Haustmót; Áskell og Markús efstir fyrir lokaumferđina
Fimmtudagur, 3. október 2024
Fjórđu umferđ haustmótsins lauk í kvöld. Úrslit:
Smári-Karl (tefld í gćrkvöldi) 0-1
Stefán-Áskell 0-1
Markús-Sigurđur 1-0
Nokkuđ hrein úrslit. Smára mistókst ađ nýta sér frumkvćđi hvítu mannanna og lenti í vörn í miđtaflinu. Flétta hans í ţeim tilgangi ađ létta á stöđunni og vinna peđ reyndist tálsýn og hann tapađi manni og skákinni skömmu síđar.
Áskell fékk snemma vćnlega sóknarstöđu og Stefán lenti í erfiđri vörn sem áendanum leiddi til taps.
Markús stýrđi hvítu mönnunum nokkuđ örugglega til sigurs; skipti upp í vćnlegt endatafl og vann ţađ nokkuđ örugglega.
Lokaumferđin verđur tefld fimmtudaginn 10.október, en nú stefna flestir ţátttakenda til Reykjavíkur ţar sem fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram um helgina. Í lokaumferđinni eigast ţessir viđ:
Karl og Markús
Áskell og Smári
Sigurđur og Stefán.
Ţeir Áskell og Markús eru efstir međ ţrjá vinninga, en Karl og Smári hafa tvo. Ţví gćti sú merkilega stađa komiđ upp aö ţeir fjórir yrđu jafnir í efsta sćti eftir lokaumferđina!
Sjá annars allt á chess-results.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórn félagsins endurkjörin á ađalfundi.
Mánudagur, 30. september 2024
Ađalfundur Skákfélags Akureyrar var haldinn 26. september sl. Ţetta var rólegheitafundur og lítiđ um sviptingar. Formađur kynnti skýrslu sína um starfsáriđ sem var ađ ljúka, (skýrsluna má finna hér á heimasíđunni) og gjaldkeri lagđi fram ársreikning. Ţar kom fram ađ rekstur félagsins er í jafnvćgi, lítilsháttar tekjuafgangur af síđasta fjárhagsári. Eignir félagsins nema nú rúmlega 8 milljónum króna, í fjármunum og búnađi. Voru reikningar samţykktir samhljóđa.
Öll fráfarndi stjórn gaf kost á sér til endurkjörs og var samţykkt án mótatkvćđa. Hana skipa Áskell Örn Kárason (form:), Rúnar Sigurpálsson, Smári Ólafsson, Andri Freyr Björgvinsson, Óskar Jensson og Stefán Steingrímur Bergsson. Form. er kjörinn sérstaklega, en ađ öđru leyti á stjórnin eftir ađ skipta međ sér verkum. Frést hefur ađ verkaskipting verđi ađ mestu óbreytt frá fyrra ári.
Haustmótiđ; ţrír jafnir í efsta sćti!
Sunnudagur, 29. september 2024
Úrslit dagsins:
Markús-Stefán 1/2
Sigurđur-Smári 0-1
Karl-Áskell 0-1
Sviptingarskákir, einkum tvćr ţćr fyrstnefndu. Markús spennti bogann of hátt í miđtaflinu og lenti í töpuđu hróksendatafli. Hann varđist ţó vel og náđi ađ ţvinga fram jafntefli eftir mistök andstćđingsins.
Sigurđur og Smári tefldu ţunga baráttuskák og eftir laglega hnykk í miđtaflinu fékk Sigurđur hartnćr unniđ tafl. Hann var ţó í vandrćđum međ ađ finna gott framhald og missti skákina niđur í hróksendatafl ţar sem kóngur svarts geystist fram á völlinn og knúđi fram sigur fyrir Smára.
Áskell fékk snemma ţćgilegt tafl međ svörtu og tókst ađ ná fram sigri, ţrátt fyrir harđvítuga andspyrnu Karls.
Ţegar ţremur umferđum af fimm í ţessari úrslitakeppni er lokiđ eru ţeir Markús, Smári og Áskell jafnir í efsta sćti međ tvo vinninga, en Stefán kemur nćstur međ einn og hálfan. Í fjórđu umferđ, sem tefld verđur nk. fimmtudag eigast ţessir viđ:
Stefán og Áskell
Smári og Karl
Markús og Sigurđur
Haustmótiđ - ţriđja umferđ úrslitanna í dag
Sunnudagur, 29. september 2024
Úrslit haustmótsins: Markús tók forystuna
Ţriđjudagur, 24. september 2024
Skýrsla formanns fyrir starfsáriđ 2023-24
Ţriđjudagur, 24. september 2024
Spil og leikir | Breytt 26.9.2024 kl. 20:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmótiđ - framhald
Sunnudagur, 15. september 2024
Spil og leikir | Breytt 23.9.2024 kl. 15:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Síđbúin frétt; Rúnar og Sigurjón unnu startmótiđ
Sunnudagur, 15. september 2024
Ađalfundur 26. september
Sunnudagur, 15. september 2024
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Undanrásum lokiđ - hart barist um sjötta sćtiđ!
Laugardagur, 14. september 2024