Aðalfundur SA 9. september kl. 13
Laugardagur, 8. september 2018
Við minnum á aðalfundinn á morgun. Venjuleg aðalfundarstörf, sem skv. lögum eru þessi:
- Formaður félagsins setur fundinn og lætur kjósa fundarstjóra og fundarritara.
- Kynnt fundargerð síðasta aðalfundar.
- Formaður flytur skýrslu stjórnar.
- Lesin árskýrsla ritara um starfsemi félagsins.
- Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins.
- Umræður umstörf stjórnar og afgreiðsla reikninga.
- Inntaka nýrra félaga.
- Kosning stjórnar og annarra fastra starfsmanna.
- Kosning tveggja endurskoðenda.
- Ákveðið árstillag félagsmanna.
- Umræður um lög og keppnisreglurfélagsins.
- Önnur mál
Minnst 10 félagsmenn þurfa að mæta til þess að fundurinn sé löglegur. Með þessarri færslu fylgja nokkrar skrár með skjölum sem munu liggja fyrir á fundinum. Eru félagar hvattir til að kynna sér efni þeirra. Þau eru:
Ársskýrsla 2017-18 - stutt skýrsla formanns, samhljóða þeirri sem send er til samfélagssviðs Akureyrarbæjar.
Skýrsla um úrslit helstu móta, bæði innan og utan félags.
Reikningar félagsins fyrir síðasta starfsár.
Reikningar minningarsjóðs Ragnars Þorvarðarsonar.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.