15 mín. mót
Laugardagur, 10. nóvember 2012
Á morgun, sunnudag, kl. 13 verður haldið 15 mínútna mót hjá Skákfélaginu. Viðbúið er að mótið taki nokkuð lengri tíma en fjórðung úr klukkustund þótt um kortermót sé að ræða. Hvernig á því stendur verður ekki upplýst fyrr en á mótstað. Rétt er þó að geta þess að 15 mínútur eru aðeins 1/96 úr sólarhring.
Allir áhugamenn um skáklist og/eða tímaeiningar eru velkomnir.
Haustmóti barna og unglinga frestað
Fimmtudagur, 8. nóvember 2012
Fimmtudagsfyrirlestur
Mánudagur, 5. nóvember 2012
Á fimmtudaginn verður opið hús hjá Skákfélaginu. Að þessu sinni mun Sigurður Arnarson fara yfir nokkur lærdómsrík hróksendatöfl og skoða í leiðinni fáein atriði sem hafa ber í huga. Samkvæmt venju munu áhorfendur koma með athugasemdir eftir þörfum.
Hróksendatöflin eru algengustu endatöflin sem upp koma í skák. Það er eðlilegt þegar haft er í huga að hrókarnir eru fjarri öllum átökum í flestum byrjunum og gjarnan að baki víglínunnar lengi framan af hverri skák. Því eru þeir oft seinir að blanda sér í baráttuna og því er algengt að þeim sé síðast skipt upp. Að sumra dómi eru hróksendatöflin einna erfiðust endatafla en í þeim skiptir þolinmæði og virkni einna mestu máli.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og verður heitt á könnunni.
Friðrik-Larsen á sunnudag
Laugardagur, 3. nóvember 2012
TM-mótaröðin
Fimmtudagur, 1. nóvember 2012
Spil og leikir | Breytt 2.11.2012 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótaröðin á sínum stað á fimmtudagskvöld
Miðvikudagur, 31. október 2012
Tómas Veigar sigraði á 15 mínútna móti með 15 mínútna umhugsunartíma
Mánudagur, 29. október 2012
15 mínútna mót á sunnudag
Laugardagur, 27. október 2012
Áskell hraðskákmeistari SA
Sunnudagur, 21. október 2012
Hausthraðskákmótið á sunnudag
Föstudagur, 19. október 2012