Flottur árangur Brekkuskóla
Laugardagur, 23. maí 2020
Íslandsmóti barnaskólasveita (4-7. bekkur) er nýlokiđ í Rimaskóla í Reykjavík. Sveit fjögurra pilta úr 5. bekk Brekkuskóla var međal ţátttakenda og stóđ sig međ prýđi. Sveitin var allan tímann ađ tefla viđ sterkustu sveitirnar í mótinu og mćtti m.a. bćđi Vatnsendaskóla og Landakotsskóla, sem voru tvćr sterkustu sveitirnar. Í heildarkeppninni varđ sveitin í 11. sćti (af 26) og varđ efst sveita af landsbyggđinni. Hér má sjá piltana hampa verđlaununum. Sveitina skipuđu ţeir Tobias Ţórarinn Matharel, Gunnar Logi Guđrúnarson, Emil Andri Davíđsson og Baldur Thoroddsen. Ţeir voru allir sínum skóla og sinni heimabyggđ til sóma.
Lok skáktíđar
Ţriđjudagur, 19. maí 2020
Á ţessum tíma árs er oft nóg ađ gera í skákinni - en styttist um leiđ í ađ reglubundnu skákstarfi ljúki fyrir sumariđ. Undanfarinr tveir-ţrír mánuđir hafa vissulega veriđ óvenjulegir - í skákheimum sem annarsstađar.
Skákćfingar fyrir börn og unglinga hófust á ný eftir ađ slakađ var á samkomubanni og verđur fram haldiđ út maí. Síđustu ćfingar verđa ţannig mánudaginn 25. maí og miđvikudaginn 27. maí. Viđ hvetjum sérstaklega öll börn sem hafa veriđ ađ ćfa hjá okkur ađ láta sjá sig ţennan síđasta dag; viđ munum ţá afhenda verđlaun fyrir vormisseri og reyna ađ ljúka skáktíđinni á líflegan hátt.
Í samkomubanni hefur skákin heldur betur lifnađ viđ á Netinu. Í ţetta sinn hefur veriđ ákveđiđ ađ halda Skólaskákmót Íslands á Netinu nú á fimmtudaginn 21. maí, uppstigningadag kl. 11. Teflt verđur á chess.com og öllum grunnskólanemum heimil ţátttaka. Nánari upplýsingar um mótiđ og skráningu er ađ finna á skak.is: https://skak.is/2020/05/18/landsmotid-i-skolaskak-fer-fram-a-fimmtudaginn/
Vegleg verđlaun eru í bođi, m.a. fyrir efsta sćtiđ í hverju umdćmi (viđ erum á Norđurlandi eystra - gamla kjördćmiđ frá Tröllaskaga austur á Langanes). Viđ hvetjum okkar skákkrakka til ađ tefla í ţessu móti.