Tap í Fćreyjum

rodgaard_200.jpgLandskeppnin viđ Fćreyinga var háđ um síđustu helgi og var teflt í Klaksvík í ţetta sinn.  Mun ţetta vera í 20. sinn sem landskeppnin er háđ.  Frá árinu 1978 hafa skákmenn af Norđur- og Austurlandi ađ mestu skipađ íslensku sveitina, og var svo einnig í ţetta sinn. Af 10 liđsmönnum komu sex frá Skákfélagi Akureyrar, tveir frá Gođanum-Mátum og einn frá Skáksambandi Austurlands. Flokkinn fyllti svo Gunnar Björnsson, Hellismađur, sem var staddur í Fćreyjum á ţessum tíma. Íslenska sveitin var allvel skipuđ og áttu menn von á hörkukeppni ţótt Fćreyingar vćri heldur hćrri ađ međalstigum. Okkar menn guldu hinsvegar afhrođ í fyrri umferđinni og ţótt ţeir réttu úr kútnum í ţeirri síđari vađ tap ekki umflúiđ. Einn okkar manna,  Halldór Brynjar Halldórsson, lýsti keppninni svo á Skákhorninu:

 

Um helgina fór fram landskeppni Íslendinga og Fćreyinga í Klaksvik í Fćreyjum. Eins og hefđ er fyrir var liđ Íslendinga einkum skipađ skákmönnum međ tengsl viđ Norđur- og Austurland. Ţó mćtti forseti vor, Gunnar Björnsson, til leiks, en mann vantađi međ skömmum fyrirvara og hann hafđi ţegar ákveđiđ fund međ skáksambandi Fćreyja í haust. Ţađ voru ţví hćg heimatökin, og tvćr flugur slegnar í einu höggi.

Hluti liđsins fór međ Norrćnu en rúmur helmingur međ flugi. Fyrri umferđin fór síđan fram sl. föstudagskvöld, tćpri klukkustund eftir ađ sá hluti sem kom međ flugi kom til Klaksvikur.
Fyrir lá ađ liđ Fćreyinga yrđi mun sterkara í fyrri umferđinni en í ţeirri síđari, vegna ýmissa ástćđna. Ţví reiđ á ađ haldiđ yrđi sem mest í horfinu á föstudeginum. Ţví miđur fór ţví sem nćst allt úrskeiđis sem hugsast gat. Sem dćmi léku bćđi undirritađur og Viđar Jónsson niđur unninni stöđu. Stađreyndin er ţó einfaldlega sú ađ Fćreyingar tefldu mun betur heilt yfir og áttu sigurinn ţar fyllilega skilinn. Hann var ţó helst til stór, jafnvel miđađ viđ taflmennskuna. 6,5-3,5 hefđu e.t.v veriđ sanngjarnari úrslit.

Síđari umferđin fór fram í morgun og höfđu ţá Íslendingar betur, 6-4. Sá sigur var síst of stór, og hefđi međ smá heppni getađ orđiđ stćrri. Stađreyndin er ţó sú ađ sigur Fćreyingar í viđureigninni var á ţessum tíma aldrei í hćttu.

Haraldur stóđ sig best íslensku keppendanna
Fćreyingar eru miklir höfđingjar heim ađ sćkja og var öll gestrisni til mikillar fyrirmyndar. Hins vegar má segja ađ viđ höfum endurgoldiđ ţá gestrisni alltof dýru gjaldi. Ţađ er ljóst ađ liđsmenn eru afar ósáttir međ niđurstöđuna og geta ekki annađ en litiđ í eigin barm, e.t.v. ef frá er talinn Haraldur Haraldsson sem fékk 1,5 vinning. Á ţessum úrslitum bćđi berum viđ og tökum fulla ábyrgđ
.“

 

Úrslitin í heild sinni voru sem hér segir:

 

Fyrri umferđ, 15. ágúst:

IM Helgi Dam Ziska       2474      -              FM Einar Hjalti Jensson 2305      1 - 0

Rögvi Egilstoft Nielsen   2243      -              Hlíđar Ţór Hreinsson     2238      1 - 0

FM Carl Eli Samuelsen   2194      -              Rúnar Sigurpálsson       2230      ˝ - ˝

Högni Egilstoft Nielsen  2102      -              Halldór B. Halldórsson   2228      1 - 0

Torkil Nielsen                2113      -              Stefán Bergsson          2157      1 - 0

Torbjörn Thomsen        2143      -              Gunnar Björnsson       2102      ˝ - ˝

Herluf Hansen              2028      -              Haraldur Haraldsson     (2005)    ˝ - ˝

Terji Petersen               2037      -              Sigurđur Eiríksson        1946      1 - 0

Martin Brekká               2028      -              Viđar Jónsson               1997      1 - 0

Súni Jacobsen              1865      -              Óskar Long Einarsson    1605      1 – 0

 

Síđari umferđ, 17. ágúst:

FM Einar Hjalti Jensson  2305      -              IM John Rřdgaard          2366      ˝ - ˝

Hlíđar Ţór Hreinsson      2238      -              FM Carl Eli Samuelsen     2194      1 - 0

Rúnar Sigurpálsson       2230      -              Torkil Nielsen                 2113      ˝ - ˝

Halldór B. Halldórsson   2228      -              Torbjörn Thomsen         2143      ˝ - ˝

Stefán Bergsson          2157      -              Finnbjřrn Vang              2051      1 - 0

Gunnar Björnsson        2102      -              Herluf Hansen                2028      ˝ - ˝

Haraldur Haraldsson     (2005)    -              Terji Petersen                2037      1 - 0

Sigurđur Eiríksson        1946      -              Tummas M.Solsker,         1927      0 - 1

Viđar Jónsson              1997      -              Súni Jacobsen                1865      1 - 0

Óskar Long Einarsson   1605      -              Jóannes Guttesen                        0 – 1


            

Eins og áđur voru Fćreyingar höfđingjar heim ađ sćkja og róma okkar menn móttökurnar, eins og sjá má hér ađ framan.  Keppnin vakti mikla athygli ţar ytra og var t.d. ítarleg frétt um hana í kvöldfréttum fćreyska sjónvarpsins í gćrkvöldi, mánudag. Ţar var m.a. viđtal viđ liđsstjórann Stefán Bergsson, sem svarađi spurningum fréttamanns skorinort á norrćnni tungu.    Fréttina má sjá hér (byrjar u.ţ.b. 17:30).  Ţar má m.a. sjá ađ John Rřdgaard tefldi sína 200 skák fyrir Fćreyjar gegn Einari Hjalta. Var hann heiđrađur fyrir ţann áfanga af skáksambandinu, svo og Helgi Ziska, sem nýlega náđi áfanga ađ stórmeistaratitli, fyrstur Fćreyinga.  

Frekari umfjöllun má sjá hér:

Heimasíđa fćreyska sjónvarpsins

Fćreyska skáksambandiđ

Skak.is (I)

Skak.is (II)

Chess-Results

 

Nćsta landskeppni er fyrirhuguđ á Íslandi eftir tvö ár.


Teflt viđ Fćreyinga á morgun

Eins og greint er frá á heimasíđu Gođans er nú í vćndum landskeppni viđ Fćreyjar og fara ţar í broddi fylkingar liđsmenn Skákfélagsins í félagi viđ Gođann og Skáksamband Austurlands. Teflt er á 10 borđum og af okkar hálfu skipa liđiđ ţeir Rúnar Sigurpálsson, Halldór B Halldórsson, Stefán Bergsson, Haraldur Haraldsson, Sigurđur Eiríkisson og Óskar Long Einarsson.  

Fyrri umferđ landskeppningar fer fram annađkvöld og hin síđari á sunnudag. Eins og fyrr segir má finna frekari upplýsingar á heimasíđu ţingeyskra skákmanna.


Rumsk

Nú hallar sumri og heimasíđa Skákfélagsins okkar rumskar. Ýmis tiđindi eru í vćndum eftir ţví sem líđur á ágústmánuđ, en nýjast er ađ okkar menn höfđu nauman sigur á Fjölni í fyrstu umferđ hrađskákmóts taflfélaga. Ađ venju var teflt á 6 borđum. Af okkar hálfu fóru ţeir Halldór Brynjar og Stefán St. Bergsson fyrir liđinu og ţeim til fulltingis voru tveir ungir sveinar, Jón "Jokko" Kr. Ţorgeirsson og Símon "Simanovic" Ţórhallsson. Riddaraliđiđ var svo skipađ ţeim professor Jóni Ţ. Ţór, Karli Agli hinum djúpvitra og Óskari Langa Einarssyni. Ţetta hreif á ţá Fjölnismenn sem söknuđu Jónasar og Baldvins m.a. og fengu ţví ađeins 35 vinninga gegn 37 okkar Eyfirđinga. Viđ erum ţví komnir áfram í nćstu umferđ. Nánar er um ţetta fjallađ hér.  riddarar.jpg


Opiđ hús

Á morgun, fimmtudaginn 8. ágúst verđur opiđ hús hjá Skákfélaginu kl. 20.00.

60 ára afmćlismót formannsins:

Rúnar Sigurpálsson öruggur sigurvegari! Afmćlisfögnuđur Áskels Arnar Kárasonar á Litlu-Laugum ţann 5. júlí hófst međ skákmóti eins og vera ber. 14 keppendur skráđu sig til leiks og voru tefldar7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Skákstjóri var Hermann...

Afmćlismót formanns

Nćsta föstudag, 5. júlí, verđur Áskell Örn Kárason, formađur félagsins, sextugur. Af ţví tilefni heldur hann skákmót ađ Litlu-Laugum í Reykjadal og hefst mótiđ kl. 16 og lýkur einhverntíma rétt fyrir 18. Mótiđ er öllum opiđ, en betra er ef ţátttakendur...

Loksins, loksins

Opiđ hús á morgun kl. 20. Allt bendir til ţess ađ menn taki nokkrar bröndóttar. Hjörleifur mćtir međ gítarinn og leikur nokkur lög... Vonumst til ađ sjá sem flesta. Stjórnin

Sól og sumar

Nú er sumar, gleđjast gumar segir í kvćđinu og viđ tökum undir ţađ, enda spillir veđriđ ekki gleđinni. Viđ Skákfélagsmenn tökum okkur ýmislegt fyrir hendur í sumar, og ekki fá öll taflborđ hvíld. Nýlega er lokiđ opna Íslandsmótinu í skák og ţar var vel...

Góđur dagur Skákfélagsmanna

Eins og flestum skákáhugamönnum er vafalítiđ kunnugt stendur nú yfir opna Íslandsmótiđ í skák. Viđ Skákfélagsmenn eigum ţar vaska sveit skákmanna sem er sex manna góđ blanda af reynsluboltum og efnispiltum. Í dag fór fram 6. umferđ og töpuđu okkar menn...

Coke-mótiđ: Jón Kristinn međ fullt hús!

Á fimmtudaginn fór fram hiđ árlega Coca Cola hrađskákmót Skákfélagsins. Níu keppendur mćttu til leiks og er skemmst frá ţví ađ segja ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson sigrađi örugglega og vann allar sínar átta skákir. Í öđru sćti var Haraldur Haraldsson međ 6...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband