Tvö stelpuskákmót
Ţriđjudagur, 21. janúar 2025
Skák er kennd reglulega í ţremur grunnskólum á Akureyri og stundum brugđiđ á leik og haldin skákmót.
Ţann 15. janúar sl. var haldiđ skákmót fyrir stelpur í Lundarskóla, 4-7. bekk. Alls mćttu 19 stelpur til leiks og tefldu hrađskák, fjórar umferđir. Harpa Hrafney Karlsdóttir úr 6. bekk vann allar sínar skákir og ţar međ mótiđ. Elín Stefanía Sigurđardóttir úr 4. bekk varđ önnur og jafnar í ţriđja sćti Unnur Birna Valdez (6.bk), Selma Rós Hjálmarsdóttir (5.bk) og Ţórkatla Andradóttir (4. bk).
Ţann 20. janúar var svo haldiđ mót fyrir stelpur í 5-7. bekk Brekkuskóla međ sama fyrirkomulagi. Ţar mćttu 16 stelpur til leiks. Yrsa Sif Hinriksdóttir úr 7. bekk vanna allar sínar skákir og ţar međ mótiđ. Jafnar í öđru sćti urđu Sóldögg Jökla Stefánsdóttir og Ragnheiđur Valgarđsdóttir.
Í framhaldinu er svo stefnt ađ ţví ađ halda sameiginlegt mót ţar sem stelpur úr báđum ţessum skólum leiđa fram hesta sína (og biskupa). Ţađ verđur haldiđ í Skákheimilinu á skákdaginn sjálfan, 26. janúar og hefst kl. 13.
Ţriđja umferđ; Sigurđur vann toppslaginn
Sunnudagur, 19. janúar 2025
Ţriđja umferđ, sem tefld var í dag, 19. janúar, var međ daufasta móti. Ađ hluta til má rekja ţađ til forfalla vegna veikinda, en fresta varđ skákum Markúsar og Vals Darra, svo og skák Gođa og Sigţórs.
Á efstu borđum áttust nú viđ reyndustu keppendurnir, sem flestir eiga áratuga skáksögu ađ baki. Hugsanlega bar reynslan ţá Karl og Smára ofurliđi, eđa friđaređliđ náđi tökum á ţeim, ţví ţeir sömdu um skiptan hlut eftir ađeins 19 leiki, ađ sönnu í hnífjafnri stöđu. Hin reynsluboltaskák var milli Sigurđar fyrrum sýslumannsfulltrúa og eđlisfrćđingsins Stefáns, sem unnuđ hafđi báđar skákir sínar til ţessa. Ţarna var ađ sönnu ţungt lagst á árar og virtst Stefán, sem hafđi svart ná ađ jafna tafliđ fremur auđveldlega. Krćkti hann í peđ í miđtaflinu og brást Sigurđur viđ međ ţví ađ flćkja tafliđ sem mest hann mátti. Saxađist nú á tíma beggja, einkum Stefáns. Flćkjurnar dugđu Sigurđi til ađ endurheimta peđiđ og svo var kóngur Stefáns orđinn heldur berskjaldađur. Í tímahrakinu lék hann svo af sér frípeđinu sem hann hafđi sett allt sitt traust á og eftir ţađ mátti hann sín lítils gegn málafylgju lögfrćđinsinssem hafđi sigur í málinu međ tveimur samstćđum frípeđum. Ţar međ skaust hann fram úr eđlisfrćđingnum og náđi efsta sćtinu.
Međan á ţessu gekk tefli ćskan hratt og ónákvćmt í skák Björgvins og Baldurs. Fyrst lék Baldur af sé manni og stóđ ţá afar höllum fćti. Ţađ kom ţó ekki ađ sök, ţví skömmu síđar lék Björgvin af sér heilum hrók og eftir ţađ varđ tafli hans ekki bjargađ. Ţeim lá mikiđ á, ungu mönnunum og stóđ klukka beggja nálćgt 1:30 ađ loknum 62 leikjum sem ţađ tók ţá ađ ljúka skákinni. Fengu ţeir föđurlegar ákúrur skákstjóra eftir skákina fyrir ţetta óđagot.
Öllu rólegra var yfirbragđiđ í skák ţeirra Eymundar og Benedikts. Sá síđarnefnd mátti brjótast til byggđa innan úr Hörgárdal í snjókomu og ţćfingsfćrđ, en lét ţađ ţó ekki hindra sig í ţví ađ bregđa fyrir sig franskri vörn. Fékk hann prýđisgóđa stöđu og lengi vel virtist skákin í jafnvćgi; mönnunum fćkkađi smátt og smátt á birđinu og upp kom endatafl ţar sem báđir höfđu tvo hróka; Bensi valdađ frípeđ en Mundi einu opnu línuna á borđinu. Eftir 35 leiki sáu ţeir félagar enga lausn á vanda stöunnar en ađ semja jafntefli. Ţađ var ţó kannski heldur vafasöm heldur vafasöm ákvörđun ţar sem E. Lúther (sem stýrđi hvítu mönnunum) átti ţvingađ mát í lokastöđunni og ţađ í ađeins tveimur leikjum. Svona getur nú friđsemdin fariđ međ menn!
