Önnur umferð Skákþingsins

Önnur umferð var tefld á sunnudag, 21. janúar.
Úrslit:
Markús-Eymundur       1-0
Stefán G-Goði           1-0
Sigurður-Ýmir         1-0
Kristian-Damian       0-1
Vjatsjeslav-Sigþór    0-1 (Vjatsjeslav gat ekki teflt vegna veikinda)
Valur Darri tók yfirsetu (1/2)
Stefán Arnalds (1815) hefur bæst í hóp keppenda með yfirsetu í fyrstu tveimur umferðum.

Röðun í þriðju umferð er sem hér segir:
Markús-Stefán G
Eymundur-Sigurður
Ýmir-Sigþór
Damian-Stefán A
Valur Darri-Kristian
Goði tekur yfirsetu (1/2)
Vjatsjeslav fær Skottu (1)

Dagskrá mótsins:
3. umferð fimmtudaginn 25. janúar kl. 18.00
4. umferð sunnudaginn 28. janúar kl. 13.00
5. umferð fimmtudaginn 1. febrúar kl. 18.00
6. umferð sunnudaginn 4.febrúar kl. 13.00
7. umferð fimmtudaginn 8. febrúar kl. 17.00
Athygli er vakin á tímasetningu lokaumferðarinnar.
 


Fyrsta umferð skákþingsins.

Skákþing Akureyrar hófst í gær, þann 14. janúar. Ellefu keppendur mættu til leiks. Útslit urðu sem hér segir:
Goði-Vjatsjeslav      1-0
Ýmir-Valur Darri      1-0
Damian-Markús         0-1
Eymundur-Kristian     1-0
Sigþór-Stefán         0-1
Sigurður tók yfirsetu 1/2

Önnur umferð fer fram sunnudaginn 21. janúar. Þá leiða þessir saman sína hesta:

Stefán og Goði
Markús og Eymundur
Sigurður og Ýmir
Vjatsjeslav og Sigþór
Kristian og Damian
Valur Darri tekur yfirsetu (1/2)


Endurbætur á húsnæði Skákfélagsins

Eins og félagsmenn og iðkendur hafa vafalaust tekið eftir, þá er Skákheimilið - þótt gott sé - ekki meðal íburðarmestu félagsheimila. Líklega er húsnæðið nú nákvæmlega eins og það var gert úr garði við byggingu Íþróttahallarinnar fyrir rúmum fjörutíu árum - nema það að att innanstokks er orðið eldra og lúnara. Félagið hefur um hríð kallað eftir því við húseigandann - Akureyrarbæ - að endurbætur verði gerðar á aðstöðu félagsins. Það erindi hefur fengið ágætis undirtektir, en framkvæmdir látið standa á sér. Nú gerist það með skömmum fyrirvara að verka- og iðnaðarmenn eru klárir í slaginn og okkur gert að rýma aðstöðuna hið fyrsta svo endurbætur geti hafist. Við þurfum því að flytja okkur um set og hugsanlega að breyta eitthvað dagskránni hjá okkur. Þetta þýðir eftirfarandi:

1. Barna- og unglingaæfingar halda áfram skv. auglýstri dagskrá, en frá fimmtudeginum 18. janúar, flytjast þær í Rósenborg. Við verðum á neðstu hæðinni, gengið inn að austan. Aðstaðan er að sönnu heldur lakari en í Skákheimilinu, en við sættum okkur við að þetta er tímabundið ástand; a.m.k. standa vonir til þess að við getum flutt aftur í nýtt og glæsilegt Skákheimili eftir páska. 

2. Mótahald er í töluverðri óvissu eins og er. Við hittumst í Skákheimilinu á morgun, 11. janúar og höldum okkur við upphafsumferð Skákþings Akureyrar (meira um það seinna), sunnudaginn 14. janúar, en skoðum eftir það vel og vandlega hvernig öllu verður sem best fyrir komið. Það er ekki óhugsandi að dagskrá SÞA breytist (umferðum seinki), en sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin. Barnamót sem áformað var laugardaginn 20. janúar getur vonandi farið fram, en það verður staðfest fljótlega eftir næstu helgi.

Þetta mun vissulega hafa ýmis óþægindi í för með sér og við höfðum til sveigjanleika og þolinmæði allra iðkenda okkar. Að lokum fáum við umbun erfiðisins með nýju og nútímalegu Skákheimili. Þá verður nú gaman að vera til. 


Skákþing Akureyrar hefst 14. janúar nk.

Skákþing Akureyrar hefst sunnudaginn 14. janúar kl. 13.00. Teflt verður í Skákheimilinu í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Fyrirkomulag : Tefldar verða sjö umferðir skv. svissnesku kerfi. Leyfðar eru tvær yfirsetur í mótinu, þó ekki í lokaumferðinni....

Áskell vann nýjársmótið

Hið árlega nýjársmót fór fram á fyrsta degi ársins að venju. Sex keppendur mætti til leiks og var tefld tvöföld umferð. Nýjársálfur fyrra árs, náði að verja titil sinn að þessu sinni. Áskell Örn Kárason fékk 9 vinninga af 10 mögulegum. Næstur kom...

Skyrgámar unnu hverfakeppnina

Hin árlega hverfakeppni var háð í gær, 29. desember. Í stað þess að skipa í lið eftir búsetu, eins og áður hefur verið gert, var nú brugðið á nýtt ráð og liðin valin af hverfakeppniseinvaldi, sem er nýtt embætti hjá félaginu. Fengu liðin nafn sem minna...

Símon jólasveinn SA

Hið árlega jólahraðskákmót Skákfélagsins var haldið í gær, 27. desember við glæsilegar aðstæður á því fallega veitingahúsi LYST í Lystigarðinum. Alls mættu 18 keppendur til leiks og fór mótið allt fram í sönnum jólaanda þótt hart væri barist....

Mótahald á næstunni.

Nú fer jólahátíðin í hönd og nýtt ár handan við hornið. Mót og æfingar á vegum félagsins draga dám af þessu. Síðasta æfingin í framhaldsflokki verður nú 18. desember og eftir það hlé á æfingum framyfir áramót. Þær hefjast svo að nýju þann 5. janúar, bæði...

23 keppendur á Jóla(pakka)móti

Hið árlega jólamót barna var haldið föstudaginn 15. desember. Í þetta sinn var teflt í þremur aldursflokkum. Elstu börnin - framhaldsflokkurinn byrjuðu kl. 15. Sex mættu til leiks og tefldu allir-við-alla. Sigþór Árni Sigurgeirsson vann allar sínar...

Atskákmótið; Áskell hékk á titlinum.

Atskákmóti Akureyrar lauk nú í dag. Eins og sjá má á lokastöðunni var baráttan um titilinn jöfn og tvísyn. Stigahæsti keppandinn átti titil að verja, en sú vörn gekk erfiðlega. Hann náði þó að hanga á jafntefli gegn báðum helstu keppinautum sínum og það...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband