Durrës; góð úrslit í fimmtu umferð.

Í fimmtu umferð mættum við liði sem skrráð er í Lúxemburg; með tvo sterka alþóðlega meistara innarborðs. Þrír liðsmanna í dag skráðir sem þjóðverjar. Þeir ærri á öllum borðum og því ljóst að við yrðum að taka á honum stóra okkar (og hann er býsna stór!). 

Skákirnar fóru nokkuð rólega af stað og stöðurnar tóku ekki strax á sig skýra mynd. Sérstaklega voru töflin á öðru og þriðja borði flækjuleg og óvíst um úrslit. Fljótlega eftir að 30-leikja markinu var náð (þá má semja), datt hinsvegar allt í dúnalogn og jafntefli samið í þessum tveimur skákum. Fyrsti púnktur Halldórs Brynjars og áfranmhald á góðri frammistöðu Andra Freys sem þurfti að klóra sig fram úr óvenjulegur afbrigði í Benköbragði (sem hann beitti með svörtu) og andstæðingur hans virtist nokkuð vel heima í. 

Góð úrslit þetta, enda andstæðingarnir einum 2-300 stigum hærri en okkar menn. Kannski hafa þeir viljað treysta á að þetta ynnnist á hinum borðunum, en því var ekki að heilsa. Mikael tefldi af mikilli dirfsku á fjórða borði, kannski full djarflega að smekk þess sem þetta ritar, gegn einhverkonar hollensku sulli andstæðingsins, en skákin hófst með 1.c4 b6 og svo kom f7-f5 skömmu seinna hjá svörtum. Mikki fórnaði manni fyrir þrjú peð og umtalsverða pressu, en kóngur hans var ekki vel varinn og mótspil andstæðingsins dugði til vinnings. Þá voru þeir komnir í forystu og svona heldur líklegra að við myndum tapa viðureigninni. 

Áskell var þó með traust tafl á fimmta borði sem kom upp úr nimzoindverskri vörn hans. Eins og títt er fékk hvítur biskupaparið en vissi ekkert hvernig hann átti að nýta það og skipti hægt og rólega upp í heldur verri stöðu. Fullkomin var úrvinnslan ekki hjá aldursforsetanum en þó nægilega vöndu' til að fá heilan vinning.

Á sjötta borði beitti Haraldur stýrimaður hliðarafbrigði gegn franskri vörn lúxemborgarans sem vandaði sig greinilega mikið í framhaldinu. Halli fékk rúma og þægilega stöðu en svartur undirbjó gegnumbort eftir c-línunni sem leit ekki vel út fyrir okkar mann. Í sviptingum í lokin þar sem tíminn var naumur (einkum hjá Halla) ætlaði lúxarinn að koma með óverjandi sleggju, en missti af snjallri drottningarfórn hvíts sem hótaði máti. Þurfti hann ekki að kemba hærurnar eftir þetta.  

Er þá ósagt frá viðureigninni á efsta borði þar sem Rúnar Sigurpálsson stýrði svörtu mönnunum gegn IM upp á 2532 stig. Upp kom drottningarbragð og aðeins þrengri staða á svartan sem tefldi þó vörnina skínandi vel. Endatafl með hrókum og öflugum hvítum riddara gegn aðeins lakari biskupi svarts. Rúnar virtist lengi vel ætla að klóra í jafntefli, en hafði lítið mótspil. Á endan brustu varnirnar og hvítur náði að sigla sigrí í höfn. 

Engu að síður frábær úrslit og sveitin þegar búin að toppa árangurinn í fyrra. Við bíðum spenntir eftir lokaumferðunum tveimur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband