Skák í vor og sumar
Miðvikudagur, 11. maí 2022
Nú líður að lokum hinnar hefðbundnu skáktíðar. Síðustu barna- og unglingaæfingarnar verða mánudaginn 23. maí (í almennum flokki) og 24. maí í framhaldsflokki. Uppskeruhátíð með VORMÓTI (fyrir öll börn sem hefa verið að æfa með okkur í vetur, í báðum flokkum) verður svo miðvikudaginn 25. maí kl. 17.00. Þá ljúkum við vorönninni með pizzuveislu.
Í sumar er svo stefnt að a.m.k. einu hraðskákmóti í mánuði. Við byrjum þá á móti fimmtudagskvöldið 9. júní kl. 20.00.
Vert er að vekja hér athygli á undanrásum Landsmóts í skólaskák sem haldnar verða á vefþjóninum chess.com þann 19. maí kl. 18.30. Þar er öllum börnum á grunnskólaaldri heimil þátttaka, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram og sækja um notandanafn á chess.com hafi það ekki þegar verið gert. Allar nánari upplýsingar á skak.is:
https://skak.is/2022/05/04/landsmotid-i-skolaskak-fer-fram-i-mai-undankeppnin-a-chess-com-19-mai/
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.