Spútnik fór á loft
Fimmtudagur, 5. mars 2020
Mögnuð sveitakeppni var háð á vegum félagsins í síðustu viku. Ekki hefur fest nafn á þessa keppni, en meðal tillagna sem fram hafa komið er "Þristurinn" og "Þrenningin", jafnvel "Heilög þrenning".
Keppnin var með þvó sniði að útfendir voru fyrirliðar og safnaði hver fyrir sig í þriggja manna sveit. Skilyrpi voru þau að samanlögð stigatala liðsmanna mátti ekki fara yfir 5000 stig (hraðskákstig ef þau voru í boði, annars kappskákstig)og voru stigalausir þá reiknaðir með 1000 stig. Í flestum sveitum mun hafa verið einn stigalaus maður. Heildarúrslit urðu sem hér segir:
lið | fyrirl | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | vinn | |
1 | Spútnikar | Rúnar | 2 | 2 | 2 | 2 | 2 | 3 | 13 | |
2 | Hrægammar | Áskell | 1 | 3 | 2,5 | 1 | 2,5 | 2 | 12 | |
3 | Drangarnir | Eymundur | 0 | 1 | 3 | 2,5 | 3 | 1 | 10,5 | |
4 | Móamunkar | Sig. A | 1 | 0,5 | 0 | 2 | 1,5 | 2 | 8 | |
5 | Teamtaxi | Smári | 1 | 2 | 0,5 | 1 | 1,5 | 2 | 8 | |
6 | Pepsimax | Elsa | 1 | 0,5 | 0 | 1,5 | 1,5 | 3 | 7,5 | |
7 | Duranona | Andri | 0 | 1 | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 |
Í sigurliðinu voru þeir Rúnar Sigurpálsson, Hjörtur Steinbergsson og Óskar Jensson. Miskunnarlaus barátta var um sigurinn milli Spútnikanna og Hrægamma, sem höfðu forystu framan af, en máttu játa sig sigraða í lokaviðureigninni við sigurliðið. Þar voru innanborðs Áskell Örn Kárason, Karl Egill Steingrímsson og Grétar Þór Eyþórsson. Árangur á einstökum borðum var ekki færður til bókar, en þó er vitað að Rúnar vann allar skákir sínar á fyrsta borði og Grétar fékk 5,5 vinninga af sex á þriðja borði. Um annað borðið hefur fréttaritari ekki glöggar upplýsingar.
Þetta mót þótti með eindæmum vel heppnað og verður örugglega endurtekið, með sama sniði eða mjög svipuðu.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.