Nýjung; bođsmót fyrir u-1800
Fimmtudagur, 9. nóvember 2023
Nú erum viđ ađ efna til móts sem er nýjung í starfi Skákfélagsins, viđ köllum ţađ bođsmót. Mótiđ verđur nokkuđ frjálslegt í útfćrslu, en ţađ er opiđ öllum međ 1799 stig og minna. Mótiđ hófst reyndar sl. mánudag, en skráning ţátttakenda stendur ennţá yfir. Mótsgjald er ekkert.
Viđ vonumst til ţess ađ mót ţetta auđgi skáklífiđ hér í höfuđstađ Norđurlands međ ţví ađ gefa áhugasömum kost á ađ spreyta sig í kappskák. Eitt ađalmarkmiđiđ međ mótshaldinu er ađ gefa lítt reyndum og upprennandi skákmönnum kost á ađ tefla viđ reyndari menn og skákmenn međ alţjóđleg stig.
Fyrirkomulagiđ er eftirfarandi:
Umhugsunartími á skák er 30-30.
Hver ţátttakandi teflir ađ lágmarki eina skák og ađ hámarki sjö. Yfirsetur eru sumsé leyfđar án takmarkana.
Engir keppendur geta mćst oftar en einu sinni á mótinu.
Dregiđ verđur um ţađ hverjir tefla saman í upphafi hverrar umferđar.
Fyrsta umferđ hófst sumsé sl. mánudag og verđur mótinu fram haldiđ nú á sunnudaginn kl. 13.00 og ţarnćst mánudaginn 13.nóvember. Viđ gerum ráđ fyrir ađ teflt verđi nćstu mánudaga kl. 15.00 (ţá sameinađ ćfingu í framhaldsflokki), en munum skjóta inn umferđum á öđrum tímum einnig eftir hentugleikum og óskum keppenda.
Skráning: Hćgt er ađ skrá sig međ ţví ađ láta vita á Facebook eđa í tölvupósti til formanns, í askell@simnet.is. Einnig međ ţví ađ mćta á skákstađ nú á sunnudaginn eđa nk. mánudag. Eftir ţađ verđur ekki hćgt ađ taka viđ nýskráningum.
Dagsetning lokaumferđar liggur ekki fyrir, en ţarf ađ ákveđast bráđlega. Eins og er má giska á lokadag 10. eđa 11. desember.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.