Ţar sem ţriđju umferđ er ekki ađ fullu lokiđ er stađan í mótinu ekki alveg ljós. Ţó vitum viđ ađ Sigurđur Eiríksson er einn í efsta sćti međ 2,5 vinninga en ţeir Stefán, Karl og Smári hafa 2 og gćti a.m.k. einn til viđbótar bćst í ţann hóp. Röđun í 4. umferđ, sem tefld verđur miđvikudaginn 22. janúar kl 18, liggur líklega ekki fyrir fyrr en síđdegis á morgun, ţann 21.
Spil og leikir | Breytt 20.1.2025 kl. 16:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákţingiđ: Stefán einn í forystu.
Miđvikudagur, 15. janúar 2025
Ađeins fjórar skákir voru tefldar í 2. umferđ í kvöld. Bćđi komu til yfirsetur og hin margfrćga ekkjufrú Skotta (sem gerir jafntefli í sínum skákum í ţessu móti), auk ţess sem einn keppandi forfallađist á síđustu stundu og mćtti ţví ekki til leiks.
Af hinum tefldu skákum er ţađ helst ađ frétta ađ báran var stigin afar ţunglega í skák Smára og Sigurđar. Sá síđarnefndi setti snemma upp ísfirskan biskup á b7 sem virtist óviđráđanlegur, jafnvel fyrir marghertan leigubílstjóra. Ţvćldist sá eyfirski um hríđ í ađeins lakari stöđu og brátt ruddust hinir ţungu menn Sigurđar međ hjálp af biskupnum inn á kóngsstöđu taxidrćversins úr Stađarbyggđinni. En kóngur hans slapp á hlaupum suđur allan fjörđ og nú fóru ísfirsku kallarnir ađ grípa í tómt. Snörist ţá tafliđ viđ og Smári (sá eyfirski) virtist hafa tafliđ í hendi sér. En ţegar honum förlađist náđi ísfirski guđsmađurinn aftur ađ láta til sín taka og um síđir fundu menn ekki önnur ráđ en ađ ţrátefla. Stóđu ţá báđir laklega eins og stundum er sagt. Stóđ ţessi skák lengst allra og var stórbrotin.
Sigţór missté sig snemma í skákinni viđ Markús og mátti gefa mann í upphafi miđtafls. Eftir ţađ var ekki ađ sökum ađ spyrja og Akureyrarmeistarinn knúđi fram sigur af öryggi ţótt ţađ tćki sinn tíma.
Stefán átti harma ađ hefna gegn Benedikt frá ţví í bođsmótinu. Hér mćttust ţví aftur fulltrúar hinna merku ţveráa Eyjafjarđardala (Munka- og Bćgis-); miklir andans menn sem draga dám af sínum fćđingarstöđum. Enda bar taflmennskan andríki ţeirra greinilegan vott. Báđir tefldu af krafti, en skyndilega skellti svört munkadrottning (ekki nunna samt) sér inn í Bćgisárstöđuna og svo fylgdu tveir hrókar. Ţegar öđrum ţeirra var fórnađ og hinn bjó sig undir sömu örlög var Paradísarmissir Benedikts fullkomnađur og hann mátti gefast upp. Var ţá hefnt fyrir umrćtt tap á bođsmótinu.
Af Kussungsstađaćtt var svo mćttur Valur Darri (stundum nefndur Val-dari) og atti kappi viđ hálfnafna siđbótarklerksins alkunna, Eymund Lúther. Sá fyrrnefndi tefldi hvasst međ hvítu mönnunum og fórnađi peđi snemma tafls. Lúther svarađi ţví af yfirvegun og gćtti ţess ađ veikja ekki stöđu sína. Upp kom endatafl ţar sem svartur (E. Lúther) hafi klárt frumkvćđi og hćttulegan frelsingja, en Kussungstađakappinn kunni sína lexíu (virkja kónginn!) og ţegar ţjóđhöfđinginn kom á vettvang voru dagar frelsingjans taldir. Ţá bauđ Eymundur jafntefli sem var ţegiđ.
Smári-Sigurđur 1/2
Benedikt-Stefán 0-1
Valur Darri-Eymundur 1/2
Sigţór-Markús 0-1
Gođi-Karl 0-1 (hvítur mćtti ekki)
Stefán ţví einn efstur međ fullt hús ađ tveimur umferđum loknum, en Smári, Sigurđur og Karl hafa einn og hálfan. Ađrir hafa fćrri vinninga.
Nćst verđur teflt á sunnudag.
Ţá eigast ţessir viđ:
Sigurđur og Stefán
Karl og Smári
Markús og Valur
Eymundur og Benedikt
Björgvin og Baldur
Gođi og Sigţór
Tobias situr yfir
Chess-results.comhttps://chess-results.com/tnr1098985.aspx?lan=1&art=2&rd=3
Spil og leikir | Breytt 16.1.2025 kl. 16:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta umferđ SŢA; bókin hikstađi ađeins
Sunnudagur, 12. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt 13.1.2025 kl. 09:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákţing Akureyrar, hiđ 88. í röđinni!
Laugardagur, 4. janúar 2025
Ný mótaáćtlun
Laugardagur, 4. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt 6.1.2025 kl. 17:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Símon vann nýjársmótiđ
Föstudagur, 3. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mót á sunnudag kl. 13.00
Föstudagur, 3. janúar 2025
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákţing Akureyrar hefst sunnudaginn 12. janúar
Ţriđjudagur, 31. desember 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverfakeppnin: jafnt á öllum vígstöđvum!
Mánudagur, 30. desember 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)