Sigurđur einn efstur á Skákţinginu

2014_s_a_011.jpgÍ kvöld fór fram 4. umferđ Skákţings Akureyrar. Allar skákirnar voru frá 32 til 38 leikir. Fyrstir til ađ ljúka sinni skák voru Símon Ţórhallsson og Tómas Veigar. Hafđi Símon hvítt og upp kom kóngindversk vörn. Tómas fór í vafasamt drottningaflan og át eitrađ peđ í 17. leik. Viđ ţađ lokađist drottningin inni og varđ hann ađ gefa hana fyrir hrók. Úrvinnslan var fumlaus hjá Símoni og gafst Tómas upp í 32. leik.

Í skák Andra og Sigurđar var ţung undiralda. Andri lék ónákvćmt í seinni hluta miđtaflsins og ţađ nýtti Sigurđur sér vel. Peđastađa Andra var viđkvćm og ţau tóku ađ falla hvert á fćtur öđru uns Andri gafst upp í 38. leik.

Hjörleifur hafđi hvítt gegn Jóni og tefldu ţeir lokađa afbrigđiđ af Sikileyjavörn. Hjörleifur tefldi nokkuđ passíft og nýtti Jón sér ţađ vel. Hann skipti upp á virku mönnum hvíts og bćtti stöđu sína jafnt og ţétt. Ađ lokum reiddi hann hátt til höggs og hvíta stađan hrundi.  Hvítur gafst upp í 36. leik. Mjög vel teflt hjá Jóni.

Í skák Rúnars og Haraldar kom einnig upp lokađa afbrigđi Sikileyjavarnar eđa kóngindversk árás. Svartur náđi frumkvćđinu og tefldi stíft til vinnings en Rúnar stóđst atlöguna vel og ţeir sćttust á skiptan hlut í 37. leik.

Skák Loga og Jakobs var í jafnvćgi allan tímann. Ţeir sömdu jafntefli í 37. leik ţegar sýnt ţótti ađ hvorugur kćmist neitt áfram.

Eftir úrslit dagsins leiđir Sigurđur Eiríksson mótiđ međ fullt hús stiga og hálfan vinning í forskot á Jón Kristinn og Harald.

Chess-results

 

 


Dagur eldri mannanna

gamli.jpgŢriđja umferđ Skákţings Akureyrar 2014 fór fram í dag. Úrslit urđu ţau ađ Sigurđur vann nýskipađan skógarvörđ á Norđurlandi Rúnar Ísleifsson eftir grófan afleik ţess síđarnefnda. Ţá ţegar hafđi hann reyndar slćma stöđu. Haraldur sigrađi Loga nokkuđ sannfćrandi . Hjörleifur sigrađi Símon einnig sannfćrandi eftir ónákvćmni ţess síđarnefnda. Mikil spenna var í skemmtilegri skák Jakobs og Tómasar. Svo fór ađ lokum ađ Jakob, sem hélt upp á afmćli sitt í dag međ ţví ađ bjóđa upp á köku og konfekt, lék af sér í tímahrakinu og tapađi. Síđastir til ađ ljúka sinni skák voru Jón Kristinn og Andri. Ţar teygđi Jón sig býsna langt til sigurs en Andri varđist af kappi. Í lokinn teygđi Jón sig of langt í tímahraki og fékk tapađ tafl. Ţá bauđ hann jafntefli sem Andri ţáđi.

Stađa efstu manna eftir ţrjár umferđir eru ţeir Sigurđur og Haraldur međ fullt hús vinninga.

Chess-results


Skákţing Akureyrar - Landsbankamótiđ:

Ţrír efstir međ fullt hús

Annarri umferđ skákţingsins lauk í gćrkveldi á ţennan hátt:

Andri-Hjörleifur            jafntefli

Símon-Jakob Sćvar         1-0

Rúnar-Jón Kristinn           0-1

Logi-Sigurđur                  0-1

Tómas-Haraldur              0-1

Ţá er lokiđ međ jafntefli skák ţeirra Hjörleifs og Rúnars úr fyrstu umferđ.

Ţrír keppendur hafa unniđ báđar skákir sínar á mótinu, ţeir Sigurđur Eiríksson, Haraldur Haraldsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson. Nćstur ţeim međ 1,5 vinning kemur svo Símon Ţórhallsson. 

Ţriđja umferđ mótsins fer fram á sunnudaginn og ţá leiđa saman hesta sína Jón Kristinn og Andri, Hjörleifur og Símon, Sigurđur og Rúnar, Haraldur og Logi, Jakob og Tómas. Umferđin hefst kl. 13.

Chess-results


76. Skákţing Akureyrar hafiđ!

Í dag hófst tafliđ um skákmeistaratitil Akureyrar í 76. sinn. Tíu skákkempur eru skráđar til leiks í ţeirri orrustu. Mótiđ hófst međ einnar mínútu ţögn vegna fráfalls Hauks Jónssonar frá Dunhaga, en Haukur var jarđsettur í gćr. Hann var um áratugaskeiđ...

TM-mótaröđin hafin

Í gćr fór fram fyrsta umferđ nýrrar TM-mótarađar. Alls verđa tefldar 8 umferđir og ţá verđur krýndur TM-hrađskákmeistari ársins. Sigurvegari verđur sá sem bestum samanlögđum árangri nćr í 6 af öllum 8 umferđunum. Í fyrstu umferđ mćttu 14 keppendur og...

TM-mótaröđin hefst i kvöld!

Fyrsta syrpan af átta kl. átta. Allir velkomnir sem ţekkja muninn á hrók og snjómoksturstćki. Stjórnin

76. Skákţing Akureyrar ađ hefjast

Mótiđ hefst nk. sunnudag 12. janúar kl. 13.00 í Skákheimilinu , Íţróttahöllinni viđ Skólastíg. Mótiđ er ađ ţessu sinni haldiđ í samvinnu viđ Landsbanka Íslands og nefnist Landsbankamótiđ. Teflt verđur í einum flokki og er öllum heimil ţátttaka. Ađeins...

Mótaáćtlun í janúar

Hér ađ neđan má sjá mótaáćtlun janúar mánađar. Ţann 12. janúar hefst Skákţing Akureyrar og verđur ţađ nánar auglýst síđar. 1.jan 14.00 Nýjársmótiđ Skákheimiliđ 5.jan 13.00 15. mín. mót Skákheimiliđ 9.jan 20.00 TM-mótaröđin - 1 Skákheimiliđ 11.jan...

15 mínútna mót

Í dag fór fram fimmtánmínútnamót í salarkynnum Skákfélagsins. Sjö vaskir menn áttust viđ og tefldu glćsilegar skákir. Svo fór ađ lokum ađ Jón Kristinn hafđi sigur og telst ţađ varla til tíđinda. Úrslitin má sjá hér ađ neđan. Jón Kr. 5 vinningar af 6...

Gleđilegt ár!

Nýársmót Skákfélagsins fór fram ţann 1. janúar. Óhćtt er ađ segja ađ keppendur voru ekki til skađa bundnir af mannaţrengslum. Svo fór ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson varđ í fyrsta sćti, Sigurđur Eiríksson í öđru, nafni hans Arnarson í ţriđja, Haki...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband