Fyrsta umferđ skákţingsins.
Mánudagur, 15. janúar 2024
Skákţing Akureyrar hófst í gćr, ţann 14. janúar. Ellefu keppendur mćttu til leiks. Útslit urđu sem hér segir:
Gođi-Vjatsjeslav 1-0
Ýmir-Valur Darri 1-0
Damian-Markús 0-1
Eymundur-Kristian 1-0
Sigţór-Stefán 0-1
Sigurđur tók yfirsetu 1/2
Önnur umferđ fer fram sunnudaginn 21. janúar. Ţá leiđa ţessir saman sína hesta:
Stefán og Gođi
Markús og Eymundur
Sigurđur og Ýmir
Vjatsjeslav og Sigţór
Kristian og Damian
Valur Darri tekur yfirsetu (1/2)
Endurbćtur á húsnćđi Skákfélagsins
Miđvikudagur, 10. janúar 2024
Eins og félagsmenn og iđkendur hafa vafalaust tekiđ eftir, ţá er Skákheimiliđ - ţótt gott sé - ekki međal íburđarmestu félagsheimila. Líklega er húsnćđiđ nú nákvćmlega eins og ţađ var gert úr garđi viđ byggingu Íţróttahallarinnar fyrir rúmum fjörutíu árum - nema ţađ ađ att innanstokks er orđiđ eldra og lúnara. Félagiđ hefur um hríđ kallađ eftir ţví viđ húseigandann - Akureyrarbć - ađ endurbćtur verđi gerđar á ađstöđu félagsins. Ţađ erindi hefur fengiđ ágćtis undirtektir, en framkvćmdir látiđ standa á sér. Nú gerist ţađ međ skömmum fyrirvara ađ verka- og iđnađarmenn eru klárir í slaginn og okkur gert ađ rýma ađstöđuna hiđ fyrsta svo endurbćtur geti hafist. Viđ ţurfum ţví ađ flytja okkur um set og hugsanlega ađ breyta eitthvađ dagskránni hjá okkur. Ţetta ţýđir eftirfarandi:
1. Barna- og unglingaćfingar halda áfram skv. auglýstri dagskrá, en frá fimmtudeginum 18. janúar, flytjast ţćr í Rósenborg. Viđ verđum á neđstu hćđinni, gengiđ inn ađ austan. Ađstađan er ađ sönnu heldur lakari en í Skákheimilinu, en viđ sćttum okkur viđ ađ ţetta er tímabundiđ ástand; a.m.k. standa vonir til ţess ađ viđ getum flutt aftur í nýtt og glćsilegt Skákheimili eftir páska.
2. Mótahald er í töluverđri óvissu eins og er. Viđ hittumst í Skákheimilinu á morgun, 11. janúar og höldum okkur viđ upphafsumferđ Skákţings Akureyrar (meira um ţađ seinna), sunnudaginn 14. janúar, en skođum eftir ţađ vel og vandlega hvernig öllu verđur sem best fyrir komiđ. Ţađ er ekki óhugsandi ađ dagskrá SŢA breytist (umferđum seinki), en sú ákvörđun hefur ekki enn veriđ tekin. Barnamót sem áformađ var laugardaginn 20. janúar getur vonandi fariđ fram, en ţađ verđur stađfest fljótlega eftir nćstu helgi.
Ţetta mun vissulega hafa ýmis óţćgindi í för međ sér og viđ höfđum til sveigjanleika og ţolinmćđi allra iđkenda okkar. Ađ lokum fáum viđ umbun erfiđisins međ nýju og nútímalegu Skákheimili. Ţá verđur nú gaman ađ vera til.
Spil og leikir | Breytt 11.1.2024 kl. 12:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákţing Akureyrar hefst 14. janúar nk.
Ţriđjudagur, 2. janúar 2024
- Skákţing Akureyrar
hefst sunnudaginn 14. janúar kl. 13.00.
Teflt verđur í Skákheimilinu í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg.
Fyrirkomulag: Tefldar verđa sjö umferđir skv. svissnesku kerfi. Leyfđar eru tvćr yfirsetur í mótinu, ţó ekki í lokaumferđinni.
Sigurvegarinn mun hljóta sćmdarheitiđ Skákmeistari Akureyrar 2024.
Mótiđ er öllum opiđ, bćđi ungum sem gömlum.
Umhugsunartími verđur 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90+30).
Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 5.000 fyrir ađra. Ţátttaka er ókeypis fyrir ţá unglinga sem greitt hafa ćfingagjald.
Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.
Skráning er í netfangiđ askell@simnet.is eđa á facebook síđu Skákfélags Akureyrar. Einnig er hćgt ađ skrá sig á skákstađ eigi síđar en 15 mínútum fyrir upphaf fyrstu umferđar.
Dagskrá í verđur sem hér segir: (ath. ađ fjöldi umferđa er óviss ţar til lokaskráning liggur fyrir.)
- umferđ sunnudaginn janúar kl. 13.00
- umferđ fimmtudaginn janúar kl. 18.00
- umferđ sunnudaginn janúar kl. 13.00
- umferđ fimmtudaginn janúar kl. 18.00
- umferđ sunnudaginn 28 .janúar 13.00
- umferđ fimmtudaginn 1 .febrúar 18.00
- umferđ sunnudaginn febrúar kl. 13.00
Fyrivari um fyrirkomulag: Ţegar fjöldi keppenda liggur fyrir getur mótsstjóri gert minniháttar breytingar á dagskrá og fyrirkomulagi til ađ auđvelda framkvćmd mótsins.
Ţátttaka í mótinu er öllum heimil en Skákmeistari Akureyrar getur ađeins sá orđiđ sem er búsettur á Akureyri og/eđa er fullgildur félagi í Skákfélagi Akureyrar.
Núverandi Skákmeistari Akureyrar er Rúnar Sigurpálsson.
Áskell vann nýjársmótiđ
Ţriđjudagur, 2. janúar 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skyrgámar unnu hverfakeppnina
Laugardagur, 30. desember 2023
Símon jólasveinn SA
Fimmtudagur, 28. desember 2023
Mótahald á nćstunni.
Sunnudagur, 17. desember 2023
Spil og leikir | Breytt 20.12.2023 kl. 11:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23 keppendur á Jóla(pakka)móti
Sunnudagur, 17. desember 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Atskákmótiđ; Áskell hékk á titlinum.
Sunnudagur, 3. desember 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Atskákmót Akureyrar hefst 30. nóvember, kl. 18.00.
Miđvikudagur, 29. nóvember 2023
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)