Ótímabær uppgjöf
Þriðjudagur, 1. janúar 2013
Fimmtudaginn 3. janúar verður fyrsti skákfyrirlestur ársins 2013 hjá Skákfélaginu. Fyrirlesturinn verður tvískiptur. Í fyrri hlutanum verður farið yfir nokkrar stöður þar sem sá sem er með unnið áttar sig ekki á því og gefur. Þarna verða sýndar nokkrar glæsilegar fléttur sem eiga það sameiginlegt að ganga ekki upp þótt þær hafi dugað til sigurs! Í seinni hlutanum verður farið yfir skákir þar sem sá sem er með verri stöðu neitar að gefast upp og tekst að snúa taflinu sér í vil. Sannast á þessum skákum hið fornkveðna að enginn vinnur skák með því að gefa hana.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Kristinn byrjar árið með stæl!
Þriðjudagur, 1. janúar 2013
Í dag fór fram hið árlega nýársmót Skákfélags Akureyrar. 9 keppendur mættu til leiks og tefldu tvær umferðir, allir við alla, með 5 mín. umhugsunartíma. Skemmst er frá því að segja að Jón Kristinn Þorgeirsson sigraði með glæsibrag og hlaut 14 vinninga af 16. Næstir urðu þeir nafnar Sigurður Eiríksson og Arnarson með 12 vinninga hvor. Fjórði var Sveinbjörn Sigurðsson með 8,5 vinning en aðrir hlutu færri vinninga.
Gleðilegt nýtt ár!
Mánudagur, 31. desember 2012
Nú þegar árið 2012 er að renna út viljum við hjá Skákfélagi Akureyrar óska félögum okkar nær og fjær, vinum og velunnurum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gamla. Árið 2012 var viðburðaríkt hjá okkar félagi og við væntum mikils af árinu 2013.
Öruggur sigur Hadda Bé
Sunnudagur, 30. desember 2012
Hverfakeppnin:
Föstudagur, 28. desember 2012
Komin á kreik á ný!
Föstudagur, 28. desember 2012
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öðlingar gera það gott
Föstudagur, 14. desember 2012
Uppskeruhátíð á sunnudag!
Föstudagur, 14. desember 2012
Jón Kristinn sigurvegari í Mótaröðinni!
Fimmtudagur, 13. desember 2012
Lokamótamótaröð
Þriðjudagur, 11. desember 2012