15 mínútna mót

Sunnudaginn 11. mars verđur haldiđ 15 mínútna mót í salarkynnum Skákfélags Akureyrar. Mótiđ hefst kl. 13.00 og er öllum heimil ţátttaka gegn vćgu gjaldi.

Laugardagsmótaröđin

Á laugardögum í vetur hefur Skákfélagiđ stađiđ fyrir skákmótum fyrir börn og unglinga. Í hverju móti fá keppendur stig og safna ţeim yfir veturinn. Í dag var fremur fámennt ţar sem ađeins 4 skákmenn mćttu. Ţeir tefldu tvöfalda umferđ og fór svo ađ Jón Kristinn hafđi sigur, Símon varđ í öđru sćti, Logi í ţví ţriđja og Oliver rak lestina enda yngstur keppenda. Jón Kristinn hefur nokkuđ örugga forystu en hart er barist um annađ sćtiđ. Í dag náđi Símon ađ hreppa ţađ frá Loga en Andri Freyr er skammt undan. Hann komst ekki í dag ţar sem hann tekur ţátt í N1 Reykjavíkurmótinu.

Heildarstađan er nú ţessi:


Jón Kristinn 60 stig
Símon 43 stig
Logi 42,5 stig
Andri 32 stig
Oliver 23 stig
Gauti Páll 8 stig
Hjörtur 5,5 stig
Ćgir 4 stig
Friđrik 3 stig


Ţrír vinningar í hús af fjórum mögulegum


4. umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins fór fram í dag. Hún hófst fyrr en fyrstu ţrjár umferđirnar og virđist ţađ hafa fariđ fram hjá sumum keppendanna. Ţeir mćttu of seint til leiks og uppgötvuđu ađ skákirnar höfđu tapast.  Ungu mennirnir Mikael og Andri mćttu báđir töluvert stigahćrri andstćđingum og unnu!


Stefán Bergsson mćtti í dag alţjóđlega meistaranum Guđmundi Kjartanssyni og lauk skákinni međ sigri Guđmundar. Hann er annar alţjóđameistarinn sem Stefán mćtir í mótinu en titillausu mennina hefur hann unniđ og er nú međ tvo vinninga af fjórum mögulegum.

Mikael Jóhann atti kappi viđ Stefán Sigurjónsson og er hann ţriđji skákmađurinn međ yfir 2000 elóstig sem Mikki mćtir í mótinu. Ţetta var lengsta skák okkar manna í dag og tókst Mikka ađ knýja fram sigur og er nú međ 2 vinninga.


Andri Freyr Björgvinsson fékkst viđ danskan skákmann ađ nafni Jes West Knudsen. Daninn er međ 1913 alţjóđleg skákstig og er stigalćgsti skákmađurinn sem Andri hefur mćtt í mótinu. Andri stýrđi hvítu mönnunum og Knudsen beitti hollenskri vörn. Andri ţjarmađi ađ Dananum jafnt og ţétt og uppskar sigur í 25 leikjum eftir laglega skák. Ţá lék Daninn af sér í gjörtapađri stöđu og gafst upp. Ţetta er vel ađ verki stađiđ hjá Andra sem hefur grćtt 34,5 elóstig í mótinu og er međ 1,5 vinninga.
Óskar Long átti ađ tefla viđ Leif Ţorsteinsson en Leifur var einn af ţeim sem lét áttađi sig ekki á ađ skákir dagsins hófust fyrr en vanalega og mćtti ekki til leiks. Ţví fékk Óskar sinn fyrsta vinning í dag án taflmennsku.


Ţegar ţetta er skrifađ er ekki ljóst hvađa andstćđinga okkar menn fá í 5. umferđ en hér ađ neđan má sjá árangur okkar manna.


Stefán:

Rd.    Bo.    SNo        Name                                  Rtg    FED       Pts.    Res.
1    84    183          Bjorgvinsson Andri Freyr    1544      ISL      1.5     s 1
2    31    34    IM    Gunnarsson Jon Viktor        2424     ISL      2.5    w 0
3    59    143          Mozelius Peter                    1882     SWE    1.0     s 1
4    30    46    IM    Kjartansson Gudmundur      2357    ISL      3.0    w 0

Mikael
Rd.    Bo.    SNo        Name                                 Rtg        FED    Pts.    Res.
1    42    42    WGM    L'ami Alina                         2372    ROU    3.0    s 0
2    90    191              Smith Chris P                    1370     ENG    0.0    w 1
3    56    80                Loftsson Hrafn                  2202     ISL      2.0    s 0
4    61    98                Sigurjonsson Stefan Th    2117     ISL      1.0    w 1

Andri
Rd.    Bo.    SNo        Name                           Rtg      FED    Pts.    Res.
1    84    85              Bergsson Stefan          2171    ISL      2.0    w 0
2    85    136            Thjomoe Hans Richard 1926    NOR    1.5    s ˝
3    76    130            Johannsson Orn Leo    1939    ISL     1.5    w 0
4    86    137            Knudsen Jes West       1913    DEN    0.5    w 1

Óskar

 Rd.    Bo.    SNo        Name                           Rtg    FED    Pts.    Res.
1    77    79    WFM    Dave Dhyani                2205    IND   2.0    w 0
2    78    127             Saemundsson Bjarni    1947    ISL    2.0    s 0
3    87    154             Antonsson Atli              1849    ISL    2.0    w 0
4    94    194             Thorsteinsson Leifur    1247    ISL    0.0    s 1K


TM-mótaröđin: Tómas eykur forskotiđ

Í gćr var teflt í hinni geysivinsćlu TM-mótaröđ og mun ţetta hafa veriđ 6. umferđin. Níu keppendur mćttu og tefldu einfalda umferđ, allir viđ alla. Leikar fóru svo ađ Tómas Veigar Sigurđarson sigrađi međ 7 vinninga af 8 mögulegum og jók ţar međ forystu...

Reykjavíkurmótiđ 2. umferđ

Nú er 2 Umferđ Reykjavíkurskákmótsins nýlokiđ og árangur liđsmanna Skákfélags Akureyrar varđ sem hér segir. Stefán Bergsson (2171) tefldi međ hvítu viđ alţjóđlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2424) og laut í gras. Hann mćtir sćnskum skákmanni á...

Reykjavíkurmótiđ

Hiđ árlega opna Reykjavíkurskákmót hófst í gćr eins og allir lesendur ţessarar síđu vita. Skákfélag Akureyrar á 4 keppendur í mótinu af ţeim tćplega 200 keppendum sem mćttir eru til leiks. Stefán Bergsson (2171 elóstig) er í 85 sćti styrkleikalistans....

TM-mótaröđin á fimmtudagskvöld

Sjötta mótiđ í TM-mótaröđinni verđur teflt á morgun, fimmtudag og hefst kl. 20. Á fimmta mótinu sem teflt var sl. fimmtudag sigrađi Tómas V. Sigurđarson međ 8 vinningum af 9 og tók ţar međ forystu á mótinu. Hefur hann nú 43 stig í efsta sćti, einu stigi...

Reykjavíkurskákmótiđ

Hiđ árlega Reykjavíkurskákmót hófst í gćr í Hörpu og er mótiđ líklega fjölmennara og glćsilegra en nokkru sinni fyrr. Međal u.ţ.b. 200 keppenda eru ţrír Skákfélagsmenn, Stefán Bergsson, Mikael Jóhann Karlsson og Andri Freyr Björgvinsson og er sá...

Skin og skúrir á Íslandsmóti skákfélaga

Seinnihluti Íslandsmóts skákfélaga var háđur á Selfossi um sl. helgi. Fjórar sveitir frá Skákfélaginu taka ţátt í mótinu og var árangur í ţetta sinn eftir vonum. A-sveitin átti í harđri fallbaráttu í 1. deild og tókst međ harđfylgi ađ halda sér uppi....

TM-syrpan heldur áfram

Fimmta mótiđ í hinni sívinsćlu TM-mótaröđ verđur háđ á morgun, fimmtudag. Ađ syrpunni hálfnađri eru eftir og jafnir ţeir Tómas Veigar Sigurđarson og Jón Kristinn Ţorgeirsson međ 35 stig. Nćstur kemur svo Sigurđur Eiríksson međ 31. Um helgina er ferđinni...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband