 til 21:30 og byrjar 2 febrúar og er í 4 skipti ath : meðfylgjandi auglýsingu í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband