Naumur sigur gegn Írum
Miðvikudagur, 4. október 2023
Smá krankleiki hefur verið að herja á suma liðsmenn okkar sem hafði einhver áhrif á liðsuppstillingu í gær og dag. Menn þó óðum að ná sér.
Andstæðingarnir í dag Gonzaga frá Írlandi, svipaðir okkur að styrkleika skv. stigum.
Á fyrsta borði beitti Rúnar enska leiknum upp kom heldur óvenjulegt afbrigði, líklega sérútbúið af andstæðingnum. Möguleikarnir virtust vega nokkuð jafnt í upphafi miðtaflsins, en smám saman fékk Rúnar þægilegri stöðu.
Halldór Brynjar á öðru borði kom skákheiminum á óvart með því að beita EKKI Najdorf-afbrigðinu í sikileyjarvörn, en lék g7-g6 í öðrum leik. Byrjunin fór snemma út af alfaraslóðum, þótt afbrigðið sæe ekki alveg óþekkt; Capablanca beitti því t.a.m. til að sigra Lasker á alþjóðlega mótinu í New Yort árið 1924! Halldór brá reyndar út af leið Capa strax í fimmta leik en fékk engu að síður sómatafl.
Á þriðja borði mátti Stefán glíma við franska vörn og beitti fremur meinlausu afbrgiði, enda náði andstæðingur hans að jafna taflið auðveldlega.
Arnar kom fáum á óvart með því að tefla drekaafbrigðið í sikileyjarvörn. Eins og í mörgum hinna skákanna var írska svarið hekldur óvenjulegt. Staðan varð snemma nokkuð óljós, en svartur virtist þó fá þokkaleg færi.
Á fimmta borði leit enn ein óvenjulega byrjunin dagsins ljós. Andri hafði hvítt og lagðist í þunga þanka eftir 1. d4 Rf6 2. c4 a6!?
Mikki stýrði svörtu mönnunum á sjötta borði og nú var komið að okkar manni að fara snemma út af alfaraslóð. Hann fékk þó prýðilega stöðu.
Skákunum á fyrsta og þriðja borði lauk fyrst, báðum með sigri okkar manna. Rúnar þjarmaði rólega að sínum andstæðingi og knúði fram sigur. Stefán komst minna áleiðis franmanaf, en greip tækifærið þegar það bauðst eftir ónákvæmni andstæðingsins og náði snaggaralegri mátsókn. Útlitið því gott eftir tvær skákir, en sigur ekki í höfn. Halldór Brynjar hefur ekki verið farsæll á þessu móti og lék illa af sér í jafnri stöðu og mátti gefast upp skömmu síðar. Mikki fór í hörkusókn og fórnaði m.a. hrók sem virtist ætla að duga til sigurs, en andstæðingur hans fann snjalla varnarleið sem tryggði honum jafntefli. Þá var komið að Arnari að misstíga sig og staðan því orðin jöfn 2,5-2,5 og aðeins skák Andra Freys eftir. Hann ge<rði sitt besta til að reyna að kreista fram vinning í jafnteflislegu endatafli og flestir líklega fhann náði að nýta ser mistök andstæðingsins í einföldu hróksendatafli og knýja fram sigur. Mikilvægt að fá tvö stig úr þessari viðureign og nú bíður okkar örugglega nokkuð sterk sveit á morgun.
Eins og ævinlega má finna röðun og öll úrslit á chess-results.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.