Brekkuskóli bestur á landsbyggðinni!

Nú um helgina var Íslandsmót barnaskólasveita (4-7. bekk) og grunnskólasveita (8-10. bekk) háð í Rimaskóla í Reykjavík. 

Í yngri flokknum var sveitin skipuð piltum úr 6. bekk. Þeir höfðuðu í 10. sæti af 31 eftir að hafa verið í námunda við toppinn undir lok mótsins, en töpuðu í lokaumferðinni fyrir Vatnsendaskóla sem hafnaði í 2. sæti. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir bestan árangur sveitar af landsbyggðinni og var Brekkuskólasveitin í nokkrum sérflokki meðal þeirra 10 sveita sem komu frá skólum utan höfðuborgarsvæðisins og vann þessi verðlaun.
Sveitina skipuðu þeir Sigurður Hólmgrímsson, Egill Ásberg Magnason, Helgi Kort Gíslason, Heiðar Gauti Leósson og Jesper Tói Tómasson. Sveitin fékk 18 vinninga í 32 skákum og náði Jesper Tói flestum vinningum í hús, eða 5. Sjá allt á chess-results.

Í eldri flokknum var sveitin skipuð fjórum piltum úr 8. bekk og hafnaði sveitin í 10. sæti af 20; fékk 13,5 vinninga af 28. Sveitina skipuðu þeir Tobias Þórarinn Matharel, Gunnar Logi Guðrúnarson, Goði Svarfdal Héðinsson og Hinrik Hjörleifsson. Þeir Gunnar Logi og Goði fengu báðir fjóra vinninga úr sjö skákum. 
Einnig hér fékk sveitin verðlaun fyrir bestan árangur landsbyggðarsveita, nú eftir harða baráttu við Flúðaskóla. Sveitirnar mættust í lokaumferðinni og gerðu 2-2 jafntefli sín á milli, eftir mað norðanpiltar höfðu misst af nokkrum tækifærum til að vinna viðureignina 4-0. Þessi úrslit dugðu þeim þó til að fá bikarinn eftirsótta. Hér má sjá allt á chess-results.

Við þetta má bæta að fyrr í vetur tók sveit stúlkna úr 5. bekk í þátt í Íslandsmóti stúlknasveita og náði þar tilskildum árangri; urðu efstar sveita utan af landi! Sveitina skipuðu þær Inga Karen Björgvinsdóttir, Yrsa Sif Hinriksdóttir, Unnur Erna Atladóttir, Hrafnheiður Guðmundsdóttir.

Það má því með sanni segja að Brekkuskóli hafi á að skipa öflugum skáksveitum.

Hér fylgja myndir af skáksveitunum; fyrst stúlkurnar, svo 6. bekkingar með glaðbeittum liðstjóra og loks unglingasveitin.
BrekkustelpurBrekku6 með liðstjóraBrekku8



Sumardagurinn fyrsti

Það verður opið hús frá kl. 19.00 á fimmtudaginn, m.a. til að bæta unglinmgum upp að æfingin kl. 15:30 fellur niður. 
Við stefnum svo að hraðskákmóti kl. 20.00 ef áhugi er ftrir hendi og þátttaka næst.


Elsa María Norðurlandsmeistari!

Elsa María SÞN 2023 (2)Skákþingi Norðlendinga er nú nýlokið. Þórleifur Karlsson, sem hafði vinningsforystu þegar tvær umferðir voru eftir var heldur ófarsæll í lokaumferðunum og tapaði báðum skákum sínum. Elsa María vann hinsvegar báðar skákir sínar og mótið sjálft með sjö og hálfum vinningi af níu. Hún varð jöfn Stefáni Bergssyni, hinum brottflutta, en aðeins hærri á stigum, enda vann hún innbyrðis skák þeirra eftir að hafa varist vel í lakari stöðu. Þórleifur hafnaði svo í þriðja sæti með sex og hálfan vinning. Alls skráðu sig 32 keppendur til leiks og má sjá lokastöðuna hér á chess-results, svo og öll úrslit í einstökum skákum.

Þessi sigur Elsu Maríu er sögulegur, enda hefur það aldrei gerst fyrr að kona hafi hampað þessum titli sem teflt hefur verið um ÁRLEGA frá árinu 1935. Sumsé 88 sinnum hefur karl unnið, en nú var komið að konunum! 

Skrásetjara grunar að þetta sé einn stærsti, ef ekki sá allra stærsti sigur sem kona hefur unnið á móti sem opið er öllum kynjum. 

Unga kynslóðin lét sig ekki vanta á mótið enda var líka telft um meistaratitil í unglingaflokki (f. 2007 og síðar) Í þeim aldursflokki fékk Sigurbjörn Hermannsson flesta vinninga, eða fimm og hálfan, en þar sem henn er búsettur utan Norðurlands gat hann ekki hreppt titilinn. Næstir honum með fimm vinninga komu þeir Sigþór Árni Sigurgeirsson og Markús Orri Óskarsson og vann sá fyrrnefndi titilinn á betri oddastigum. Þriðju varð svo Tobias Matharel. 

Þessum viðburði lauk svo að venju með hraðskákmóti. Þar fékk hinn brottflutti Stefán Steingrímur átta vinninga af níu, en Þóleifur og Áskell Örn Kárason komu næstir honum með sjö vinninga.  Þórleifur hafði betur eftir oddastigaútreikning og er því Hraðskákmeistari Norðlendinga þetta árið. Keppendur voru 23.
Öll úrslit á chess-results.

 


Þórleifur með forystuna á Skákþinginu

Þórleifur Karl Karlsson, sem varð Norðurlandsmeistari fyrir tveimur árum, hefur góða forystu á mótinu nú þegar sjö umferðir hafa verið tefldar af níu. Staða efstu manna: Þórleifur Karlsson 6,5 Elsa María Kristínardóttir og Stefán Bergsson 5,5 Áskell Örn...

Skákþing Norðlendinga; Stefán, Áskell og Þorleifur byrja best

Skákþing Norðlendinga hófst í gær, 14. apríl. 30 keppendur mættu til leiks. Þrejár umferðir voru tefldar í gærkveldi og eftir þær eru þeir Stefán Bergsson, Áskell Örn Kárason og Þórleifur Karlsson efstir með þrjá vinninga. Næst koma Markús Orri Óskarsson...

Páskahraðskákmótið á skírdag.

Hefst kl. 13.00. Páskaegg í verðlaun í boði Nóa Síríusar.

Mánaðarmót barna, Markús og Tobias efstir

Marsmótið í mánaðarmótasyrpunni var teflt í dag, 25. mars. Tólf keppendur mættu til leiks, heldur færri en undanfarin mót. Kannski átti blíðviðrið þar einhverja sök, en aðstæður til skíðaiðkunar hljóta að vera óvenjugóðar. Þeir Tobias og Markús gerðu...

Mótaröðin; Rúnar vann með fullu húsi

Sjötta lota mótarðarinnar var tefld fimmtudaginn 23. mars. Mæting var með minnsta móti í þetta skiptið, hvort sem landsleikurinn við Bosníu átti þar hlut að máli eða ekki. Eins og áður vann Rúnar Sigurpalsson allar skákir sínar, 8 að tölu. Aðrir: Áskell...

Skákþing Norðlendinga 2023

Skákþing Norðlendinga verður haldið á Akureyri dagana 14-16. apríl 2023. Mótið verður með breyttu sniði frá því sem tíðkast hefur flest undanfarin ár. Dagskrá: Föstudagur 14. apríl kl. 19:00, 1-3. umferð. Laugardagur 15. apríl kl. 11:00, 4-7. umferð....

Skákþing Akureyrar, yngri flokkar; Markús og Valur Darri sigurvegarar.

Skákþing Akureyrar í yngri flokkum (f. 2007 og yngri) var háð nú um helgina; 20 þátttakendur tefldu sjö atskákir á tveimur dögum. Markús Orri Óskarsson vann öruggan sigur á mótinu með fullu húsi vinninga. Sigþór Árni Sigurgeirsson varð annar og Tobias...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband