Ađalfundur Skáksambandsins:

Tvćr sveitir Skákfélagsins flytjast upp um deild!

Ađalfundur Skáksambands Íslands fór fram í gćr og bar ţar margt til tíđinda. Vćntanlega koma fréttir af ţví helsta á skak.is innan skamms. Forseti sambandsins var endurkjörinn og allir stjórnarmenn sem gáfu kost á sér, m.a. okkar menn Stefán Bergsson í ađalstjórn og Óskar Long sem 2. varamađur. Allmargar lagabreytingatillögur lágu fyrir fundinum, m.a. sem vörđuđu Íslandsmót skákfélaga. M.a. var samţykkt ađ fjölga sveitum í 1. deild úr 8 í 10 og kemur sú breyting ţegar til framkvćmda. Ţetta fjölgar umferđum í 7 í 9 og mun nokkuđ auka kostnađ og fyrirhöfn félaga sem ţurfa ađ fara milli landshluta til mótsins. Ţannig mun fyrri hlutinn vćntanlega hefjast á fimmtudagskvöldi, enda tefldar 5 umferđir. Á móti kemur ađ mótiđ verđur nú áfangahćft.  Skákfélagiđ talađi gegn ţessari breytingu, vegna aukins kostnađar vandasamari skipulagningar eins og getiđ er um ađ framan. 

Ţessi breyting veldur ţví ađ A-sveit félagsins, sem hafnađi í 7. sćti deildarinnar nú í vor og hefđi ţví átt ađ falla í 2. deild, heldur sćti sínu. Ţá mun C-sveitin, sem náđi 4. sćti í 4. deild, mun nú fá sćti í 3. deild. 

Félagsmenn geta ţví einnig glađst viđ ţessa breytingu og e.t.v. einnig viđ ţađ ađ nú verđur ađeins heimilt ađ hafa tvo útlendinga í hverri sveit í stađ fjögurra (í 1. deild) eđa ţriggja (í öđrum deildum). Viđ höfum ađ jafnađi látiđ okkur tvo útlendinga nćgja en oft átt undir högg ađ sćkja gegn sveitum međ fleiri erlenda meistara innanborđs. 

Ađ endingu minnum viđ svo á 15 mínútna mót í dag kl. 13!


Sérleyfisbílar á sigurbraut!

sba_1201019.pngFjórđi og síđasti undanrásarriđill firmakeppninnar var tefldur í gćrkvöldi og ađ venju varđ glíman um ţrjú sćti í úrslitum bćđi hörđ og löng. Sérleyfisbílar Akureyrar óku greitt og komu fyrstir í mark - ţó á löglegum hrađa. Fyllsta öryggis var gćtt af Securitas sem hafnađi í öđru sćti og gamla stórveldiđ KEA sem á árum áđur átti ósigrandi skáksveit virđist nú vera ađ ná vopnum sínum á ný og náđi ţriđja og síđasta sćtinu sem gefur rétt til ţátttöku í sjálfri úrslitakeppninni. Alls voru ţátttakendur 12 í ţessum riđli og lauk taflinu ţannig:

 

SBA (Jón Kristinn Ţorgeirsson)9
Securitas (Smári Ólafsson)8
KEA (Haki Jóhannesson)
Blikk og tćkniţj. (Sigurđur Eiríksson)7
Skíđaţjónustan (Logi Rúnar Jónsson)
Samherji (Sveinbjörn Sigurđsson)
Höldur (Símon Ţórhallsson)6
Grófargil (Karl Egill Steingrímsson)
Rarik (Hreinn Hrafnsson)4
Matur og mörk (Ari Friđfinnsson)3
Akureyrarbćr (Atli Benediktsson)
Bústólpi (Bragi Pálmason)˝

Ţá er ljóst hvađa 12 fyritćki keppa um sigurlaunin nk. fimmtudag. Nefnilega ţessi:

 

Brimborg
Norđurorka 
Kristjánsbakarí
Gullsmiđir S&P
Heimilistćki
Kaffibrennslan
VÍS
TM
Krua Siam
SBA
Securitas

KEA

  Úrslitin nćsta fimmtudag 16. maí kl. 20. Vonandi missir enginn af ţeim.

Nćsta stórmót er 15. mínútna mót nk. sunnudag og hefst kl. 13


Firmakeppnin í kvöld!

Undanrásum í firmakeppninni lýkur í kvöld. Eins og endranćr vonast firmakeppnisnefnd Skákfélagsins eftir góđri mćtingu.  Ef menn eru heppnir geta ţeir dregiđ sér sitt uppáhaldsfélag!

Koma svo!


Jón Kristinn og Símon međ silfur og brons

Okkar menn gerđu góđa ferđ til Patreksfjarđar á Landsmótiđ í skólaskák nú um helgina. Í eldri flokki var Jón Kristinn Ţorgeirsson allan tímann í baráttunni um sigurlaunin. Hann leyfđi ađeins tvö jafntefli í 11 skákum en varđ hálfum vinningi á eftir...

VÍS vann ţriđja riđil firmakeppninnar

Smári Ólafsson er til alls VÍS, sérstaklega ţegar kemur ađ manntafli. Sem fulltrúi tryggingafélagsins góđkunna vann hann sigur í ţriđja undanrásariđli firmakeppni SA í dag. Helsti keppinautur VÍS í ţetta sinn var, eins og á tryggingamarkađnum alla daga,...

Firmakeppnin í dag

Nú kl. 13 hefst ţriđja undanrásamót Firmakeppninnar. Allir sem vettlingi geta valdiđ hvattir til ađ mćta (og hinir líka!)

Landsmótiđ í skólakskák:

Jón og Símon í toppbaráttu. Landsmótiđ i skólaskák stendur nú yfir á Patreksfirđi. Ţar eru Jón Kristinn Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson fulltrúar Norđurlands eystra í eldri flokki og Óliver Ísak Ólason í yngri flokki. Óliver hefur átt erfitt uppdráttar,...

Kynni mín af Caro-Kann

Fimmtudaginn 2. maí verđur einn af hinum vinsćlu fyrirlestrum SA haldinn í salarkynnum félagsins. Ađ ţessu sinni mun einn farsćlasti skákţjálfari seinni ára, Smári Rafn Teitsson, halda um stjórnartaumana og flytja fyrirlestur sem hann nefnir „Kynni...

Rúnar öruggur sigurvegari á minningarmótinu

Mótinu sem haldiđ er í aldarminningu Jóns Ingimarssonar, skákmeistara og verkalýđsfrömuđar, lauk í Alţýđuhúsinu á Akureyri nú fyrir stundu. Í dag voru tefldar lokaumferđirnar sex og mćttust forystusauđirnir Rúnar og Áskell strax í fyrstu umferđinni í...

Hörđ toppbrátta á minningarmótinu

Í dag voru telfdar 10 umferđir á minningarmóti Jóns Ingimarssonar í Alţýđuhúsinu á Akureyri. Mjög góđ stemmning er á mótinu og slćđingur af áhorfendum. Einn af ţeim sem lét sjá sig var fráfarandi atvinnuvega- og nýsköpunarráđherra Steingrímur J....

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband