Jólahraðskákmótið á morgun!

Á morgun, þann 28. desember kl. 20.00, verður Jólahraðskákmót SA haldið á mótavefnum tornelo. 

Umhugsunartími verður 4-2. Fjöldi umferða fer eftir þátttöku. Stefnt er að 9 umferðum með svissnesku kerfi, sem þó ekki verður kleift nema með góðri þátttöku. Ella tefla allir-við-alla, t.d. ef 12 keppendur skrá sig til leiks. 

Mótið er opið öllum. Sigurvegarinn hlýtur nafnbótina "Jólasveinn SA 2020". Þá verður einnig teflt um meistaratitil félagsins í hraðskák (í stað hausthraðskákmóts sem ekki hefur ratað út úr Kófinu), en til að öðlast þann titil þarf félagsaðild að SA.

Slóðin á mótið er þessi: https://tornelo.com/chess/orgs/skakfelag-akureyrar/events/jolahradskakmot-s-a/lobby 

Lysthafendur eru hvattir til að skrá sig hið fyrsta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband