Norðanmenn unnu Hverfakeppnina.

Hin hefðbundna hverfakeppni SA var tefld næstsíðasta dag ársins eins og stundum áður. Þátttaka nú var í linara lagi og spurning hvort ekki þurfi að huga að breytingu á fyrirkomulaginu. 
En sumsé: skipt var í lið eftir búsetu og í þetta sinn var línan dregin um Hrafnagilsstræti - ögn sunnar en áður. Sunnanmegismenn tefldu fram fimm köppum, en Norðlingar fjórum. Tefld var bændaglíma - tvöföld umferð.

Leikar fóru þannig að norðrið vann sögulegan sigur, 28 vinningar gegn 12. Reyndar ber að taka fram að ekki var sérstaklena leitað að fjarskiptatækjum eða titrandi kúlum í innviðum keppenda áður en mótið hófst. Kann að vera að þetta hafi haft nokkur áhrif á niðurstöðuna, en úr því verður ekki skorið nú. Hans Niemann var hinsvegar titlaður "sérlegur aðstoðarmaður" sigursveitarinnar. Ekkert meira um það.

Af norðarsveitarmönnum fékk Rúnar Sigurpálsson (öðru nafni "Shaking Steven") flesta vinninga, eða 9 af 10. Bestur sunnanmanna var Mikael Jóhann Karlsson (öðru nafni "Mighty Mickey") með 4.5 vinning af 8. 

Svona var þessu nú misskipt.

Næsta mót verður svo á morgun nýjársdag og hefst kl. 14.00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband