Ótímabær uppgjöf

Fimmtudaginn 3. janúar verður fyrsti skákfyrirlestur ársins 2013 hjá  Skákfélaginu. Fyrirlesturinn verður tvískiptur. Í fyrri hlutanum verður farið yfir nokkrar stöður þar sem sá sem er með unnið áttar sig ekki á því og gefur. Þarna verða  sýndar nokkrar glæsilegar fléttur sem eiga það sameiginlegt að ganga ekki upp þótt þær hafi dugað til sigurs! Í seinni hlutanum verður farið yfir skákir þar sem sá sem er með verri stöðu neitar að gefast upp og tekst að snúa taflinu sér í vil. Sannast á þessum skákum hið fornkveðna að enginn vinnur skák með því að gefa hana.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis.


Jón Kristinn byrjar árið með stæl!


Í dag fór fram hið árlega nýársmót Skákfélags Akureyrar.  9 keppendur mættu til leiks og tefldu tvær umferðir, allir við alla, með 5 mín. umhugsunartíma.  Skemmst er frá því að segja að Jón Kristinn Þorgeirsson sigraði með glæsibrag og hlaut 14 vinninga af 16. Næstir urðu þeir nafnar Sigurður Eiríksson og Arnarson með 12 vinninga hvor. Fjórði var Sveinbjörn Sigurðsson með 8,5 vinning en aðrir hlutu færri vinninga.


Gleðilegt nýtt ár!

Nú þegar árið 2012 er að renna út viljum við hjá Skákfélagi Akureyrar óska félögum okkar nær og fjær, vinum og velunnurum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gamla. Árið 2012 var viðburðaríkt hjá okkar félagi og við væntum mikils af árinu 2013.

IMG_1438


Öruggur sigur Hadda Bé

Í dag fór fram jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar og mættu 13 skákmenn til leiks þrátt fyrir hvimleitt veður. Halldór Brynjar Halldórsson fór á kostum og sigraði nokkuð örugglega. Hann og lagði alla andstæðinga sína í dag nema Sigurð Arnarson sem lenti...

Hverfakeppnin:

Brekkusniglar skriðu framúr á lokasprettinum! Í hinni árlegu hverfakeppni sem fram fór í gærkvöldi áttust við tvö lið; annarsvegar skipað þeim sem búa á Brekkunni og í Innbænum (suðurhluta bæjarins) og hinsvegar Þorpurum og Eyrarpúkum, auk nokkurra...

Komin á kreik á ný!

Heimasíðan okkar hefur verið óvirk um tíma vegna misskilnings. Nú er málið leyst og hún orðin virk á ný. Það sem gerðist markverðast á þeim tíma sem hún lá í dvala var velheppnuð uppskeruhátíð þann 16. september, þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir...

Öðlingar gera það gott

Kl. 12 mínútur yfir 12 þann 12. 12. 2012 lauk 7. og síðustu umferð Vetrarmóts öðlinga í Höfuðborg Íslands. Alls voru 29 keppendur í mótinu og áttu skákfélagsmenn 2 þeirra. Það voru þeir Gylfi Þórhallsson (2156) og Þór Valtýsson (2011). Stóðu þeir sig...

Uppskeruhátíð á sunnudag!

Sunnudaginn 16. des komum við saman í Skákheimilinu og gleðjumst yfir uppskeru haustsins. Allir skákmenn og skákunnendur eru hvattir til að mæta! Við byrjum kl. 13 þegar þeir Jón Kristinn Þorgeirsson og Andri Freyr Björgvinsson munu tefla tveggja skáka...

Jón Kristinn sigurvegari í Mótaröðinni!

Í dag fór fram lokaumferðin í Mótaröðinni. 11 öflugir skákmenn áttust við á svörtum reitum og hvítum. Fyrir umferðina var Jón Kristinn Þorgeirsson með eins og hálfs vinnings forskot á Sigurð Arnarson sem kom næstur. Í þriðja sæti var Sigurður Eiríksson....

Lokamótamótaröð

Fimmtudaginn 13. desember ráðast úrslitin í hinni geysivinsælu Mótaröð Skákfélags Akureyrar. Hingað til hafa 23 skákmenn tekið þátt og toppbaráttan stendur á milli Jóns Kristins Þorgeirssonar og Sigurðar Arnarsonar. Jón hefur eins og hálfs vinnings...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband