Mótaröđ í 7. sinn
Miđvikudagur, 11. desember 2013
Á morgun, fimmtudaginn 12. desember heyjum viđ sjöundu lotu mótarađarinnar góđkunnu. Ţeir sem hyggja á frama á vettvangi hennar ţurfa ţví ađ bretta upp ermar, jafnvel skálmar líka. Áttunda lota bíđur svo nćstu viku. Ađ venju eru allir velkomnir til mótsins sem hefst stundvíslega kl. 20.
Ađ svo búnu efnum viđ til okkar marglofuđu UPPSKERUHÁTÍĐAR nk. sunnudag, sem er 15. dagur desembermánađar. Viđ hefjum hátíđina kl. 13 í trausti ţess ađ ţá hafi
ŢVÖRUSLEIKIR lokiđ helstu skylduverkum og geti komiđ viđ hjá okkur á leiđ sinni heim til fjalla. Ef af verđur mun hann ţá ađstođa viđ VERĐLAUNAAFHENDINGU. Vegna mikilla anna fćrist hann hinsvegar undan ţví ađ taka ţátt í skemmtidagskrá ađ lokinni afhendingunni, svo óvíst er hvort hann verđur međal keppenda í HUGUR og HÖND sem blásiđ verđur til ef gestir hátíđarinnar leggjast ekki gegn ţví.
Allt kemur ţetta í ljós ţegar nćr dregur.
Spil og leikir | Breytt 12.12.2013 kl. 15:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótaröđin
Miđvikudagur, 11. desember 2013
Á morgun fer fram 7. og nćstsíđasta lotan í Mótaröđinni 2013. Keppnin fer ađ vanda fram í salarkynnum Skákfélagsins og hefst kl. 20.00. Sigurvegarinn verđur sá sem hlýtur flesta vinninga samtals úr sex bestu mótunum. Hér ađ neđan er stađan eins og hún er í dag. Aftasti dálkurinn segir til um stöđuna úr fimm bestu mótunum af sex.
12.9. | 19.9. | 17.10. | 31. 10. | 14.11. | samt | Bestu | |
Jón Kr. Ţorgeirsson | 6 | 6,5 | 4 | 13,5 | 9,5 | 39,5 | 35,5 |
Símon Ţórhallsson | 5 | 6 | 1 | 7,5 | 7,5 | 27 | 26 |
Áskell Örn Kárason | 6,5 | 5 | 15 | 26,5 | 26,5 | ||
Sigurđur Arnarson | 6,5 | 4,5 | 11,5 | 22,5 | 22,5 | ||
Sigurđur Eiríksson | 5 | 5 | 4,5 | 8 | 22,5 | 22,5 | |
Haraldur Haraldsson | 6 | 8,5 | 14,5 | 14,5 | |||
Andri Freyr Björgvinsson | 3 | 5 | 6 | 14 | 14 | ||
Smári Ólafsson | 3,5 | 3 | 5 | 11,5 | 11,5 | ||
Logi Rúnar Jónsson | 1 | 1 | 1 | 2 | 4 | 9 | 5 |
Hjörleifur Halldórsson | 3,5 | 5 | 8,5 | 8,5 | |||
Sveinbjörn Sigurđsson | 3 | 3 | 6 | 6 | |||
Karl Egill Steingrímsson | 5,5 | 5,5 | 5,5 | ||||
Ólafur Kristjánsson | 5 | 5 | 5 | ||||
Rúnar Ísleifsson | 2,5 | 2,5 | 2,5 | ||||
Dimitrios | 0 | 0 | 0 | 0 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Okkar menn sunnan heiđa
Mánudagur, 9. desember 2013
Ţótt frísklega sé teflt hér í Eyjafirđi má ekki gleymast ađ margir okkar ágćtu félagsmanna hafa (a.m.k. um hríđ) valiđ sér ađ heyja orrustur sínar annarsstađar, einkum á ţví margumtalađa höfurborgarsvćđi. Ţar sýna ţeir andstćđingum sínum oftar en ekki í tvo heimana. Nýlega lauk Skákţingi Garđabćjar í ţvísa bćjarfélagi og var annar sigurvegara mótsins gamall félagi okkar og nýr, Loftur Baldvinsson. Loftur hefur veriđ manna virkastur undanfarna mánuđi og greinilega í mikilli framför. Nánar má skođa árangur hans HÉR. Eins og menn rekur augun í náđi hann einmitt ađ leggja fyrrverandi formenn félagsins okkar og höfuđpaur ţess til margra ára, Gylfa Ţórhallsson, ađ velli. Ţađ sýnir betur en nokkuđ annađ hvađa framförum Loftur hefur tekiđ.
En ţótt Gylfi hafi mátt játa sig sigrađan í lokaumferđ Skákţings Garđabćjar verđur ađ telja harla ólíklegt ađ hann láti ţađ gerast í öđru móti ţar sem hann hefur stađiđ í fremstu víglínu, Vetrarmóti öđlinga hjá TR. Ţar er Gylfi í baráttunni um efsta sćtiđ (eins og HÉR má sjá) og lýkur henni nú á miđvikudag. Ef allt gengur eftur munu Skákfélagsmenn ţví hampa tveimur gullum í mótum ţar syđra á nokkrum dögum! Viđ sendum ţeim félögum, svo og öđrum sunnanmönnum í SA okkar bestu baráttukveđjur!
Jón Kristinn vann haustmót yngri flokka
Sunnudagur, 8. desember 2013
Haustmót yngri flokka - Sprettsmótiđ
Fimmtudagur, 5. desember 2013
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Öldungis fyrirlestur (eđa hvernig Áskel missti af áfanganum)
Ţriđjudagur, 3. desember 2013
Unga Ísland vann gamalmennin 52-46!
Mánudagur, 2. desember 2013
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullveldismót
Föstudagur, 29. nóvember 2013
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótaröđin:
Föstudagur, 29. nóvember 2013
Mótaáćtlun
Miđvikudagur, 27. nóvember 2013
Mótaskrá | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)