15 mín. mót

Á morgun, sunnudag, kl. 13 verður haldið 15 mínútna mót hjá Skákfélaginu. Viðbúið er að mótið taki nokkuð lengri tíma en fjórðung úr klukkustund þótt um kortermót sé að ræða. Hvernig á því stendur verður ekki upplýst fyrr en á mótstað. Rétt er þó að geta þess að 15 mínútur eru aðeins 1/96 úr sólarhring.

Allir áhugamenn um skáklist og/eða tímaeiningar eru velkomnir.


Haustmóti barna og unglinga frestað

Mótið upphaflega á dagskrá nú á laugardaginn. Ákveðið hefur verið að fresta því vegna ferðar nokkurra unglinga á Unglingameistaramót og Íslandsmót í pilta- og drengjaflokki í Reykjavík nú um helgina.  Mótið verður sett á innan tíðar.

Fimmtudagsfyrirlestur

Á fimmtudaginn verður opið hús hjá Skákfélaginu. Að þessu sinni mun Sigurður Arnarson fara yfir nokkur lærdómsrík hróksendatöfl og skoða í leiðinni fáein atriði sem hafa ber í huga. Samkvæmt venju munu áhorfendur koma með athugasemdir eftir þörfum.

Hróksendatöflin eru algengustu endatöflin sem upp koma í skák. Það er eðlilegt þegar haft er í huga að hrókarnir eru fjarri öllum átökum í flestum byrjunum og gjarnan að baki víglínunnar lengi framan af hverri skák. Því eru þeir oft seinir að blanda sér í baráttuna og því er algengt að þeim sé síðast skipt upp. Að sumra dómi eru hróksendatöflin einna erfiðust endatafla en í þeim skiptir þolinmæði og virkni einna mestu máli.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og verður heitt á könnunni.


Friðrik-Larsen á sunnudag

Að venju verður glingrað vð manntafl í Skákheimilinu sunnudaginn 4. nóvember. Auglýst er skylduleikjamót og munu þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á stöðum úr fjömörgum viðureignum þeirra vopnabæðra Friðriks Ólafssonar og Bents Larsen. Tefldar...

TM-mótaröðin

Í kvöld fór fram 5. umferð TM-mótaraðarinnar. Aðeins sex keppendur tóku þátt sem er heldur færra en áður og verður að teljast líklegt að veðrið eigi þar einhvern hlut að máli. Tefld var tvöföld umferð og úrslit urðu þau að nýkrýndur hraðskákmeistari...

Mótaröðin á sínum stað á fimmtudagskvöld

Að venju býður skákgyðjan Caissa öllum í hlýjan faðm sinn í Skákheimilinu á fimmtudagskvöldið. Þeim sem þangað leita gefst kostur á þátttöku í mótaröðinni sívinsælu og fer fimmta umferð fram í þetta sinn. Taflið hefst kl. 20 og snarpheitt kaffi á...

Tómas Veigar sigraði á 15 mínútna móti með 15 mínútna umhugsunartíma

Í gær fór fram eitt af hinum vel þekktu 15 mínútna mótum SA. Að þessu sinni ákvað lýðræðið að notast við 15 mínútna umhugsunartíma, aðallega til tilbreytingar. Mótið var gríðarlega vel skipað góðum mönnum og fóru leikar sem hér segir; 1. Tómas Veigar...

15 mínútna mót á sunnudag

Að venju er eitthvað við að vera í Skákheimilinu á sunnudögum. Við hefjum taflið kl. 13. Eins og nafnið bendir til verða (að öllum líkindum) tefldar skákir með 15 mínútna umhugsunartíma á mann. Að öllum líkindum verða sömuleiðis skákirnar alls 7. Það...

Áskell hraðskákmeistari SA

Hausthraðskák mótið var háð í dag. Keppendur voru alls 13 og glímdu af lipurð og festu á hinum 64 reitum skákborðsins í tæpa 3 tíma. Gæfan reyndist meistara síðustu tveggja ára heldru hliðholl og náði hann að vinna allar skákir sínar nema eina. Þessir...

Hausthraðskákmótið á sunnudag

Hausthraðskákmótið, þar sem teflt er um titilinn "Hraðskákmeistari SA 2012" verður háð nú á sunnudaginn og hefst kl. 13. Öllum er heimil þátttaka og eru skákunnendur nær og fjær hvattir til að mæta. Núverandi meistari Áskell Örn Kárason mun freista þess...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband