Skemmtileg stelpuhelgi. Harpa stúlknameistari.
Miđvikudagur, 21. maí 2025
Dagana 17. og 18. maí efndum viđ til "stelpuhelgi" í Skákheimilinu og fengum Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur varaforseta SÍ og kennara viđ Skákskólann í liđ međ okkur. Á laugardeginum var haldin vegleg ćfing og mćttu 12 stúlkur á aldrinum 9-12 ára. Ţćr létu vel af ćfingunni og ekki skemmdi fyrir ađ fá gómsćta pizzuveislu í lokin. Daginn eftir var svo haldiđ "Stúlknameistaramót Akureyrar" međ 8 ţátttakendum. Ţar reyndist hin margherta Harpa Hrafney Karlsdóttir hlutskörpust og vann allar sínar skákir, sjö ađ tölu og er ţar međ fyrsta stúlkan um langt árabil sem hampar ţessum titli. Nćst henni kom Sóldögg Jökla Stefánsdóttir međ sex vinninga og ţriđja varđ Ragnheiđur Valgarđsdóttir međ fimm. Allar eru ţessa telpur fćddar áriđ 2013 og bara nokkuđ iđnar viđ kolann. Vonandi tekst okkur ađ halda merki kvennaskákar áfram á lofti hér fyrir norđan og var heimsókn Jóhönnu mikil hvatning í ţá átt
Starfsemin framundan
Föstudagur, 9. maí 2025
Ćfingar og mót ţađ sem lifir maímánađar:
Ćfingar í almennum flokki kl. 16:45-18:00 12. maí og 19. maí. Vormótiđ verđur svo 26. maí.
Ćfingar í framhaldsflokki kl. 14:30-16:00 13. maí, 22. maí og 27. maí.
Sérstök stelpućfing međ Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur verđur 17. maí kl. 13:00
Opnar ćfingar sem veriđ hafa á fimmtudögum eru komnar í sumarfrí.
Mót sem hér segir:
Miđvikudaginn 14. maí kl. 18:00, atskák 8-3
Sunnudaginn 18. maí kl. 13:00, stúlknameistaramót Akureyrar.
Mánudaginn 19. maí kl. 20:00, hrađskákmót 4-2. Reiknađ til stiga.
Miđvikudaginn 21. maí kl. 18:00, atskák 8-3. Reiknađ til stiga.
Mánudaginn 26. maí kl. 16:45, vormót barna.
Ţriđjudaginn 27. maí kl. 20:00, BSO-mótiđ, hrađskák 4-2. Reiknađ til stiga.
Svo viljum viđ minna okkar fólk á hiđ einstćđa 100 ára Afmćlismót Skáksambands Íslands á Blnduósi dagana 15-21. júní. Skákfélagiđ hefur ţegar tekiđ frá gistipláss í tveimur fjögurra manna skálum í Glađheimum. Ţetta mót verđur allt í senn, alţjóđlegt skákmót og Íslandsmót í ýmsum flokkum, ungra og gamalla.
Svo má segja frá ţví ađ nú um helgina, 10-11. maí munu öldungar úr SA (međ liđsstyrk nokkurra öldunga frá öđrum landsbyggđum) etja kappi viđ jafnaldra sína úr Reykjavík á Hótel Laugarbakka í Miđfirđi. Ţar er liđsstjóri okkar sem fyrr Karl Egill Steingrímsson.
Markús páskameistari
Mánudagur, 21. apríl 2025
Hiđ árlega páskahrađskákmót félagsins var haldiđ í dag, annandag páska. Alls mćttu fimmtán keppendur til leiks, ungir sem aldnir, eins og venja er til á mótum félagsins. Tefldar voru 9 umferđir eftir svissnesku kerfi. Ţrír keppendur skáru sig nokkuđ úr á mótinu; innbyrđis úrslit í skákum ţeirra réđu öllu um niđurstöđuna ţar sem ţeir unnu allar skákir gegn öđrum ţátttakendum. Markús og Rúnar gerđu jafntefli, Markús vann Áskel og Áskell lagđi Rúnar ađ velli.
Heildarstađan:
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Svćđismótiđ; Nökkvi, Harpa og Sigţór unnu.
Föstudagur, 4. apríl 2025
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nćstu mót
Ţriđjudagur, 1. apríl 2025
Skáklíf í Brekkuskóla
Ţriđjudagur, 1. apríl 2025
Spil og leikir | Breytt 2.4.2025 kl. 07:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Svćđismót í skólaskák 4. apríl
Laugardagur, 22. mars 2025
Nćstu mót
Fimmtudagur, 20. mars 2025
Stađan
Laugardagur, 8. mars 2025
Mótaáćtlun
Fimmtudagur, 6. mars 2025
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)